Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 80
Menningarvettvangurinn Guðmundsson sagnfræðing, Á hjara veraldar, fróðlegt rit og skemmtilega skrifað. Guðmundur rekur þar sögu norrænnar byggðar á Grænlandi eins og hún birtist í heimildum og gerir svo grein fyrir rannsóknum og kenningum vísindamanna um þetta samfélag og endalok þess. Um verslunarmannahelgina hélt Nýhil ljóðahátíð í Reykjavík sem heppn- aðist vel, að sögn aðstandenda. Ritstjóri var á leið heim frá Ástralíu og náði ekki landi nógu snemma til að sannreyna það. Tvær bækur voru gefnar út í tengslum við hátíðina. Ást œða varps geymir fáein ljóð sjö Nýhilskálda og sýnir ágætlega, svo langt sem hún nær, hvað þau standa fyrir. Af Ijóðum er blanda af ljóðum, sögum og greinum, mun róttækari bók og eiginlega skyldulesning fyrir þá sem láta sig ljóðlist varða. Ritstjóri er Eiríkur Örn Norðdahl og hann skrifar „Formála: Nokkrar sundurlausar hugsanir um ljóðlist", sem er eins konar viðauki við greinina í TMM í fyrra, „Dánar- rannsóknir og morðtilraunir - vaðið á ljóðum á skítugum skónum“ (TMM 3 2004 bls. 39). Hann skýrir nánar bæði vinnubrögð og fyrirætlun sína og vinnur betur úr niðurstöðum. Ein athyglisverðasta greinin í bókinni er „Ljóðganga - skólalist“ eftir Ing- ólf Gíslason sem ræðir meðferð skóla á ljóðum og rifjar upp sársaukafullar ljóðaminningar úr barnaskóla. Gætu sjálfsagt flestir lesendur rifjað upp sögur honum til samlætis - að minnsta kosti á ég nokkrar. En hugmyndir Ingólfs um framtíð ljóða í skólum eru dásamlegar, til dæmis stingur hann upp á því að börnin fái að „eiga við“ kvæði í stað þess að læra þau utanbókar, „gera sín- ar eigin útgáfur af þeim (samanber remix í tónlist)“ (36). Ljóð „eru hættuleg markaðskerfinu“ segir hann líka, „vegna þess að þau eru ekki peninga virði“ - ljóðið „er spilliefni í markaðssamfélagi. Of mörg ljóð draga úr hagvexti. Ef unga fólkið sæti allt heima eða á kaffihúsum öll sumur og velti sér upp úr ljóð- um í stað þess að vinna á skyndibitastöðum eða við að reyta arfa, drægi úr hagvexti um brot úr prósenti.“ En: „Þess vegna eru þau einmitt mjög mikils virði fyrir manneskjur." (40-41). Ráðið er að láta nemendur leita að ljóðum til að lesa og hvetja þá til að yrkja. Kennarar „ættu að bera á borð ljóð sem eru um kynlíf, stríð, eiturlyf, vináttu, þunglyndi, morð og ást. Bæði íslensk og útlend. Eminem og Dóra DNA, Britney og Bubba." (41) Þess má geta að í bókinni Af ljóðum eru textar sem henta vel til þessara nota. Tvær nýjar íslenskar skáldsögur bárust TMM í sumar. Önnur er Haust- gotasaga, söguleg skáldsaga frá byrjun 18. aldar eftir höfund sem kallar sig Seming (Bókasmiðjan Krummi, 2005). í sögumiðju er gæðingurinn Haustgoti og eigandi hans, munaðarleysinginn Atli Ólafsson sem verður heimamaður í Skálholti og sérlegur sendimaður Jóns Vídalín biskups. Hin sagan heitir Hjartahreinir œvidagar Úlfs og er eftir Ösp Viggósdóttur (Haraldur íkorni, 2005). Úlfur er að verða níu ára og býr í litlum bæ þar sem pabbi hans á bókaverslun. Þeir feðgar búa hjá ömmu því mamma er dáin. Ekki gerast stór tíðindi hið ytra þetta sumar sem sagan segir frá en Ösp lýsir drengn- um og smábæjarumhverfinu af næmi og góðri kímnigáfu. Halldóra Kristín Thoroddsen gaf í sumar út sína þriðju bók, ljóðabókina 78 TMM2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.