Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 99 1. mynd. Mismunandi aldurshópar (~1–13 ára) sumargotssíldar úr Breiðamerkurdýpi í rannsóknarleiðangri rannsóknarskipsins Bjarna Sæmunds- sonar í nóvember 2019. – Different age groups (~1–13 years) of Icelandic summer-spawning herring from Breiðamerkurdýpi caught by RV Bjarni Sæmundsson in November 2019. Ljósm./Photo: Guðmundur J. Óskarsson. INNGANGUR Á seinni hluta sjöunda áratugarins og í byrjun hins áttunda varð hrun í fjölmörgum síldarstofnum í Norður- Atlantshafi (Clupea harengus; 1. mynd) og í Kyrrahafssíld (Clupea pallasii).1 Hrunið hefur verið rakið til ofveiði á kynþroska hluta stofnanna,2–4 ofveiði á ungviði5 og óhagstæðra umhverfisskil- yrða sem höfðu neikvæð áhrif á nýliðun.2 Á meðal þessara síldarstofna eru þrír sem var að finna á miðunum í kringum Ísland, íslensk sumargotssíld (sumargotssíld), íslensk vorgotssíld (vorgotssíld) og norsk-íslensk vorgots- síld (norsk síld). Stofnstærð sumargots- síldar fór að rétta úr kútnum strax upp úr miðjum áttunda áratugnum,2 stofn- stærð norsku síldarinnar fór fyrst að vaxa þegar stór árgangur frá 1983 byrj- aði að ganga inn í hrygningarstofninn við fjögurra ára aldur,5 en vorgotssíldin hefur ekki enn náð sér á strik (2. mynd). Þegar tekið er tillit til þess hve langt er síðan vorgotssíldarstofninn hrundi er eðlilegt að spyrja um afdrif hans og hvort hann sé ef til vill ekki lengur að finna á Íslandsmiðum. Vorgotssíldin hrygndi á sömu slóðum og sumargotssíldin hrygnir á, þ.e. á ákveðnum blettum grunnt út af Suðaust- urlandi, Suðurlandi og Suðvesturlandi.6,7 Þá var eitt aðalhrygningarsvæði vorgots- síldar talið vera í nánd við þær slóðir sem Surtsey reis úr sæ og gosið þar árið 1964 hafði líklegast áhrif á hrygningu stofns- ins.8 Þessi hrygningarsvæði einkennast jafnan af grófu seti, venjulega sand- og malarblöndu,9 og límir síldin eggin við setið. Hrygning vorgotssíldar átti sér stað í mars-apríl,10 en meginhrygning sumargotssíldar fer fram upp úr miðjum júlí og fram í fyrri hluta ágústs.11 Utan við hrygningartíma stofnanna skar- aðist útbreiðsla þeirra verulega, bæði á fæðuslóð (allt í kringum Ísland en mest vestanlands) og vetursetustöðvum (vestan- og sunnanlands).10 Vegna þessa áþekka dreifingarmynsturs voru þessir stofnar gjarnan veiddir saman, einkum fyrir sunnan og vestan land á haustin og veturna2 (sjá rammagrein á bls. 102). Veiðar á íslenskri vorgotssíld og sum- argotssíld á árunum fyrir hrun (~1950– 1970) hefur Jakob Jakobsson rakið2 (3. mynd). Á fyrrihluta sjötta áratugarins var hlutfall stofnanna í veiðunum nokkuð jafnt. Það breyttist hins vegar undir lok áratugarins og í byrjun hins sjöunda þegar afli vorgotssíldar jókst verulega við það að stór hluti stofnsins nýtti miðin norður af Íslandi til fæðunáms.10 Þar var vorgotssíldin veidd í bland við norsku síldina sem veiðarnar beindust að. Hér verður að hafa þann fyrirvara að aðgreining milli vorgotssíldar og norsku síldarinnar var ekki auðveld og sennilega töluverð óvissa þar um. Stofnarnir voru greindir út frá meðalfjölda hryggjarliða sílda í sýni12 (ekki var hægt að greina þannig milli einstaklinga) en einstak- lingar út frá útliti vaxtarhringja í hreistri þeirra.13 Á haustin leitaði norska síldin austur fyrir Ísland á vetursetustöðvar sínar. Vorgotssíldin fór á hinn bóginn suður fyrir Ísland þar sem hún blandað- ist við sumargotssíldina og varð því fyrir frekari veiðum þar. Veiðar á vorgotssíld náðu hámarki árið 1962 (279 þús. tonn) en árið 1965 hjá sumargotssíldinni (123 þús. tonn). Í kjölfarið minnkaði afl- inn (3. mynd) samfara því að stofnarnir fóru minnkandi, sem endaði með hruni beggja stofna í lok áratugarins (2. mynd).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.