Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 89
Bókmenntir Kristján Jóhann Jónsson Af kommúnistum og margarínistum Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness - Ævisaga. JPV útgáfa 2004. Síðustu tvö árin hefur ævi Halldórs Laxness og ritstörf hans orðið mönnum að bitbeini. Fyrsta bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um skáldið kom út í hittifyrra og undirritaður skrifaði um hana í þetta tímarit. Helstu kostir bókar- innar voru taldir ástríðufullur áhugi á viðfangsefninu en ókostir illa skilgreint markmið ævisögunnar, einkum yfirsamsömun höfundar við aðalpersónu. Sé ekki ljóst hvers vegna verið er að skrifa sögu tiltekinnar samtímamanneskju geta túlkanir orðið tilviljanakenndar og vinnubrögð farið á skjön. Deilurnar um þessa ævisögu báru nokkur merki þess að beðið var eftir margboðaðri ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Öfugt við Godot kom hún. Halldór Laxness, cevisaga (2004) eftir Halldór Guðmundsson er 824 blað- síður að lengd ef allt er talið. Það hefur verið vandað mjög til útgáfunnar eins og rétt er og skylt. Hún er ansi þung að halda á henni, 2,168 kg. á nýlegri eld- húsvigt heimilisins. Tölfræðilegur samanburður sýnir að bækurnar tvær sem Hannes Hólmsteinn hefur gefið út eru rúmar 1200 síður, ná ekki nema fram að 1948 og eru 3,005 kg. að þyngd. Það tímabil afgreiðir Halldór á um það bil 450 blaðsíðum. Gróflega áætlað verður ævisaga Laxness eftir Hannes tæpum tveimur þriðju lengri en saga Halldórs Guðmundssonar. Lengdarmunurinn liggur sýnist mér ekki í því að Hannes ræði margt sem Halldór sleppir, heldur ræðir Hannes ítarlega um margt sem Halldór víkur einungis að í stuttu máli. Til dæmis mætti hér nefna söguna „Temúdjín snýr heim“ og fleiri ritverk þar sem Hannes eyðir mun meira rými í að ræða fyrirmyndir og rittengsl sem Halldór Guðmundsson lætur sér nægja að nefna í stuttu máli. Það er reyndar athyglisvert að bera saman þennan stað og fleiri í þessum ævisögum. Hannes er veikur fyrir því að láta líta út fyrir að hann hafi að miklu leyti uppgötvað þá texta sem Laxness nýtti sér í þessari sögu á meðan Halldór Guðmundsson bendir á yfirlýsingar Laxness sjálfs um það mál og skrif Peters Hallberg. I þessu koma bæði fram mismunandi markmið ævisagnanna og munur á hinni faglegu nálgun þar sem bókmenntafræðileg vinnubrögð Halldórs Guðmunds- sonar styrkja verk hans. Halldór Laxness, œvisaga er falleg bók og myndefni bæði vel valið og í TMM 2005 ■ 3 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.