Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 85
Myndlist allan heim eftir að hann lést árið 1998. Umsjón með hinum sýningunum hafði Jessica Morgan sem nú vinnur við Tate Modern-listasafnið í London en stýrði áður sýningum við Nútímalistastofnunina (ICA) í Boston. Jessica var reyndar titluð sýningarstjóri alls „myndlistarþáttar Listahátíðar“ en í ljósi þess hve umfangsmiklar sýningarnar á verkum Dieters voru mun það nokkuð ofmælt. Það var sérstaklega gaman að sjá loksins verk Dieters á sómasamlegri sýningu í Reykjavík og löngu tímabært að fslendingar fengju að kynnast ævi- starfi þessa manns sem bjó hér norðurfrá með okkur þótt sárafáir nema þeir sem best þekktu hann hefðu nokkra hugmynd um hverrar virðingar hann naut úti í hinum stóra heimi eða hver áhrif hann átti eftir að hafa á samtímalistina. Um áhrif hans á íslenska samtímalist er þó engum blöðum að fletta og má helst líkja við það sem Laxness áorkaði fyrir rithöfunda okkar, að kenna þeim að treysta á sitt en vera samt heimsborgarar. Flest ef ekki nær öll verkin sem sýnd voru hafa sést nýlega á stórum yfirlitssýningum erlendis, í Nútímalistasafninu í New York og víðar, svo ekki taldist sýningin til nýmæla, svona alþjóðlega séð, en þeim mun mikilvægari var hún fyrir okkur heimafólkið. Með henni er lok- að einum hringnum í samskiptum okkar við þennan mikla listamann. Dieter varð allt að list enda hljómar uppskrift hans að myndlist svona: Takið hlut og setjið á annan hlut Takið hlut og setjið hann á hina 2 hlutina Takið hlut og setjið hann á hina 3 hlutina Takið hlut og setjið hann á hina 4 hlutina Takið hlut og setjið hann á hina 5 hlutina Takið hlut og setjið hann á hina 6 hlutina Takið hlut og setjið hann á hina 7 hlutina seljið hvenær sem er Það er þó ekki heiglum hent að fylgja þessum fyrirmælum svo vel fari. Hjá Diet- er varð að lokum enginn greinarmunur gerður á lífi og list. Hvert handtak, hver pensilstroka og hvert orð urðu liður í sama sköpunarverkinu og var þannig lista- verk útaf fyrir sig, en það kostar gríðarlega vinnu, einbeitingu og íhugun að fella allt saman í eina frumlega hugsun. Þetta verður þeim mun ljósara þegar maður skoðar verkþar sem listamaðurinn hefur tileinkað sér formúluna en áttar sig ekki á því hvað þarf til að ljá henni líf og inntak. Það er eins og að smíða sér atgeir og halda sig fyrir það jafnoka Gunnars á Hlíðarenda. Töluvert af myndlist samtím- ans er þessu marki brennt, nú ekki síður en á hverjum öðrum tíma, en kannski enn frekar nú þegar engar einhlítar reglur gilda um handbragð og efnivið og erfiðara er því að greina á yfirborði verka hvað það er sem gerir þau merkileg. Post-avant-garde er eitt af þeim óskiljanlegu orðum sem notað hefur verið um list okkar tíma og lýsir kannski best því hve blint við róum nú í listinni. TMM 2005 • 3 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.