Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 128
Umræður Þorvaldur Þorsteinsson Vitlaust verk í síðasta hefti TMM birtist umsögn Sesselju G. Magnúsdóttur um dansleik- húsverk Helenu Jónsdóttur Open Source. Verkið er í raun eins og margradda gjörningur sem á tilvist sína öðru fremur undir vakandi nærveru og athygli áhorfandans. Eða eins og Páll Baldvin Baldvinsson sagði í dómi í DV: „Áhorf- endur verða að sjá það, þeir sem vilja fylgjast með nýnæmi í þróun sviðsverks- ins - sem hér væri nær að kalla rýmisverk.“ Sesselju er hins vegar ekki skemmt og verkið veldur henni miklum von- brigðum. Eða eins og hún orðar það: „Það vantaði listræna útfærslu frá hendi höfundar og markvissa uppbyggingu á verkinu í heild.“ Það veldur mörgum áhyggjum að þær kynslóðir sem nú eru á viðkvæmasta mótunarskeiði séu orðnar svo skyndaufar af spennu og djöfulgangi nútím- ans að það hafi litla þýðingu að bjóða þeim nokkuð annað til afþreyingar en hámarksáreiti. Að ungt fólk upplifi fyrir vikið ekki ríkidæmið í einfaldleikan- um, margbreytileikann í kyrrstöðunni eða ævintýrið í hversdagsleikanum. Sé orðið þrælar rangra viðmiðana og þekki ekki lengur eiginleika sína. En þetta reynsluleysi af hreinni upplifun og persónulegri sýn er fjarri því að vera einangrað við yngstu kynslóðirnar. Það er í raun eitt einkenni þeirra sam- félaga sem kenna sig við nútíma og framfarir. Birtist m.a. í virðingarleysi við umhverfi og náttúru, skilningsleysi á þörfum manna og skorti á heildarsýn. En umfram allt stendur vanhæfni okkar til að treysta eigin rödd í réttu hlutfalli við sáralitla sjálfsþekkingu og gerir hvers kyns gervimennsku að marktækri viðmiðun. Eitt mikilvægasta hlutverk listamanna við þessar aðstæður er að skapa útskot á veginum. Fá okkur til að staldra ögn við og uppgötva eitthvað innra með okkur sem annars glatast í hafaríinu. Þess vegna er mikilvægt að hvetja þá til dáða sem hafa kjark til að spila á fínlegustu strengi tilverunnar í verkum sínum. Listamenn sem treysta öðrum til að skynja fremur en skilja og njóta þess ríkidæmis sem felst í því að vera til staðar. í sviðslistum síðustu áratuga má finna ótal hrífandi dæmi um verk sem „bara eru“. Þar sem listamenn stilla sig um að skapa eitthvað „listrænt“ eða formsterkt til að dást að en opna þess í stað áhorfandanum leið inn í verkið með því að halda framvindu opinni og jafnvel óráðinni, fórna „glæsilegum“ 126 TMM 2005 ■ 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.