Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 79
Menningarvettvangurinn
langt frá strönd Ástralíu, og hún sparar ekki að rassskella ráðamenn. Verkið
var skemmtilega sviðsett og ágætlega leikið. Farandsýningin sem við sáum í
Melbourne var á leikritinu Influence (Áhrif) eftir David Williamson. Það er
sömuleiðis nýtt ástralskt leikrit, mjög pólitískt og líka um innflytjendamál.
Aðalpersónan er kjaftaskur á útvarpsstöð, hreinn fasisti sem messar tímunum
saman yfir áheyrendum sínum um hvernig ástalskt samfélag sé og eigi að vera,
og svo fáum við inn á milli útvarpsþátta að sjá muninn á því sem hann segir
og því sem hann upplifir í einkalífinu. Síðasta kvöldið okkar í Sydney sáum
við svo Stuff Happens sem David Hare samdi fyrir breska Þjóðleikhúsið um
aðdraganda írakstríðsins. Þá sannfærðumst við endanlega um að þeir fáu Ástr-
alir sem hafa áhuga á leikhúsi vilji hafa það róttækt!
Ástralir eru sjálfir afskaplega elskulegt fólk sem allt vill fyrir mann gera.
Þeirra eftirlætis orðatiltæki er „no worries," sem þeir segja með þungri áherslu
á fyrra atkvæði seinna orðsins, og svo reyna þeir að láta það rætast.
í Canberra hittum við íslensk-ástralska skáldið og rithöfundinn Alan Gould
sem nýtur virðingar og vinsælda sem eitt höfuðskáld andfætlinga. í ljóðasafni
hans, The Past Completes Me - Selected Poems 1973-2003 má sjá greinileg
ummerki íslands. Fyrsta ljóðabókin hans heitir meira að segja Icelandic Soli-
taries (1978). í einu ljóði þar, „Akureyri“, mælist hann til skyldleika við Helga
magra - enda var móðir Alans frá Akureyri. Það hefst á þessu erindi:
An Irish Viking built
a shrine upon this site;
a thousand winters gone,
his bones are shingle here,
his blood runs in my veins.
Sumarbœkur
í sumar kom út stórvirkið Mynd á þili - íslenskir myndlistarmenn á 16., 17.
og 18. öld eftir Þóru Kristjánsdóttur list- og sagnfræðing, gefið út í samvinnu
JPV útgáfu og Þjóðminjasafnsins. Venjan er að segja að íslensk myndlistarsaga
hafi byrjað um aldamótin 1900 en Þóra tekur ekkert mark á því. Hún hefur
leitað að og fundið ótrúlegan fjölda nafngreindra myndlistarmanna allt frá
siðaskiptum og fram á 18. öld, enda segir hún í inngangi að bókinni að við siða-
skiptin, 1550, hafi orðið ákveðin skil í listsköpun þjóðarinnar því þá hafi lista-
menn tekið að merkja gripi sína og farið sé að geta þeirra í rituðum heimildum.
Það eru þeir sem Þóra hefur rannsakað og kynnir þá og verk þeirra í máli og
ótal myndum í bókinni. Varla hefur nokkurt myndarlegt listaverk sloppið við
að fá mynd af sér þar. Önnur eðlileg skil verða svo í lok 18. aldar því þá fóru
bjartsýnir íslendingar að leita sér fagmenntunar í listum í Kaupmannahöfn. Þá
hefst önnur saga og kunnari.
Örlög norrænna manna á Grænlandi hafa löngum freistað getspakra manna,
og í sumar kom út hjá Sögufélagi undirstöðurit um það efni eftir Guðmund J.
TMM 2005 • 3
77