Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 79
Menningarvettvangurinn langt frá strönd Ástralíu, og hún sparar ekki að rassskella ráðamenn. Verkið var skemmtilega sviðsett og ágætlega leikið. Farandsýningin sem við sáum í Melbourne var á leikritinu Influence (Áhrif) eftir David Williamson. Það er sömuleiðis nýtt ástralskt leikrit, mjög pólitískt og líka um innflytjendamál. Aðalpersónan er kjaftaskur á útvarpsstöð, hreinn fasisti sem messar tímunum saman yfir áheyrendum sínum um hvernig ástalskt samfélag sé og eigi að vera, og svo fáum við inn á milli útvarpsþátta að sjá muninn á því sem hann segir og því sem hann upplifir í einkalífinu. Síðasta kvöldið okkar í Sydney sáum við svo Stuff Happens sem David Hare samdi fyrir breska Þjóðleikhúsið um aðdraganda írakstríðsins. Þá sannfærðumst við endanlega um að þeir fáu Ástr- alir sem hafa áhuga á leikhúsi vilji hafa það róttækt! Ástralir eru sjálfir afskaplega elskulegt fólk sem allt vill fyrir mann gera. Þeirra eftirlætis orðatiltæki er „no worries," sem þeir segja með þungri áherslu á fyrra atkvæði seinna orðsins, og svo reyna þeir að láta það rætast. í Canberra hittum við íslensk-ástralska skáldið og rithöfundinn Alan Gould sem nýtur virðingar og vinsælda sem eitt höfuðskáld andfætlinga. í ljóðasafni hans, The Past Completes Me - Selected Poems 1973-2003 má sjá greinileg ummerki íslands. Fyrsta ljóðabókin hans heitir meira að segja Icelandic Soli- taries (1978). í einu ljóði þar, „Akureyri“, mælist hann til skyldleika við Helga magra - enda var móðir Alans frá Akureyri. Það hefst á þessu erindi: An Irish Viking built a shrine upon this site; a thousand winters gone, his bones are shingle here, his blood runs in my veins. Sumarbœkur í sumar kom út stórvirkið Mynd á þili - íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld eftir Þóru Kristjánsdóttur list- og sagnfræðing, gefið út í samvinnu JPV útgáfu og Þjóðminjasafnsins. Venjan er að segja að íslensk myndlistarsaga hafi byrjað um aldamótin 1900 en Þóra tekur ekkert mark á því. Hún hefur leitað að og fundið ótrúlegan fjölda nafngreindra myndlistarmanna allt frá siðaskiptum og fram á 18. öld, enda segir hún í inngangi að bókinni að við siða- skiptin, 1550, hafi orðið ákveðin skil í listsköpun þjóðarinnar því þá hafi lista- menn tekið að merkja gripi sína og farið sé að geta þeirra í rituðum heimildum. Það eru þeir sem Þóra hefur rannsakað og kynnir þá og verk þeirra í máli og ótal myndum í bókinni. Varla hefur nokkurt myndarlegt listaverk sloppið við að fá mynd af sér þar. Önnur eðlileg skil verða svo í lok 18. aldar því þá fóru bjartsýnir íslendingar að leita sér fagmenntunar í listum í Kaupmannahöfn. Þá hefst önnur saga og kunnari. Örlög norrænna manna á Grænlandi hafa löngum freistað getspakra manna, og í sumar kom út hjá Sögufélagi undirstöðurit um það efni eftir Guðmund J. TMM 2005 • 3 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.