Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 116
Bókmenntir bók ekki síður „uppgjör við sósíalismann“ en margar aðrar skáldsögur frá síðari árum. Eins og oft nýtir Arnaldur glæpamálið og persónur þess til að varpa nýju ljósi á fastapersónurnar. Þannig koma í ljós óvænt tengsl Sigurðar Óla, sem er nútímalegur tæknihyggjumaður sem dáist mjög að Ameríku, við sósíalista þegar hann ræðst á eitt vitnið í málinu og fer að skamma hana fyrir skoðanir sínar. Þegar Elínborg atyrðir Sigurð Óla fyrir þessa hegðun og spyr hvað sé eiginlega að honum svarar hann þessu til: Æ, ég veit það ekki, sagði Sigurður Óli. Pabbi var svona kommi sem aldrei sá ljósið, sagði hann loks og það var í fyrsta sinn sem Elínborg heyrði hann nefna föður sinn á nafn. (271) Ef til vill má búast við frekari fróðleik um samskipti Sigurðar Óla við föður sinn í næstu bókum, altént er þetta áhugaverð viðbót við samskipti feðra og sona í sögum Arnaldar sem má líka greina út frá samskiptum Erlendar bæði við föður sinn og son. Meðferð Arnaldar á þessu sögulega efni er með miklum ágætum og honum tekst að lýsa umdeildum tímum á nærgætinn hátt. Stíll Arnaldar hefur þróast með hverri sögu og náð ákveðnum takti. Setn- ingar eru stuttar og hniðmiðaðar, mikið er um samtöl en reglulega er lýst inn í huga persóna þar sem segja má að lesandi fái skyndimynd af því sem brýst um í huga þeirra. Þannig fær lesandi örstutta innsýn í huga vatnamælingakon- unnar Sunnu sem finnur líkið þegar hún hringir í Neyðarlínuna til að tilkynna beinafundinn: — Já, ég er að tilkynna um beinafund, sagði hún. Það er hauskúpa með gati. Hún gretti sig. Fjandans þynnkan! Hver segir svona? Hauskúpa með gati. Hún mundi eftir frasanum tíeyringur með gati. Eða var það túkall? (8) Oft eru þessar skyndimyndir spaugilegar eins og í þessu tilfelli og gegna því hlutverki að brjóta upp tiltölulega rökræna frásögn. En þær varpa líka ljósi á persónurnar, einkum aðalpersónur sögunnar og fastapersónur í lögreglusög- um Arnaldar, Erlend, Sigurð Óla og Elínborgu. Samtölin skipta þar einnig miklu, til dæmis til að halda við spennunni á milli Sigurðar Óla og Erlendar sem er eitt af því sem myndar drifkraft lögreglusagna Arnaldar. Hún er dregin skýrt upp í þessu einfalda samtali þeirra félaga þegar þeir virða fyrir sér sendi- tækið sem bundið er við beinagrindina: — Honum hefur þá verið sökkt? sagði hann [Erlendur]. — Hann hefur varla gert þetta sjálfur, hrökk upp úr Sigurði Óla. Hann fer ekki hingað út á vatnið, bindur um sig eitthvert senditæki, tekur það í fangið, lætur sig detta á hausinn og passar að falla í vatnið svo hann hverfi örugglega. Það er þá bjánalegasta sjálfsmorð sögunnar. — Ætli þetta sé mjög þungt tæki? sagði Erlendur og reyndi að láta Sigurð Óla ekki fara í taugarnar á sér. (29) 114 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.