Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 92
(M=3,39, SD=0,94). Ekki var munur á meðaltölum þeirra sem sögðu líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða og þeirra sem töldu hana verri fyrir sjálfsmyndarþáttinn og sjálfstrúarþáttinn en niðurstöður gáfu vísbendingar um að þeir sem álitu líkam- lega heilsu sína mjög góða eða góða fengu fleiri stig fyrir þá þætti. Áhættuþættir eða áhættuhegðun Þegar breytur sem mældu áhættuþætti og áhættuhegðun voru skoðaðar kom í ljós að dreifing svara var ekki nægjanleg og því ekki unnt að þáttagreina þær. Áhættuþættir og áhættu- hegðun var því skoðuð nánar með fylgniprófum og óháðum t-prófum. fylgnipróf á milli áhættukvarða, sjálfsmyndarþáttar, sjálfstrúarþáttar, gengis í skóla, andlegrar heilsu og líkamlegrar heilsu sýndu neikvæða (p<0,05) fylgni á milli áhættukvarðans og andlegrar (r=-0,306) og líkamlegrar heilsu (r=-0,305). fylgni á milli áhættukvarðans og sjálfsmyndarþáttar, sjálfstrúarþáttar og gengis í skóla var ekki marktæk. niðurstöður t-prófa (tafla 5) sýndu að þeir sem álitu gengi sitt í skóla verra en hinir (M=5,25, SD=2,11) fengu fleiri stig (p<0,01) á áhættukvarða en þeir sem töldu gengi sitt betra (M=3,58, SD=2,23). Þeir sem töldu andlega heilsu sína verri (M=5,16, SD=2,14) fengu fleiri stig (p<0,05) á áhættukvarða en þeir sem töldu hana betri (M=3,88, SD=2,33). Það sama mátti sjá þegar líkamleg heilsa var skoðuð en þeir sem álitu líkamlega heilsu sína verri en hinir (M=6,09, SD=1,76) fengu fleiri stig (p<0,01) á áhættu - kvarða en þeir sem töldu líkamlega heilsu sína betri (M=3,88, SD=2,24). Hagnýting skimunartækisins HEILUNG Áður en rannsóknin hófst fólst vinna skólahjúkrunarfræðings í því að taka á móti nemendum, meta erindi þeirra og aðstoða þá við að leysa úr þeim. rannsóknin var því þess eðlis að skóla- hjúkrunarfræðingur þurfti að einhverju leyti að breyta vinnu- lagi sínu. Breytilegt var hvenær skimunartækið hEiLung var lagt fyrir nemanda, fyrir eða eftir hefðbundið viðtal. Skóla- hjúkrunarfræðingi fannst auðvelt að leggja það fyrir, það tók yfirleitt stuttan tíma og nemendur voru jákvæðir gagnvart því og rannsókninni. almennt fannst nemendum spurningar á hEiLung vera skýrar en þó vöknuðu nokkrar spurningar um einstaka orðalag, eins og að orðin áhyggjufullur og spenntur ætti ekki að flokka saman því merking þeirra væri ólík. Skóla- hjúkrunarfræðingur átti auðvelt með að skima svör nemenda með það að markmiði að koma auga á hugsanlega áhættu - þætti/áhættuhegðun. hann taldi notkun á hEiLung gefa meiri upplýsingar en hefð bundið viðtal, til dæmis varðandi tóbaksnotkun, samskipti við jafningja og andlega líðan. Þannig gæfi það heildrænni mynd af heilbrigði unglinga. hann taldi því skimunartækið gagnlegt og auðvelt í notkun. Umræða Skimunartækið hEiLung er nýtt og hefur ekki verið for- prófað áður. niðurstöður forprófunar lofa góðu varðandi áreiðanleika og réttmæti skimunartækisins, einkum varðandi verndandi þætti. Við þróun þess var jafnframt stuðlað að innra réttmæti þess (Sóley S. Bender, 2019). hins vegar voru niður - arna garðarsdóttir, brynja örlygsdóttir, guðný bergþóra tryggvadóttir, sóley s. bender 92 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Tafla 4. Munur á meðaltölum á þáttunum sjálfsmynd og sjálfstrú eftir gengi í skóla, mati á andlegri og líkamlegri heilsu fjöldi Meðaltal Staðalfrávik t df p Gengi í skóla Sjálfsmynd Mjög vel / vel 37 4,09 0,60 1,83 64 0,071 nokkuð vel / fremur illa 29 3,77 0,84 Sjálfstrú Mjög vel / vel 37 3,99 0,59 3,32 51 0,002** nokkuð vel / fremur illa 30 3,40 0,82 Mat á andlegri heilsu Sjálfsmynd Mjög góð / góð 45 4,11 0,66 2,77 65 0,007** Sæmileg / léleg 22 3,60 0,77 Sjálfstrú Mjög góð / góð 45 3,90 0,59 2,30 30 0,029* Sæmileg / léleg 22 3,39 0,94 Mat á líkamlegri heilsu Sjálfsmynd Mjög góð / góð 55 4,02 0,75 1,90 65 0,062 Sæmileg / léleg 12 3,58 0,54 Sjálfstrú Mjög góð / góð 56 3,77 0,71 1,15 66 0,255 Sæmileg / léleg 12 3,50 0,90 a) Í spurningu um gengi í skóla voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög vel og vel og síðan nokkuð vel og fremur illa. b) Í spurningum um andlega og líkamlega heilsu voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög góð og góð og síðan sæmileg og léleg. * Marktækni við p<0,05 ** Marktækni við p<0,01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.