Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 113
Bókmenntir hjá hústökukommúnu á Norrebro. Sagan er ferðasaga án þess að vera það, ást- arsaga án þess að vera það, slarkrómantík án þess að vera það. Hún minnir helst á bækur tilvistarsinna sem ganga út á að finna grunnkennd þess að vera og tilganginn með lífinu, eins og Flökurleikinn eftir J.P. Sartre. Sú revíukennda staða kemur upp að báðar stelpurnar sem eru kærustuefni Þrándar koma til Kaupmannahafnar á sama tíma, og þó að það eigi að koma í veg fyrir að þær hittist, þá hittast þær, eins og í sönnum revíum. Söguþráðurinn þróast sem sagt út í íróníurómantíkurrevíu í lokin. III. Það stendur til að skilgreina tímana út frá sjálfum sér, en þá þarf að finna stað þar sem hægt er að standa og skoða sig og tímana utan frá. Leiðin er að skoða sjálfan sig jafnóðum í dagbók í nútíð og síðan aftur sömu stundir eftirá í þátíð, til að skoða tímana rækilega úr tveimur áttum út frá sjálfinu sem maður svo aftur er alveg heiðarlegur um. En heiðarleikinn reynist vandmeðfarnari en nítroglusserín því ekki er hægt að segja allt og felst lygin þá ekki í því sem mað- ur velur að sleppa? Hér vill höfundur allavega ekki sleppa banalítetum eins og rassgatinu sem hann er að athuga hvort fylgi manni um allan heim eða ekki, typpinu (sem minnst er á af svo stakri reglufestu í gegnum textann að það mætti vel skrifa um það ritgerð sem mjög sérstaka aukapersónu í sögunni), klósettferðum og slíku. En jafnvel það að muna rækilega eftir typpinu og taka fram hvernig getur gengið á klósettinu, alveg heiðarlega, virðist ekki skilgreina tímana að ráði, breytir engu um heimsmynd fjöldans. Rétt eins og aðrar slíkar ferðir verður klósettferðin í Hugsjónadruslunni nokkuð tíðindalaus og heim- urinn þýtur skeytingarlaus hjá í manísku æði sínu. Höfundurinn gerir sér ljóst að þó hann reyni að vera heiðarlegur og raunsær gagnvart sjálfum sér til að skilgreina tímana gengur það illa upp. í kafla 17, sem heitir Næsti kafli (eins og fleiri kaflar) og er í miðri bókinni segir: Ég/hann er aftur farinn að tala út um rassgatið á mér/sér. Tilgangslausir leikir. Leiknir til að maður skilji sjálfan sig betur. Sjái sig úr fjarlægð. Utanfrá. En það er lygi. Sé ekki sjálfan mig utanfrá. Get það ekki. Öðlast enga fjarlægð í 3. per- sónu. Kemst ekki út fyrir sjálfan mig. (Bls. 123) Bókin breytir nokkuð um tón eftir þetta, formið leysist dálítið upp, án þess þó að hætta að hvíla á sömu grunnstoðum. Aðferð bókarinnar hefur verið vísað á bug, samt er önnur leið ekki prufuð. Það er orðið ljóst að sannleikurinn um mig er ekki sannleikurinn um tímana, svo sjálfmiðaður útgangspunktur leiðir bara í óefni. En það óefni er ákveðið að rata í með því þó að klára sögu einstak- lingsins og afhjúpa hann í það minnsta eftir fremsta megni. En þetta reynist þrautin þyngri því aðalpersónan er á endanum ópólitískur pólitíker, órómant- ískur rómantíker, antíintelektúal intelektúal, sannleiksleitandi sem trúir ekki á sannleikann, firrtur nútímamaður sem fróar sér með ókunnugri konu á TMM 2005 • 3 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.