Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 110
Bókmenntir í síldinni fyrsta sumarið og móðirin geymir launin, raðar aurunum í stafla á kvöldin og engu má eyða svo hægt verði að ná saman endum um veturinn. Við baráttuna við fátæktina bætist svo baráttan við veðrið, og áhrifaríkar eru lýsingarnar á frostavetrinum mikla árið 1918 þegar hafís lá upp að ströndum Norðurlands langt fram á sumar. Meðan eldri börnin vinna úti sér yngsta systirin Karitas um heimilið, þvær, eldar og lítur eftir litla bróður sínum Pétri. Karitas hefur munninn fyrir neðan nefið og reynist búa yfir miklum fortölumætti þegar kemur að því að tala við ráðamenn þorpsins, og útvegar fjölskyldunni bæði mannsæmandi húsnæði til að búa í og kol til upphitunar yfir veturinn. Þegar þessum fyrsta hluta sögunnar lýkur hefur ekkjan komið sonum sínum í gagnfræðaskóla, elsta dóttirin, Halldóra, er útlærð ljósmóðir, sú næsta, Bjarg- hildur, er kvennaskólagengin og sú yngsta, Karitas, er á leiðinni í Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, kostuð af efnaðri frú í bænum sem hefur uppgötvað hæfileika hennar. Þegar annar hluti skáldsögunnar hefst hafa lið- ið fimm ár og Karitas er snúin aftur, útlærð í myndlist, og hyggst setja upp sýningu á verkum sínum í Reykjavík. En örlögin ætla henni annað hlutverk; hún fer í síldina á Siglufirði til að vinna sér inn peninga fyrir sýningunni, kynnist þar „fallegasta manninum á fslandi" og verður ólétt. Og án þess að hún komi nokkrum vörnum við er hún flutt austur á land þar sem hún verð- ur að hokra við lítil efni meðan maður hennar, Sigmar, dvelur langdvölum í öðrum héruðum og á sjónum. Við tekur mikil þrautaganga ungu listakon- unnar sem verður að lúta í lægra haldi fyrir því hlutverki sem náttúran hefur ætlað konum. Lýsing Kristínar Marju á hægu en öruggu sálrænu niðurbroti listakonunnar sem heyr sína glímu þar sem á takast kvenhlutverk og listþrá er gríðarlega áhrifarík og lýkur þessum hluta á risi sem hlýtur að senda hroll nið- ur eftir bakinu á hverjum lesanda - og kallast á við upphafsmynd bókarinnar sem áður er lýst. Þriðji og síðasti hluti bókarinnar gerist í Öræfasveit þar sem Karitas hefur verið komið fyrir með tvo syni sína í umsjá góðrar konu. Karitas hefur horft á eftir einu barni í gröfina og annað fóstrar Bjarghildur systir hennar, hrepp- stjórafrú í Skagafirði. Eiginmaðurinn er á bak og burt. Þegar þriðji hluti hefst hafa enn liðið mörg ár og Karitas hefur náð sér aftur á kjöl. En baráttan er síður en svo að baki og þegar eiginmaðurinn snýr aftur eftir þrettán ára fjarvistir fer aftur að hitna í kolunum. Hér verður ekki upplýst nánar um sögulok til að spilla ekki lestraránægju þeirra sem eiga eftir að lesa bókina, enda óvíst hvort um eiginleg sögulok sé að ræða. Ég fyrir mína parta vona svo sannarlega að Kristín Marja eigi eftir að skrifa framhald af skáldsögunni; að þetta sé aðeins fyrsta bindi stórrómansins um Karitas. Þótt hér hafi verið gefið yfirlit um efni skáldsögunnar er erfitt að koma í orð í hverju galdur hennar er helst fólginn. Þó má nefna nokkur atriði. 1 fyrsta lagi slá fáir samtímahöfundar Kristínu Marju við þegar kemur að kvenlýsingum. Það varð strax ljóst í fyrstu skáldsögu hennar Mávahlátri (1995): unglingsstúlkan Agga og amma hennar og frænkur, ekki síst sú sem kom frá „Amríku“, Freyja, 108 TMM 2005 • 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.