Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 103
Bókmenntir eru töflur réttar að Stefáni og hann látinn velja milli þeirra, þó ekki sé milli blárrar pillu og rauðrar eins og í kvikmyndinni. Ofbeldið sem gegnsýrir heiminn í bók- inni er aftur á móti í ætt við hrárri ofbeldismyndir en Matrix. Svartur á leik á það sameiginlegt með Dauðans óvissa tíma að samtölin eru oft stirð. Raunar er merkilegt hversu sjaldgæft virðist að íslenskir rithöfund- ar hafi eyra fyrir talmáli og samtölum, eða a.m.k. tekst þeim þá sjaldnast að láta það skila sér á pappírinn. Með stirðum samtölum á ég ekki við goðsagna- kennda orðræðu sumra persónanna í Svartur á leik en á þeirri forsendu varði Jón Yngvi Jóhannsson samtölin í grein í þessu tímariti fyrr á árinu.10 Orðfæri af slíkum toga þjónar tilgangi í bókinni þar sem menn máta sig við ýmis hlutverk, setja sjálfa sig á svið, lifa í skáidskap. Sem dæmi má nefna að æft er fyrir bankarán og hluti af „búningunum" geymdur fram að „lokaæfingu“ (423-424). Tóti, sem er dyravörður við upphaf bókarinnar, breytir hlutverka- skipaninni, setur sjálfan sig í aðalhlutverk þegar sögunni vindur fram og er meðvitaður um hlutverkaleikinn. f einni senunni setur hann upp skíðagrímu því þá „slökknar á sjálfinu og það er eins og maður sé dauðinn sjálfur“ (335). Við aðrar kringumstæður lítur hann á sig sem einhvers konar refsiengil og þyl- ur texta úr Opinberunarbókinni (316-317, 417). Samtöl sem innblásin eru af slíkum textum skipta máli í heildarsamhenginu. Lögfræðingurinn Victor snýr líka út úr frægum orðum á þennan veg: „Sá sem ekki lifir í skáldskap [...] hann lifir ekki af í undirheimum Reykjavíkur" (264). Venjulegu samtölin eru aftur á móti stirð að ástæðulausu, stirðleikinn þjón- ar t.d. engum tilgangi í yrðingum á borð við: „Ég tilkynnti Tóta um skuld og hvarfþessa Nemós ...“ (35-36). Óhófleg notkun á hátíðlegum orðum í því sem á að vera talmál er líka tilgangslaus, t.d. aðeins, starfa, greiða (þar sem nærri allir segja bara, vinna, borga ...) í byrjun virkar þetta að vísu trúverðugt fyr- ir aðalpersónuna, pilt sem reynir kannski að bera sig mannalega og virðast greindari en hann er - en til lengdar verður þetta of einhæft. En þótt samtölin séu stundum lífvana eru lýsingarnar það ekki, þær eru margar glæsilegar eins og þessi: Innyflin syntu í hringi í kviðarholinu og mér var flökurt en ég var of þreyttur til að geta ælt. Hver einasti vöðvi kraumaði og bólgnaði út eins og steik í heitum ofni, mér fannst þunnt og loftbólukennt blóðið streyma út um galopnar svita- holurnar í soðinni húðinni, það ískraði í beinunum, tungan bólgnaði upp og hlykkjaðist um eins og slanga í slímugum munninum. (300) Stefán Máni er flinkari í því sem gerist í hausnum á fólki en því sem sagt er og hann er flinkari í umhverfislýsingum og stemningu en framvindu. Þráður- inn í Svartur á leik er ekki alltaf nógu sterkur og ofgnótt ofbeldisins verður yfirþyrmandi á köflum - en reyndar þjónar það vissulega tilgangi og sýnir brenglað hugarfarið vel. Þegar líður á bókina styrkist söguþráðurinn, en líkt og í fyrri bókum Stefáns Mána fyllist textinn mestu lífi í smáatriðunum, jafnvel svo miklu lífi að lesandinn finnur næstum lykt og bragð. TMM 2005 • 3 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.