Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 92
Bókmenntir ir ekki máli þegar upp er staðið. Það er einfaldlega eitt af helstu einkennum tuttugustu aldar að stefnur sem boða algildan sannleik hafa orðið að víkja. Margbrotinn og einstaklingsbundinn skilningur á veröldinni hefur orðið ofan á. Ferill Halldórs er skýrt dæmi um þetta. Rithöfundurinn Þriðji meginþáttur þessarar sögu finnst mér liggja í tilraun Halldórs Guð- mundssonar til þess að lýsa rithöfundinum sem stöðugt freistar þess að endur- skapa og eigna sér þær hugmyndir sem hann tekur inn að hjarta sér og fleygir frá sér á víxl, sem afhjúpar og felur niðurstöður sínar á víxl af innri þörf. Þar liggur ef til vill flóknasti þáttur sögunnar vegna þess að í ritverkunum liggur sú tvöfeldni sem gerði Laxness kleift að tileinka sér af öllu hjarta hugsjónir og trú og fleygja síðan hvoru tveggja frá sér eins og gömlum leikföngum. í list sinni skildi hann trú og vonir mannanna dýpri skilningi en gengur og gerist og gat jafnframt valið sér þá fjarlægð sem leyfði lesendum að skilja hvert hann var að fara. Að því leyti held ég að Halldór Laxness hafi verið ótrúlega hrein- ræktaður snillingur, og ekki annað hægt en að dást að honum. Hann var fær um að yfirstíga siðareglur að því marki sem list hans þurfti en bjó engu að síður yfir sterkri siðgæðisvitund og þrá eftir fegurð og sannleika þegar hann var upp á sitt besta. Halldór Guðmundsson víkur víða að tilurðarsögu ritverka Laxness og aðdrag- anda þeirra og það er harla eðlilegt. Hann fjallar líka um ritdóma, deilur og mála- ferli sem beinlínis fylgdu í kjölfar ritverkanna. Seinni tíma umræður vantar hins vegar nánast alveg í bókina en ritverk Laxness hættu vissulega ekki að vera til árið eftir að þau komu út. Þau hafa verið merkur þáttur þjóðlífsins meiri hluta tuttug- ustu aldar, þau hafa verið túlkuð og rædd og margar af þeim túlkunum varpa mikilsverðu ljósi á líf og list skáldsins. Þetta finnst mér að hefði átt að koma fram í ævisögunni. Það hefði að sjálfsögðu verið ótækt að rekja allt það sem sagt hefur verið um verk Halldórs Laxness en framhaldslíf þessara ritverka er þáttur í ævi- sögu skáldsins og þeim þætti er minni sómi sýndur í raun en vert væri. Hið aldna skáld og þjóðin Halldór Guðmundsson hrekur í þessari ævisögu þá þrálátu klisju að Laxness hafi orðið bitlaus eftir Nóbelsverðlaunin vegna þess að þau hafi dregið úr hon- um tennurnar. Full þörf var á að gera það því allt slíkt tal var komið frá vinstri mönnum sem héldu að þeir væru handhafar sannleikans en voru það ekki. Það viðhorf að Laxness hafi sljóvgast eftir Nóbelsverðlaunin vegna þess að hann hætti að segja það sem vinstri menn vildu að hann segði er í sjálfu sér alveg jafn dapurlegt og sú skoðun hægri manna að einhver sérstök tengsl við sannleikann séu í því fólgin að vera sjálfstæðismaður. Eftir fremur dapurlegan sjöunda ára- tug í listrænum skilningi átti Halldór Laxness stuttan en snarpan endasprett sem módernisti og höfundur ómetanlegra skáldævisöguverka. 90 TMM 2005 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.