Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2019, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 102 0 5 10 15 20 25 30 35 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 04 06 08 10 12 14 16 Ár / Year H lu tf al l v or go ts sí ld ar (% ) P er ce nt ag e of s p rin g- sp aw ne rs 28°V 62° 62° 62° 62° 62° 62° 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V 28°V ~2006–09 ~2010–13 ~1987–03 ~1974–86 sÍld Clupea harengus atlaNtshafssÍld (Clupea harengus) er að finna bæði í vestur- og austurhluta Norður-Atlantshafs. Evrópumegin finnst hún á öllum hafsvæðum frá ströndum Frakklands að Novaja Semlja í Barentshafi og frá New Jersey að Labrador í Norður Ameríku. Á útbreiðslusvæðum hennar hefur verið greint á milli fjölda stofna, sem eru jafnan skilgreindir út frá hrygningartíma og hrygningarstað. Víða má því finna misvel aðgreinanlega hrygningarstofna hvern innan um annan. Síldin er uppsjávarfiskur en finnst allt frá yfirborði niður á yfir 400 m dýpi. Fæða síldar er sviflæg krabbadýr sem hún finnur í efri lögum sjávar. Síld er torfufiskur og myndar að öllu jöfnu sérstaklega þéttar og stórar torfur þegar hún er í vetursetu. Hún breytir reglulega um vetursetusvæði og tengjast þær breytingar oft því að stórir árgangar ganga inn í kynþroskahluta stofna.a Vetursetusvæðin einkennast oft af kaldari sjó en í nágrenni þeirra sem hjálpar síldinni að spara orku, því hún étur ekkert á þessum tíma. Vetursetusvæðin er einkum að finna á strandsvæðum og í fjörðum sem geta veitt gott skjól fyrir afræningjum. Far sumar- og vorgotssíldar er frábrugðið að sumu leyti. Eftir vetursetu að vori fer sumar- gotssíld í fæðuleit, leitar svo á hrygningarslóð til hrygningar og fer svo aftur í fæðuleit áður en hún dregur sig á vetursetu- svæði. Vorgotssíld fer hins vegar úr vetursetu á hrygningar- a Guðmundur J. Óskarsson, Ásta Guðmundsdóttir & Þorsteinn Sig- urðsson 2009. Variation in spatial distribution and migration of Icelandic summer-spawning herring. ICES Journal of Marine Science 66. 1762–1767. [Breytileiki í útbreiðslu og farmynstri íslenskur sumar- gotssíldarinnar.] b Guðmundur J. Óskarsson, Jónbjörn Pálsson & Ásta Guðmundsdóttir 2017. An ichthyophoniasis epizootic in Atlantic herring in marine wa- ters around Iceland. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sci- ence 75. 1106–1116. doi.org/10.1139/cjfas-2017-0219. [Ichthyophon- us-sýkingarfaraldur í síld við Ísland.] svæði og þaðan á fæðuslóð þar sem hún dvelst fram að hausti þegar hún snýr aftur á vetursetusvæðin. Fjarlægðir milli vet- ursetu-, hrygningar- og fæðuslóða eru breytilegar milli síldar- stofna og ára, en norsk-íslenska vorgotssíldin fer jafnan lengst. Síldveiðar við Ísland fram að hruni síldarstofnanna í lok sjöunda áratugarins beindust að þremur stofnum, norsk- íslenskri vorgotssíld fyrir norðan og austan land á sumrin, íslenskri sumargotssíld sunnanlands að hausti og vetri, og íslenskri vorgotssíld að sumri, hausti og vetri í bland við hinar. Nú er veitt úr tveimur þessara stofna við Ísland, sumar- gotssíld og norsk-íslenskri vorgotssíld. Á síðustu árum hefur töluvert verið fjallað um slæmt ástand sumargotssíldarinnar í ræðu og riti. Tengist sú umræða einkum sýkingarfaraldri í stofninum. Faraldurinn er af völdum frumdýrsins Ichthyophonus sp.b og hefur verið við- varandi frá árinu 2008 til dagsins í dag. Þessi faraldur hefur ásamt lélegri nýliðun undanfarin ár haft veruleg neikvæð áhrif á þróun stofnstærðar síldarinnar. Þessu til viðbótar varð í tvígang gríðarmikill síldardauði í Kolgrafarfirði veturinn 2012–2013 þar sem drápust um 55 þúsund tonn.c Ástæðan var talin súrefnisskortur. Þetta eru ástæður þess að stofn- inn hefur verið á niðurleið allt frá árinu 2006 þrátt fyrir að veiðar séu hóflegar.d c Guðmundur J. Óskarsson, Sólveig R. Ólafsdóttir, Þorsteinn Sigurðs- son & Héðinn Valdimarsson 2018. Observation and quantification of two incidents of mass fish kill of Icelandic summer spawning herring (Clupea harengus) in the winter 2012/2013. Fisheries Oceanography 27. 302–311. doi:10.1111/fog.12253 [Rannsóknir og mat á umfangi tveggja tilfella af síldardauða í Kolgrafafirði veturinn 2012/13.] d Hafrannsóknastofnun 2018. Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf 2018: Síld. Slóð (skoðað í ágúst 2019): https://www.hafogvatn.is/is/ veidiradgjof/sild Mynd: Svanhildur Egilsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.