Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 58
Kristján Jóhann Jónsson þess að sýna eigin færni um leið. Hann stofnar til átaka á ritvellinum og gerir texta Þórleifs að víti til varnaðar. Maðurinn frá Hornströndum féll eftir þessi átök í skuggann af manninum úr Suðursveit sem varð prins hinna þjóðlegu íslensku bókmennta og þjóðfræða og íslenskari en allt sem íslenskt er og jafnframt frumkvöðull módernismans. Það er vissu- lega skringilegt en ennþá skrýtnara er að þessi árásar- og skammagrein Þórbergs um keppinaut sinn skyldi breytast í heilagan ritsnilldartexta og fordæmi í vitund okkar íslendinga. Næsta dauðasynd í predikun Þórbergs Þórðarsonar er lágkúra. Samkvæmt orðabók er lágkúra andleg flatneskja eða svipleysa, og í mál- og bragfræði er átt við stílgalla sem felst í sviplausu málfari, fábreytilegu eða kauðsku orðalagi, klaufalegri orðskipan og ónákvæmri málbeitingu (íslensk orða- bók, 2002). Þessi orðabókarskýring virðist að hluta til unnin upp úr grein Þórbergs. Enn sem fyrr vantar stílfræðilegar greiningar á hugtökum. Orsök lágkúrunnar er menningarleysi og fjósamennska í þjóðarsálinni og hver skyldi nú meiningin vera með þeirri staðhæfingu? Stílfræðileg dæmi Þórbergs eru sem fyrr laus í reipunum og einkennast framar öðru af hastarlegum viðbrögðum við smáum tilefnum. Þær lágkúrur sem einkum hafa skotið höfundi Hornstrendingabókar ref fyrir rass, eins og Þórbergur orðar það, „eru endurtekningar sömu atkvæða, orða og orðatiltækja með stuttu millibili“ (bls. 218). Það er vissulega rétt að ekki er heppilegt að tugg- ast um of á sömu orðunum en jafnvel þó það hendi menn er það varla til marks um menningarleysi og fjósamennsku í sálinni. Lágkúran fylgir uppskafningunni og skallanum að því leyti að stíl- einkenni eru útskýrð með yfirlýsingum um persónueinkenni og þekk- ingarstig. Þetta er afgerandi viðhorf og virðist byggt á þeim skilningi á kennslu að kennsla sé í því fólgin að segja fólki hvað sé að því. Ruglandi Fjórða dauðasyndin er ruglandi og er skilgreining hennar nokkuð skýr en einnig að mestu leyti siðferðileg. Þrennt fellur undir hugtakið hjá Þórbergi. Það er að gæta þess ekki að raða setningum á yfirvegaðan hátt, að álykta rangt og ljúga viljandi. Þessar syndir virðist Þórbergur yfirleitt telja stafa af einhverju sem hann kallar skapgerðarheimsku og virðist einna helst vera skortur á persónulegum þroska. Síðast en ekki síst stafar ruglandin af illgirni pólitískra lygalaupa. 56 TMM 2005 ■ 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.