Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 Málstofa um fiskeldi sem HÍN stóð fyrir í Öskju 25. mars 2019 var fjölsótt. Ljósm. Margrét Hugadóttir. ungar en mestu munar um hraða internetsins og tilkomu samfélagsmiðla. Eldri kynslóðir hafa vanist því að starfa í frjálsum félagasamtökum sem eru rekin með innheimtu félagsgjalda, og vilja gjarnan fá lesefni í prentuðu formi heim í hús. Fólk af yngri kynslóðum hefur aðrar óskir og er síður viljugt að greiða fyrir félagsaðild eða fræðsluefni, hvað þá að lesa langan texta. Breytileiki í þessum efnum verður þó ekki einungis skýrður með kynslóðamun. Þekkt er að fólk nýtir ólíkar leiðir til náms og við að tileinka sér nýtt efni, og það hentar ekki öllum að lesa greinar á prenti. Nú á dögum eru ekki skörp skil milli fræðasamfélagsins og almennings sem hefur áhuga á málefnum náttúrunnar. Fólk hefur aðgang að efni af ýmsu tagi enda aðgengi að fróðleik aldrei meira en nú. Margir áhugamenn hafa lesið sér mikið til um einstök málefni og jafnvel orðið leiðandi sérfræðingar á sínu áhugasviði. Á upphafsárum útgáfu Náttúrufræðingsins var ekki að finna marga miðla af þessu tagi hérlendis og efnistök í tímaritinu voru fjölbreytt, allt frá almennri dýrafræði, grasafræði og jarðfræði til efnafræði og læknis- fræði. Nú fjalla fjölmörg félagssam- tök og stofnanir um náttúrufræði og umhverfisvernd, og fer sú umfjöllun saman við hugðarefni félaga HÍN. Á hinn bóginn birta vísindamenn greinar sínar æ meir á sérfræðilegum alþjóð- legum vettvangi, fyrst og fremst á ensku. Við í HÍN þurfum að skoða hvernig við getum sem best komið til móts við ólíkar þarfir fagmanna og áhugamanna og finna leiðir til að auka nýliðun innan okkar raða. Okkur er mikið í mun að félagið okkar lifi áfram til að þjóna komandi kynslóðum án þess að tapa gildunum um fagmennsku við miðlun þekkingar. 130 ÁR Eins og áður sagði stendur félagið okkar nú á 130 ára tímamótum og næsta ár verður tímaritið nírætt. Þetta er í rauninni mikið úthald og varla hægt annað en að fyllast aðdáun á því fólki sem hefur haldið uppi þessu merka starfi í félaginu og við útgáfuna. Ekkert lifir að eilífu, segja sumir, og allt breytist, segja aðrir. Hvort tveggja er rétt en það er erfitt fyrir okkur að sjá langt fram í tímann og setja markmið fyrir fram- tíðarkynslóðir. Því fer betur á því að vera raunhæf. Við skulum skora á okkur sjálf að sjá til þess í næsta áfanga að félagið okkar nái 150 ára aldri og að útgáfa Nátt- úrufræðingsins nái 100 árgöngum. Ekk- ert ætti að koma í veg fyrir framhald á vandaðri útgáfu tímaritsins í þann tíma og lengur. Aðrir taka svo við og setja ný markmið – aðalatriðið er að halda áfram að vinna að markmiðum félagsins og útgáfunnar. Þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. Vel getur farið svo að félagið starfi með öðrum hætti í framtíðinni og að tímaritið breyti um snið í takt við miðlun næstu áratuga. Miklu skiptir að undirbúa slíkar ákvarð- anir sem best, svo sem með því að kanna vilja félaga og lesenda og greina þarfir og markhópa. Þetta verður best unnið með virkri þátttöku þeirra sem kunna og vilja leggja sitt af mörkum. Ester Rut Unnsteinsdóttir formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.