Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 115 myndað stíflu þannig að áin rynni yfir í Ásbyrgi. Hins vegar áleit hann Hljóða- kletta vera sérstakt hraun, myndað í eldgosi þar. Hann taldi því ólíklegt að Hljóðaklettar væru gervigígar, þar sem þeir mynduðu línu. Hina línulegu myndun Hljóðakletta má á hinn bóg- inn skýra með því að þeir hafi mynd- ast í gljúfri eða dal. Hljóðaklettar og sambærilegar hraunmyndanir fylgja gljúfrunum og eru oft ekki alveg línu- legar, þó að nærri fari. Aðstæður fyrir myndun gervigíga hafa verið ákjósanlegar á þessu svæði. Í dalbotninum (gljúfrinu eða for- vera þess) hefur líkast til verið vatn. Sömuleiðis liggja Hljóðaklettar og Rauðhólar að lausum efnum úr möl og jökulurð, Langavatnshöfða og ásum þar norður af (11. mynd).25 Þannig hefur líklega verið vatnsósa set á svæðinu sem hraunið rann yfir og sökk líklega í, brotnaði upp og myndaði snertiflöt milli glóandi kvikunnar og vatnsins, Við slíkar aðstæður myndast gervigígar. Myndanir líkar Hljóðaklettum má finna víðar á landinu. Í Hreppamyndun- inni má sjá ummerki um að hraun hefur komist í tæri við vatn og sömuleiðis við Eyjafjallajökul. Við Hjálpar- foss er áhugavert þversnið í gegnum Búrfellshraun og gervigíga þess, og sjást þar gjallgígar og myndanir líkar Hljóða- klettum. Þá hefur Sigurður Þórarinsson bent á mikil líkindi á milli Hljóðakletta og Strintna nærri Hofi við Öræfajökul.31 Útlit þeirra er svipað, óreglulegar kletta- myndanir úr kubba- og stuðlabergi. LOKAORÐ Sjálfsagt verður seint hægt að sann- reyna hvort gosið hefur í Hljóðaklettum og Rauðhólum eða hvort þessar myndanir hafi orðið til við samspil hrauns og vatns. Út frá þeim vísbendingum sem fyrir liggja er seinni möguleikinn sennilegri, enda fást með honum skýringar á mörgum ein- kennum Hljóðakletta og Rauðhóla. Sá galli er við fyrri möguleikann að þessar mynd- anir eru utan sprungusveima, þ.e. hafa engin bein tengsl við eldstöðvakerfi. Ef gert er ráð fyrir að þær séu í raun gervigígar vakna engar slíkar spurningar um sprungu- sveimana. Jökulsárgljúfur eru lykilstaður þegar kemur að því að rannsaka samspil hrauns og vatns, enda er heldur óvanalegt að hafa á sama svæði gljúfur, hraun og jök- ulá þar sem hamfarahlaup geta orðið, jafn- vel í tengslum við gos undir jökli. 10. mynd. Klettur suðaustan Hljóðakletta, við Karl og Kerlingu (9. mynd). – Lava formations southeast of Hljóðaklettar, near Karl and Kerling (Figure 9). Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjartardóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.