Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 102
Bókmenntir þessara einstaklinga."9 Ef umfjöllunin á ekki að vera persónuleg, af hverju er þá talað um „veiðileyfi"? Þegar fyrirmyndir einstakra persóna eru eins augljósar og hér yfirgnæfir það almennu þættina, ekki verður annað séð en slúðurkennd gagnrýnin beinist að einstökum persónum. Ef ætlunin er að deila á viðskipta- lífið almennt missir ádeilan marks af þessum sökum. Infernó í ofbeldisheim 1 Svartur á leik eftir Stefán Mána er líka fjallað um bisnessmenn, sem ræða og skilgreina rækilega markaðinn, markhópa, framboð og eftirspurn (sjá t.d. bls. 107, 392, 394-395). En þeir starfa á öðrum vettvangi en gljástroknu banka- mennirnir í Dauðans óvissa tíma. Svartur á leik sver sig í ætt við fyrri skáldsögur Stefáns Mána að því leyti að aðalpersónurnar lifa í heimi sem er á einhvern hátt á skjön við það sem eðli- legast þykir. í Myrkravél er lýst skuggalegum hugarheimi, í Hótel Kaliforníu er fjallað um ungan mann búsettan úti á landi (sem virðist oft teljast afbrigði- legt), í Israel er aðalpersónan farandverkamaður og í Svartur á leik er komið að undirheimunum. Aðalpersónan er piltur sem heitir Stefán og er frá Ólafsvík en fluttur til borgar- innar, vinnur á bar, veit ekki alveg hvert hann ætlar, ólíkt þýsku sjóliðunum sem hann fylgist með við upphaf bókarinnar og „áttu sér líf, markmið, tilgang" (6). Stefán stendur á krossgötum í byrjun en leiðin sem hann velur þýðir að hann sogast inn í heim þar sem „sterkasta mantra í heimi“ er „FUCK YOU“ (331), ofbeldi og dóp af öllu tagi er yfir og undir og allt um kring, pillur af ýmsu tagi eru bruddar eins og sælgæti, jafnvel geymdar í pezkalli, amfetamín er sogið lát- laust upp í nefið eða því mokað í munninn með teskeið og skolað niður með gosi, bjór, kampavíni eða bara hverju sem til fellur, menn kæra sig kollótta hvort stun- ur í kvenfólki eru sprottnar af ánægju eða sársauka ... Stefán Kormákur Jónsson verður Stebbi psycho og lífið verður eitt allsherjar infernó við dúndrandi undir- leik Metallica, „trommutakturinn verður að hjartslætti í höfðinu ...“ (399) Stokkið er fram og til baka í tíma í bókinni og ekki fylgt föstum söguþræði fyrr en þá helst í seinni hlutanum. Tíminn allur er teygjanlegur og fljótandi, enda kemur gyðjan Kalí, „sem tortímdi sjálfum Tímanum“ (495) við sögu und- ir lokin, og ein persónan skilgreinir „núllstundina": Þegar maður framkvæmir brjálaða hluti, þá er stundum eins og tíminn stöðvist og allt verði óraunverulegt í kringum mann [...] Blóðið frýs í æðunum og það er eins og hægist á öllu í kringum mann, eins og þegar eitthvað er sýnt hægt í sjónvarpinu. Maður svífur um í svona tómi, eins og maður sé í frjálsu falli eða á kafi í vatni. (329-330) Tímaskynjun af þessu tagi endurspeglast víða í bókinni og þetta tal vekur hugrenn- ingatengsl við kúlutímann, „bullet time“, sem kvikmyndin Matrix gerði frægan. Sú mynd er mjög nálæg í bókinni, t.d. er horft á hana í einu atriðinu (373) og í öðru 100 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.