Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 100

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 100
Tölfræðileg úrvinnsla Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins. reiknað var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir samfelldar breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Til að greina svör þátttakenda um mat á eigin hæfni var mælt með sömu reglustiku hvar þeir merktu á sjónmatskvarðann (á bilinu 0- 10 cm) og gildið skráð með einum aukastaf. útbúnar voru breytur fyrir heildarlista og alla sjö hæfniþætti hans. reiknað var meðaltal svara fyrir heildarlista og hvern hæfniþátt, bæði í a- og B-hluta. Lágt meðaltal gefur til kynna litla hæfni (a- hluti) eða að atriðið sé sjaldan framkvæmt (B-hluti). Til að kanna nánar hvar úrbóta er þörf var miðað við miðgildi (7,2) heildarlistans og lýst í hvaða einstaka hæfniverkefnum ≥ 50% hjúkrunarfræðinga meta hæfni sína vera undir því gildi. Til að kanna mun á mati hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni eir starfsaldri var þátttakendum skipt í 2 hópa, þá sem höfðu allt að 10 ára starfsreynslu (n=28) og svo 10 ára starfsreynslu eða meira (n=36). Sú skipting byggist á Takase (2013) um að mestar framfarir í hæfni eigi sér stað fyrstu 10 árin í starfi. Meðaltöl hæfni fyrir hvern hæfniþátt voru borin saman við bakgrunnsbreytur með stikuðum prófum: t-prófi og einhliða dreifigreiningu þar sem gögnin voru normaldreifð. Línuleg ölbreytuaðhvarfsgreining (enter) var gerð til að finna hvaða breytur höfðu sjálfstæð áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar mátu heildarhæfni sína. Miðað var við marktektarmörk p< 0,05 og gögnin voru greind með SPSS, útgáfu 24 (iBM SPSS Statistics, útgáfa 24.0. armonk, nY: iBM Corp.). Niðurstöður 155 hjúkrunarfræðingar uppfylltu skilmerki rannsóknarinnar og var svörun 42% (n=66). rúmlega helmingur þátttakenda hafði meira en 10 ára starfsaldur í hjúkrun (sjá töflu 2). Starfs- reynsla á núverandi deild var að meðaltali 7,2 ár (sf 3,4, spönn < 1 til 28). Meirihluti (70%) þátttakenda starfaði á legudeild, og um tveir þriðju voru í 70% starfshlutfalli eða meira. rúm- lega helmingur þátttakenda var í starfslýsingu D eða E og 28% hafði framhaldsnám/viðbótarnám að loknu prófi í hjúkrun- arfræði. Þátttakendur endurspegla þýðið hvað ofangreinda þætti varðar en meðalstarfsaldur þeirra sem fengu spurninga- listann aentan var 20 ár, 68% þeirra höfðu yfir 10 ára starfs- reynslu, 72% störfuðu á legudeild og 28% höfðu skráð fram - haldsnám/viðbótarnám að loknu grunnnámi í hjúkrunar - fræði. Skipting þeirra í starfslýsingar var sem hér segir: a: 7%, B: 18%, C: 19% og D/E: 57%. Mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni Þátttakendur mátu heildarhæfni sína að meðaltali 7,2 (sf 1,1), mesta í hæfniþættinum umönnun og minnsta í tryggingu gæða (sjá töflu 1). Miðgildið var líka 7,2. Mynd 2 sýnir 22 atriði iS-nCS þar sem helmingur hjúkrunarfræðinga eða fleiri mat hæfni sína undir miðgildi heildarhæfni. Myndin sýnir að yfir 80% hjúkrunarfræðinga meta hæfni sína undir miðgildi heild- arhæfni við atriðið að skipuleggja viðrunarfundi eir neyðar- tilvik og 50% þeirra meta hæfni sína undir miðgildi hvað varðar atriðið að greina þarfir aðstandenda fyrir tilfinninga- legan stuðning. almennt má segja að atriðin lúti helst að þróun hjúkrunar og mati á árangri hennar, þar með talið fræðslu sjúklinga og aðstandenda. Tengsl hæfniþátta og hversu algengt er að hjúkrnarfræðingar sinni atriðum hæfniþáttar Meðaltöl og staðalfrávik fyrir hversu algengir ýmsir hæfni - þættir eru í störfum hjúkrunarfræðinga eru sýnd í töflu 1. fylgni var á milli hæfni hjúkrunarfræðinga innan hvers hæfni - þáttar og hversu algengt er að þeir sinni atriðum hæfniþáttar- ins. Þetta samband var marktækt (p< 0,001) í öllum hæfni- þáttum, sterkast í tryggingu gæða (r=0,621), hjúkrunaríhlut- unum (r=0,546) og umönnun (r=0,526), en veikara í starfs- hlutverki (r=0,467), kennslu- og leiðbeinendahlutverki (r= 0,456) og stjórnun á aðstæðum (r=0,443). brynja ingadóttir, hrund sch. thorsteinsson, herdís sveinsdóttir, katrín blöndal 100 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Tafla 2. Bakgrunnur þátttakenda (n= 66) Bakgrunnsbreytur* M (sf) Mg n (%) Starfsaldur á núverandi deild (ár) 7,2 (3,4) 5,5 ≤ 5 ár 31 (49,2) 5,01–10,0 ár 17 (27,0) 10,01–15,0 ár 9 (14,3) 15,01–20,0 ár 4 (6,3) > 20 ár 2 (3,2) Starfsaldur við hjúkrun (ár) 16,5 (12,2) 17,0 ≤ 5 ár 17 (26,6) 5,01-10,0 ár 11 (17,2) 10,01-15,0 ár 2 (3,0) 15,01-20,0 ár 14 (21,9) > 20 ár 20 (31,3) Starfshlutfall ≤ 70% 22 (33,8) > 70% 43 (66,2) Starfslýsing a 4 (6,5) B 11 (17,7) C 12 (19,4) D/E 35 (56,4) Tegund deildar Legudeild 44 (69,8) Dag- eða göngudeild 19 (30,2) framhaldsnám/viðbótarnám að loknu prófi í hjúkrunarfræði? já 19 (30,2) nei 44 (69,8) * Þar sem n nær ekki heildarölda vantar svör
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.