Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 102
Bókmenntir
þessara einstaklinga."9 Ef umfjöllunin á ekki að vera persónuleg, af hverju er þá
talað um „veiðileyfi"? Þegar fyrirmyndir einstakra persóna eru eins augljósar
og hér yfirgnæfir það almennu þættina, ekki verður annað séð en slúðurkennd
gagnrýnin beinist að einstökum persónum. Ef ætlunin er að deila á viðskipta-
lífið almennt missir ádeilan marks af þessum sökum.
Infernó í ofbeldisheim
1 Svartur á leik eftir Stefán Mána er líka fjallað um bisnessmenn, sem ræða
og skilgreina rækilega markaðinn, markhópa, framboð og eftirspurn (sjá t.d.
bls. 107, 392, 394-395). En þeir starfa á öðrum vettvangi en gljástroknu banka-
mennirnir í Dauðans óvissa tíma.
Svartur á leik sver sig í ætt við fyrri skáldsögur Stefáns Mána að því leyti að
aðalpersónurnar lifa í heimi sem er á einhvern hátt á skjön við það sem eðli-
legast þykir. í Myrkravél er lýst skuggalegum hugarheimi, í Hótel Kaliforníu
er fjallað um ungan mann búsettan úti á landi (sem virðist oft teljast afbrigði-
legt), í Israel er aðalpersónan farandverkamaður og í Svartur á leik er komið
að undirheimunum.
Aðalpersónan er piltur sem heitir Stefán og er frá Ólafsvík en fluttur til borgar-
innar, vinnur á bar, veit ekki alveg hvert hann ætlar, ólíkt þýsku sjóliðunum sem
hann fylgist með við upphaf bókarinnar og „áttu sér líf, markmið, tilgang" (6).
Stefán stendur á krossgötum í byrjun en leiðin sem hann velur þýðir að hann
sogast inn í heim þar sem „sterkasta mantra í heimi“ er „FUCK YOU“ (331),
ofbeldi og dóp af öllu tagi er yfir og undir og allt um kring, pillur af ýmsu tagi
eru bruddar eins og sælgæti, jafnvel geymdar í pezkalli, amfetamín er sogið lát-
laust upp í nefið eða því mokað í munninn með teskeið og skolað niður með gosi,
bjór, kampavíni eða bara hverju sem til fellur, menn kæra sig kollótta hvort stun-
ur í kvenfólki eru sprottnar af ánægju eða sársauka ... Stefán Kormákur Jónsson
verður Stebbi psycho og lífið verður eitt allsherjar infernó við dúndrandi undir-
leik Metallica, „trommutakturinn verður að hjartslætti í höfðinu ...“ (399)
Stokkið er fram og til baka í tíma í bókinni og ekki fylgt föstum söguþræði
fyrr en þá helst í seinni hlutanum. Tíminn allur er teygjanlegur og fljótandi,
enda kemur gyðjan Kalí, „sem tortímdi sjálfum Tímanum“ (495) við sögu und-
ir lokin, og ein persónan skilgreinir „núllstundina":
Þegar maður framkvæmir brjálaða hluti, þá er stundum eins og tíminn stöðvist
og allt verði óraunverulegt í kringum mann [...] Blóðið frýs í æðunum og það
er eins og hægist á öllu í kringum mann, eins og þegar eitthvað er sýnt hægt í
sjónvarpinu. Maður svífur um í svona tómi, eins og maður sé í frjálsu falli eða
á kafi í vatni. (329-330)
Tímaskynjun af þessu tagi endurspeglast víða í bókinni og þetta tal vekur hugrenn-
ingatengsl við kúlutímann, „bullet time“, sem kvikmyndin Matrix gerði frægan. Sú
mynd er mjög nálæg í bókinni, t.d. er horft á hana í einu atriðinu (373) og í öðru
100
TMM 2005 • 3