Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 57
Einum bent en öðrum kennt umr egg vorsins" er líka svolítið vandræðaleg lausn en það er ekki beinlínis vegna þess að eignarfall er notað. Vandræðagangurinn felst í því að „egg fuglanna“ er eðlilegri og nærtækari samsetning en „egg vorsins" sem hljómar kjánalega og skilar ekki þeim hátíðleikablæ sem höfundur hefur sennilega ætlast til. Eignarfallssamsetningar krefjast með öðrum orðum náinna tengsla þeirra orða sem sett eru saman á þann hátt. Því miður er greining Þórbergs á uppskafningunni ekki mjög gagn- leg. Það sem hann segir um uppskafningu er eiginlega bara röð ásakana um smekkleysi. Ljósar, skiljanlegar og nærtækar kröfur um breytingar á texta kalla á umræður og samtal meðan óljósar, svífandi og óáþreifan- legar kröfur og sleggjudómar útiloka umræður og greining Þórbergs á uppskafningu er af því tagi. f „Einum kennt - öðrum bent“ er hann með öðrum orðum nokkuð greinilega litaður af sínum tíma, upphafi tuttugustu aldar. Hann virðist líta svo á að í ritstörfum og menntamálum séu þrátt fyrir allt margir kallaðir en fáir útvaldir. Þegar upp er staðið snýst sköpun ritaðs texta í hans augum um það hver er snillingur og hver ekki. Hver er útvalinn til þess að leiða nýja þjóð, kenna og benda, og hver ekki. Á okkar dögum eru slík viðhorf iðulega kölluð hroki en fyrir því held ég að Þórberg hefði aldrei órað að hann yrði kallaður hrokafullur. Hann skopast að eigin mikilmennskutilburðum í Ofvitanum og lýsingar hans á stórmennsku- draumum skálda í íslenskum aðli eru tragíkómískar. Sá hópur fátækra stórmenna sem þar er lýst er svo barnalegur að þá grunar ekki einu sinni hve fátt þeir vita. Eignarfallsnotkun er nefnilega ekki eina uppskafning- in sem Þórbergur fordæmir. Hann fordæmir líka sem uppskafningu þá siðrænu villu að halda að maður sé eitthvað þegar maður er það ekki. Það er ljóst eins og áður var látið í veðri vaka að Þórbergur gengur út frá því að lesendur hans þekki orðið uppskafningur í merkingunni: montinn, yfirlætisfullur maður eða flottræfill. Bæði er kvenkynsorðið uppskafning myndað af karlkynsorðinu uppskafningur og lýsingar Þór- bergs á uppskafningu segja einmitt frá því sem við búumst við að upp- skafningar geri.8 Allt sem hann finnur í texta Hornstrendingabókar og gæti bent til slíkra skapgerðareinkenna virðist geta fallið undir hugtakið uppskafning sem um leið verður siðfræðilegt fremur en stílfræðilegt hugtak. Þórbergur tekur sér hér fremur stöðu predikarans en kennarans vegna þess að honum þykir mikið í húfi. Þórbergur og Þórleifur voru árið 1944 fróðleiksfúsir menntamenn úr fámennum sveitum og staðráðnir í að ryðja sér til rúms í vaxandi þéttbýli ungrar þjóðar sem átti framtíðina fyrir sér. Þórbergur velur að nota texta Þórleifs sem dæmi um það hvernig ekki eigi að skrifa og til TMM 2005 • 3 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.