Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 80 Notar fyrirtækið Isteka blóðið við fram- leiðslu frjósemislyfs fyrir svín og sauðfé. Þar sem slík stóð er að finna eru á stöku stað höfð saman nokkrir stóðhestar, hryssur og afkvæmi í stórum girðingum og hafa verið þar í mörg ár. Þar ver hver stóðhestur sinn fjölskylduhóp gagnvart hinum stóðhestunum og náttúrulegt félagskerfi myndast (1. og 2. mynd).8,9 Þetta fyrirkomulag er þó óvenjulegt. Oftast eru ákveðnir stóðhestar settir með hryssum sem þeim er ætlað að fylja það árið. Yfirleitt eru 10–30 folaldshryssur settar í girðingu með einum stóðhesti á svokölluðum gangtímabilum á sumrin. Hryssurnar eru langoftast kastaðar og folöldin orðin að minnsta kosti nokkurra daga gömul, en stundum eru þær komnar að því að kasta. Folöldin eru með hryss- unum í hólfinu en engin trippi eru í slíkum hópum. Víða erlendis er mun algengara að hryssa sé leidd til stóðhests (e. hand breeding) eða frjóvguð með aðkomnu sæði. Þær aðferðir tíðkast í einhverjum mæli hér á landi, einkum fyrst á vorin. Munurinn á hópum í stóðhesta- girðingu og fjölskylduhópum villtra hesta er fyrst og fremst stöðugleikinn. Þegar hryssur eru settar með stóðhesti tímabundið til að fyljast koma hryss- urnar úr ýmsum áttum og þekkjast ekki. Slíkir hópar teljast því hafa lítinn stöð- ugleika (sjá síðar). Hrossaeigendur halda hópa sem eru samsettir á ýmsan hátt og oft ólíkir hinu náttúrulega kerfi. Hér á landi eru stærstu hóparnir norðanlands. Þar eru hryssur reknar á fjall yfir sum- arið og fram á haust ásamt folöldum og trippum, og stundum geldingum. Hross notuð til reiðar eru oft saman í hópum og eru í þeim einungis hryssur og geldingar. Trippin eru ýmist haldin sér eða höfð með eldri hrossum. Stundum eru folaldshryssur í sérhópum með ungum afkvæmum sínum, og líka þekkist að trippi og geldingar séu með folaldsmerunum. Ógeltir ungfolar eru hafðir saman og stundum eru með þeim eldri geldingar eða eldri stóðhestur, einn eða fleiri. Góð samskipti eru grundvallarat- riði hjá félagslyndum dýrategundum þar sem einstaklingarnir finna sinn sess í samfélaginu og mynda tengsl. Það er hagur allra og hefur mikið aðlögunargildi að halda ró í hópnum. Búast má við að náttúrulegt val hafi ýtt undir þróun hegðunar sem lágmarkar kostnaðinn við að vera saman í hópi.10 Kostnaður vegna samkeppni kemur meðal annars fram í átökum (3. mynd) og slysahættu. Sumir félagslyndir grasbítar, einkum klauf- og hófdýr, sýna mikla samheldni við að verjast rándýrum, bæði beint og óbeint, þá með því að vara við hættu. Meðal sumra tegunda þekkist það t.d. að kvendýr fá aðstoð við að verja afkvæmi sitt frá öðrum úr hópnum.10 Slík hegðun er vel þekkt meðal hrossa. Meðal hesta myndast virðingarröð, líkt og algengt er hjá félagslyndum tegundum. Slíkt fyrirkomulag er talið lágmarka átök.3 Einstaklingar sem þekkja sína stöðu þurfa ekki alltaf að vera að metast við aðra innan hópsins, 2. mynd. Stóðhesturinn í fjölskylduhópi T (sjá 1. töflu) að fylja hryssu í stóðinu sínu. Folöld fylgjast með. – The stallion in group T in Sel, Land- eyjar, copulating with one of his mares. The foals observe with interest. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir 2007, Sel, A-Landeyjar, S-Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.