Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 18
Náttúrufræðingurinn 90 0 1 2 3 T íð ni /k ls t. R at e/ ho ur Hópur / Group A B C D F G H I J K L M N O P Q R S T U 0 1 2 3 4 5 T íð ni /k ls t. R at e/ ho ur Hópur / Group A B C D F G H I J K L M N O P Q R S T U 12. mynd. Kassaritin sýna dreifingu á tíðnitölum einstaklinga á klst. fyrir árásargirni og undirgefni (sjá skýringu við 10. mynd) í hópunum 20. Lýsingar á hópum eru gefnar upp í 1. töflu. Einn mjög árásargjarn hestur (8,3/klst. í hópi O) fellur utan myndar en er með í útreikningum. – Boxplots showing the distribution of individual behavioural frequen- cies (per hour) for aggression and submission in the 20 group. Description of groups are given in Table 1. The aggression frequency (8.3/h) from one outlier is not shown but was included in the analysis. 3. tafla. Tölurnar sýna fylgni (Spearman rho-skali 0–1) á milli miðgildis allra 20 hópanna (sjá 1. töflu) fyrir árásargirni, sýnda undirgefni og að kljást, og breytna sem gefnar eru upp í dálkum. Hver hópur hafði sitt gildi fyrir hverja breytu. Jákvæð fylgni er sýnd með bláum lit. Eftir því sem liturinn er dekkri er fylgnin sterkari. Neikvæð fylgni er sýnd með mínus (-) og rauðum lit. Marktæk fylgni (p< 0,05) næst við 0,36. – Spearman rank-order correlations (rho) of all group level variables with group medians of individual frequencies (per hour) of aggression, submission and allogrooming for the 20 groups. Significance is reached (p< 0.05) at values of 0.36. The colour coding is employed to facilitate the visualization of the strength of correlations. Stöðugleiki Group stability Stærð haga Size of pasture Hlutfall karldýra Proportion of males Hlutfall fullorðinna Proportion of adults Fjöldi folalda No of foals Stærð hóps Group size Þéttleiki Density Fjöldi vina No of friends Árásarhneigð Aggression -0,54 -0,1 0,48 -0,1 -0,86 -0,37 0 -0,18 Undirgefni sýnd Submission -0,45 -0,16 0,5 -0,18 -0,87 -0,29 0,06 0 Kljást Allogrooming -0,25 -0,03 0,06 -0,55 -0,32 -0,64 -0,13 -0,38 Árásarhneigð og undirgefni voru að mestu óháð aldri, nema að því leyti að allra elstu hrossin (yfir 20 vetra) virðast vera árásargjarnari en yngri hross (10. mynd). Munur á kynjum var lítill. Karl- kynið virðist þó vera árásargjarnara og eftirgefnara en kvenkynið (11. mynd). hóPar Mikill breytileiki var í því hve árás- argjörn og undirgefin hrossin voru (12. mynd). Hópar A og B einkenndust af hárri samskiptatíðni miðað við aðra hópa. Í þessum hópum voru níu eins vetrar trippi (1. tafla). Á 12. mynd sést að aðeins í einum hópi (D), sem var án stóðhests, voru hrossin að jafnaði álíka friðsöm og í hópunum þar sem stóð- hestur var til staðar (P, Q, R, S, T, U). Í þessum hópi voru fullorðnar og ungar hryssur, 14 ung folöld og geldingar (mest trippi) (1. tafla). Hversu mikið hestarnir kljást var aftur á móti svipað í hópunum, nema hjá eins vetra trippunum (A og B). Þar eru miðgildin mun hærri (13. mynd). Niðurstöður fylgnigreininga eru sýndar í tvennu lagi: annars vegar fyrir alla 20 hópana (3. tafla) og hins vegar fyrir hópana 14 sem voru án stóðhests (4. tafla). Þegar fylgnitölurnar eru skoðaðar virðast tengslin á milli þáttanna sem gefnir eru upp í dálkunum við það hversu mikið hrossin kljást vera mjög svipuð í báðum töflum. Tengslin eru mest við stærð hópa og samsetningu með tilliti til aldurs. Því stærri sem hóparnir eru, þeim mun minna kljást þau. Sterkt neikvætt samband (marktækt rho-gildi) er einnig á milli tíðni þess að kljást og hlutfalls fullorðinna (3. og 4. tafla). Það sama gildir þegar tengsl við fjölda vina eru skoðuð (3. og 4. tafla). Svo til öll hrossin áttu að minnsta kosti einn vin. Vinafjöldinn var misjafn (mestur 7) en að meðaltali áttu þau 2–3 vini. Fylgniprófið sýnir að eftir því sem vinafjöldinn eykst kljást hrossin minna (3. og 4. tafla). Stöðugleiki hópsins tengist einnig því hversu oft hrossin kljást. Í óstöðugum hópum kljást hrossin meira. Fylgnin er marktæk í hópum án stóðhests (4. tafla). Tegund hóps / Group type: Hópur með stóðhesti Group with a stallion Hópur án stóðhests Group without a stallion Trippahópur Subadult group Sýnd árásargirni Aggression Sýnd undirgefni Submission

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.