Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 88
Útdráttur Tilgangur: unglingsárin eru tími mikilla breytinga og áhættuhegðun algeng. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt klínískt skimunartæki sem nefnist hEiLung og ætlað er að meta heilbrigði unglinga í framhaldsskólum, bæði verndandi þætti og áhættuþætti/ áhættuhegðun og að skoða hagnýtt gildi þess. Aðferð: gerð var forprófun á hEiLung og tekin þrjú viðtöl við skólahjúkrunarfræðing um notkun tækisins. Skólahjúkrunarfræð - ingur í einum framhaldsskóla í reykjavík safnaði gögnum. Stuðst var við tilgangsúrtak og voru þátttakendur þeir nemendur sem leituðu til skólahjúkrunarfræðings til heilsueflingar vorið 2016. gerð var þáttagreining, fylgniútreikningar og tilgátuprófanir. Viðtöl við skóla- hjúkrunarfræðinginn voru skráð og greind eftir fyrirframákveðnum efnisþáttum. Niðurstöður: Þátttakendur voru 68 nemendur á aldrinum 15–20 ára; meðalaldur 17,9 ár, 76% voru stúlkur og 24% piltar. Þáttagreining leiddi í ljós tvo þætti: sjálfsmynd og sjálfstrú, en ekki reyndist unnt að þáttagreina áhættuþætti/áhættuhegðun. innra samræmi þátta- greiningarinnar reyndist vera yfir α=0,8 fyrir báða þættina. fylgni var á milli þáttanna sjálfsmyndar og sjálfstrúar en ekki á milli vernd- andi þátta og áhættuþátta/áhættuhegðunar. niðurstöður renna stoðum undir hugsmíðaréttmæti verndandi þátta. Viðtöl við skóla- hjúkrunarfræðing gáfu til kynna að skimunartækið væri auðvelt í notkun og að það gæfi heildrænni mynd af heilbrigði unglingsins en hefðbundin viðtöl. Ályktanir: forprófunin gefur góðar vísbendingar um áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti skimunartækisins hvað varðar verndandi þætti en þörf er á því að prófa það áfram og leggja fyrir stærra úrtak til að skoða betur áhættuþætti og áhættuhegðun. Skimunartækið er auð - velt í notkun og gefur heildræna mynd af heilbrigði unglingsins. Lykilorð: unglingar, heilsa unglinga, verndandi þættir, áhættuþættir, áhættuhegðun, skimunartæki. Inngangur unglingsárin eru tími mikilla breytinga á líkamlegum, félags- legum og sálrænum þroska (Salerno o.fl., 2012). Þar tekst ung- lingurinn á við ný viðfangsefni, prófar nýja hluti og eykur þekkingu sína á heiminum (Leather, 2009). Við það getur lífs- stíll og heilsutengd hegðun hans breyst, þar með talin áhættu- hegðun (Brassai o.fl., 2011). Þegar unglingar útskrifast úr grunnskóla og hefja nám í framhaldsskóla verða ákveðin þátta- skil. námið verður meira krefjandi og áhættuhegðun eykst en sýnt hefur verið fram á að áfengisneysla eykst mjög meðal fyrsta árs nema í framhaldsskólum á Íslandi (rannsóknir og greining, 2014). Þessar fjölbreyttu og hröðu breytingar geta aukið varnarleysi unglinga (Deković, 1999) og því er mikilvægt að skólahjúkrunarfræðingar skimi eftir þáttum sem skipta heilbrigði þeirra máli. Til að efla heilbrigði unglinga þarf að efla verndandi þætti í lífi þeirra og sporna gegn áhættuþáttum sem geta ýtt undir áhættuhegðun og stuðla þannig að seiglu. Seigla (e. resilience) á við um það ferli þar sem einstaklingur vinnur sig á jákvæðan hátt í gegnum neikvæð áhrif áhættuþátta (ahern, 2006; fergus og Zimmerman, 2005) og sameinar hugtakið því verndandi þætti (e. protective factors) og áhættuþætti (e. risk factors) í lífi unglinga. Líkan rew og horner (2003) um seiglu ung- menna, Youth resilience framework, leggur áherslu á hvernig verndandi þættir og áhættuþættir, hjá ungmennunum sjálfum og í samfélaginu, hafa áhrif á þroska þeirra. Dæmi um vernd- andi þætti eru sterk sjálfsmynd (e. self-concept), mikil sjálfstrú (e. self-efficacy), gott gengi í skóla og andlegt og líkamlegt heil- brigði (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2016). Áhættuþættir eru meðal annars lélegt gengi í skóla, andleg vanlíðan og veik sjálfs - mynd (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2016). Sjálfsmynd og sjálfstrú eru hugtök sem iðulega er horft á saman en há fylgni á milli þeirra bendir til þess að hugtökin séu angar af sömu hugsmíðinni (e. construct) (judge o.fl., 2003). 88 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 arna garðarsdóttir, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Brynja Örlygsdóttir, háskóla Íslands guðný Bergþóra Tryggvadóttir, háskóla Íslands Sóley S. Bender, háskóla Íslands Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: Forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG Nýjungar: hEiLung mælir bæði verndandi þætti og áhættu - þætti/áhættuhegðun. Hagnýting: hEiLung er áreiðanlegt og réttmætt varðandi verndandi þætti. Þekking: hEiLung gefur heildrænar upplýsingar. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: hEiLung er auðvelt í notkun. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.