Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 87
Myndlist III. Fyrir ekki nema tíu eða fimmtán árum hefði verið ógjörningur að halda slíka myndlistarhátíð á íslandi, þó ekki væri nema fyrir það að þá var ekki til að dreifa nema litlum hluta þess sýningarrýmis sem til þarf. Allir innviðir myndlistarlífsins á íslandi hafa styrkst mjög á skömmum tíma, nú eru söfn og sýningarsalir úti um allt og álitlegur hópur fagmanna sem við það starfar að setja upp og reka sýningar, skipuleggja þær, fjármagna og kynna. Enn meiru varðar þó auðvitað að hér þrífast ótrúlega margir listamenn sem sjálfir eru farnir að starfa á alþjóðlegum vettvangi og skilja vel það samhengi sem verk þeirra ganga inní. Allt þetta er þó til lítils ef við höfum ekkert fram að færa. Það er erfitt að vera lítil þjóð á afskekktri eyju og horfa útí heim þar sem allt virðist nýrra og stór- brotnara heldur en heima. „Af hverju getum við ekki gert svona?“ spyrjum við þá kannski og reynum svo fyrir okkur með að gera eins, í von um að eiga uppá pallborðið í stórborgunum. Hetjurnar verða þá þeir sem geta farið til útlanda og gert eins og heimamenn þar eða hinir sem innleiða nýja siði frá útlöndum hér heima. Um hitt er þá óvíst hvort þeir hafi sjálfir lagt nokkuð til málanna. Þegar myndlistarhátíðin var opnuð í vor og við sem um myndlist sýslum á íslandi - listamenn, safnafólk, gagnrýnendur og aðrir - stóðum innan um alla erlendu gestina vorum við að rifna af stolti. „Þetta gátum við þá,“ hugsuðum við og trúðum því þó varla sjálf. Sýningarnar voru fullt eins góðar og sambæri- legar sýningar erlendis. Meðal opnunargesta voru líka margir sömu útlending- arnir og maður sér á opnunum í London og París og Róm. Blaðamenn voru komnir frá flestum helstu tímaritum og stórblöðum sem um myndlist fjalla og allir virtust hæstánægðir með uppákomuna. Þó er þegar betur er að gáð svo margt sem hefði mátt betur fara og margt sem má gagnrýna. Það er brýnt að taka á öllum spurningum sem vakna um framkvæmd og skipulag svona viðburða og draga ekkert undan. Til dæmis má spyrja hvort það sé í raun hentugt að Listahátíð í Reykjavík stýri svona myndlistarhátíð þegar ábyrgð á framkvæmdinni er mestmegnis lögð á söfnin sem hýsa sýningarnar, meira að segja endanleg ábyrgð á kostnaðinum sem þau ráða þó ekki öllu um þar sem sýningarstjórnin er ekki í þeirra höndum. Var rétt að gefa út dýra sýningarskrá sem í er enginn texti til glöggvunar og kom ekki út fyrr en á miðju sumri? Var rétt að ráða fyrirtæki í Ameríku til að kynna sýninguna erlendis í stað þess að verja meiri vinnu og fjármunum í fræðslu og leiðsögn hér heima? Umfram allt þurfum við að spyrja hvað hátíðinni er ætlað að leggja til málanna. Eins ég nefndi áðan fjölgar alþjóðlegum stórsýningum á myndlist ár frá ári og við þær hafa líka bæst gríðarmiklar myndlistarmessur, eins konar vörusýningar á myndlist þar sem gallerí alls staðar að leigja sér bása til að kynna í sína myndlistarmenn. Þessar messur eru ekki síður vel sóttar en tví- æringarnir allir og samsýningarnar. Myndlistarmenn, safnarar, safnstjórar, sýningarstjórar og blaðamenn flykkjast að og ganga flestir hratt gegnum TMM 2005 • 3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.