Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 98
Bókmenntir
miðaldafræða sé einhver hyldýpisgjá sem nánast ógerningur sé að brúa. Ég hef
sjálfur reynslu af því að erlendir miðaldafræðingar vísi norrænum miðalda-
fræðum á bug sem hálfgerðum falsvísindum - nema kannski þeim fræðum
sem byggjast á sams konar heimildum og hin erlendu fræði, skjölum á latínu til
dæmis, eða fjalla um norrænar þýðingar á erlendum bókmenntum og komast
að niðurstöðum af sama tagi og þær sem viðurkenndar eru í erlendum fræð-
um. Fræðimaður einn erlendur lýsti því yfir í minni áheyrn að Konungsskugg-
sjá væri ekki annað en þýðing úr latínu, enda er ljóst að heiti verksins bendir
í átt til latneskra miðaldabókmennta. En þegar hann var beðinn um að nefna
frumtexta varð fátt um svör, sem von var, því hann er ekki til. Hann sneri sig
út úr vandanum með því að segja að til væri aragrúi rita af þessu tagi á Vest-
urlöndum og þau segðu öll hið sama, en það er heldur ekki rétt. Svo var að sjá
að hann ætti erfitt með að viðurkenna að verkið kynni að vera frumlegt, með
rætur í öðru og framandi menningarsvæði, þrátt fyrir nafnið.
Frönsk fræðikona las hins vegar Konungsskuggsjá af athygli, en svo kom í
ljós að hún hafði einungis tekið eftir þeim hlutum ritsins sem áttu hliðstæður
í erlendum samtímaritum, annað virtist einhvern veginn hafa lent á blinda
blettinum í auganu.
En þetta eru undantekningar: Yfirleitt finnst mér að erlendir miðaldafræð-
ingar hafi ekki nokkurn minnsta áhuga, hvorki á þessu norska riti né öðrum
ávöxtum norrænnar miðaldamenningar. Dönsk fræðikona sem er víðkunnur
sérfræðingur á þessu sviði en hefur lengi búið utan heimalands síns og verið
í nánum tengslum við sagnfræðinga af ýmsu tagi skaut því að mér, að sér-
fræðingar í miðaldamenningu Vesturlanda vildu ekki viðurkenna norræna
miðaldafræðinga sem neins konar starfsbræður. Hún lét sér það þó í léttu
rúmi liggja og hélt sínu striki. En íslenskur fræðimaður sem hafði farið fjöld
og þekkti skaplyndi margra manna tók mér einu sinni vara fyrir því að nefna
viss atriði í sögu Norðurlanda í hópi útlendinga - það voru einkum Vínlands-
siglingarnar sem hann hafði í huga en ábendingin virtist góð og gild á fleiri
sviðum - ef ég vildi ekki fá á mig það orð að ég væri grillufangari og kannski
rómantískur skýjaglópur.
Hjá slíkum örlögum komast að sjálfsögðu þeir fræðimenn sem vilja tengja
íslenska miðaldamenningu þráðbeint við það sem gerðist og gekk á megin-
landinu á sama tíma og túlka hana frá því sjónarmiði. En burtséð frá því sem
menn álíta um þessi tengsl, hlýtur sú spurning að vakna hvort þetta sjónarhorn
sé ekki skakkt. Þetta mætti skýra með dæmi. Enginn efast um að Vesturlanda-
búar miðalda urðu fyrir miklum áhrifum frá Býsansmönnum og Aröbum í
suðri og austri, og þótt deilt sé um einstök atriði hafa menn fundið slík áhrif
í tónlist, bókmenntum, ýmsum öðrum listgreinum og jafnvel almennu hugar-
fari, svo ekki sé talað um heimspeki og vísindi. En engum manni dytti í hug að
túlka Vesturlandamenningu þessa tíma sem einfaldan anga út frá menningu
Býsans og kalífatsins. Það liggur í augum uppi að hana ber fyrst að rannsaka
í sínum ákveðna sérleik og líta svo á hvernig þessi framandi áhrif kunni að
fléttast inn í hann.
96
TMM 2005 • 3