Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 52
Kristján Jóhann Jónsson Lýðveldið ísland Ritgerð Þórbergs boðar skýra afstöðu til tungumáls og ritstarfa í hinu nýja lýðveldi. í greininni má segja að barið sé í borðið og sagt: Hér dugir ekk- ert sleifarlag. Fari þeir og veri sem svíkja þjóðina og tunguna. Þjóðin varð stórhrifin afþessari afstöðu. Hún var búin að losa sig við Dani og mikið lá við að sjálfstæð þjóð í eigin landi talaði sitt eigið tungumál sómasamlega. Sjálfstæðisbaráttan hafði vakið almenning til vitundar um tungumálið og tungan var talin vera það sem framar öðru gerði íslendinga að þjóð. Því var um þetta leyti haldið á lofti sem almennu lögmáli að ástand þjóðar og tungu fylgdist að (Kjartan G. Ottósson 1990: 76). I gamla íslenska bændasamfélaginu fylgdu menn sjónarmiðum sínum oft eftir af mikilli þrjósku. Líklega er óhætt að staðhæfa að án þess hefði þjóðin tæplega lifað af erfiðustu skeiðin í sögu sinni. Það má ef til vill minna á skáldsagnapersónuna Bjart í Sumarhúsum, aðalpersónuna í Sjálfstœðu fólki Halldórs Laxness, sem tákngerving slíkra viðhorfa. Hans grundvallar- sjónarmið og hugsjón var sjálfstæðið sem hvíldi á búskapnum en viðhorf menntaðra fslendinga til texta árið 1944 virðist ótrúlega líkt hugmyndum Bjarts. Hlutverk rithöfunda og menntamanna hvíldi á tungumálinu og tók á sig mynd sem líktist búskapnum á heiðarbýlinu. Það varð að leggja allt í sölurnar til þess að komast af, það varð að fylgja fjölmörgum reglum og eng- in brot fyrirgefin. í þessar skoðanir á ritun hefur þjóðin haldið til skamms tíma og allir virðast vissir um að þær séu réttar, hvort sem farið er eftir þeim eða ekki. Við skrifum í skugga ótrúlega margra boða og banna. Sjálfstæði þjóðarinnar er enn í húfi ef við drepum niður penna. Fyrsta alhliða stílfræðibókin á íslensku: íslensk stílfrœði eftir Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson er unnin á vegum styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur konu hans. Það sýnir eins og ann- að stöðu Þórbergs í íslenskri stílfræði. í bókinni fjallar Þorleifur Hauks- son um forskriftarstílfræði4 og segir „Einum kennt - öðrum bent“ geta talist til þess flokks vegna þess að þar boði Þórbergur „æskilegar stílreglur: nákvæmni, skýrleika og yfirvegaða og tildurslausa framsetn- ingu“. Þorleifur minnir einnig á það í bók sinni að Þórbergur hafi notað líkingar til þess að lýsa „óskilgreindum einkennum stílsins“ sem geta gert frásögn að skáldskap (bls. 66). Þorleifur er hér að vísa til orða Þórbergs um hinn „djúpa tón“, „myst- ikina, leyndardómana, vatnaniðinn bak við fjallið“ (Þórbergur Þórðar- son 1971: 204). Þórbergur virðist í grein sinni handviss um að hann geti skorið úr um það hvort í textum sem hann les leynist: „vatnaniður bak við fjallið“ eða ekki.5 50 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.