Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 116 Ef tilgátan er rétt mynduðust Hljóða- klettar í tengslum við atburð í lok síð- asta jökulskeiðs, í upphafi nútíma. Eldsumbrot urðu á gossprungu sem var að minnsta kosti 75 km löng.20 Hraun- gos urðu á mörgum stöðum á þessari sprungu, einkum nyrðri partinum, og um sama leyti varð sprengigos í Öskju.20 Hraunflóð rann frá Randarhólum og niður eftir dal sem var forveri Jökulsár- gljúfra. Hraunið stöðvaðist að mestu þar sem nú eru Hljóðaklettar og Rauð- hólar vegna fyrirstöðu sem varð til í gljúfrunum þegar Stóravítishraun rann að þeim úr vestri. Vatn, setmyndanir og glóandi hraunið unnu saman og sköp- uðu þær jarðmyndanir sem við þekkjum nú sem Hljóðakletta og Rauðhóla í Jökulsárgljúfrum. Margt mætti kanna nánar í Jök- ulsárgljúfrum til að skoða útbreiðslu Sveinahrauns og athuga hvort tilgáta þessi stenst. Þannig mætti til að mynda skoða gjall úr Rauðhólum annars vegar (gervigígar?) og úr Randarhólum hins vegar (upptök Sveinahraunsins), til að athuga breytilegan eðlismassa gjallsins og aðra eiginleika þess.2,7 Þá mætti reyna að finna gjóskuna eða gjallið sem hinir meintu gervigígar köstuðu frá sér og kortleggja hraunbríkur sem líkast til eru leifar hraunsins sem fyllti upp í dalinn eða gljúfrið sem þarna var. Þessar rann- sóknir mætti svo bera saman við gervi- gíga annars staðar á landinu og erlendis. Rannsókn þessi er því vonandi einungis fyrsta skrefið við könnun Jökulsár- gljúfra á þeim nýju forsendum sem til- gátan myndar. ABSTRACT are the hljóðaklettar aNd rauðhólar geOlOgical fOrmatiONs iN the jÖkulsárgljúfur caNyON remNaNts Of rOOtless cONes? Hljóðaklettar and Rauðhólar in the volcanic zone of North Iceland have been thought to be remnants of an Holocene fissure eruption. However, there are various indications that these structures are not due to an eruptive fis- sure. It seems more likely that they are pseudocraters (or rootless craters) and entablature features formed by inter- action between the Sveinahraun lava flow and the Jökulsá á Fjöllum river. As an example, these formations are not located within fissure swarms of the nearby volcanic systems, which is unu- sual for eruptive fissures. Also, forma- tions like Hljóðaklettar are found else- where to the south along the Jökulsár- gljúfur canyon, where the Sveinahraun lava is in contact with the Jökulsá river. Sveinahraun flowed down the Jökulsár- gljúfur canyon about 11 000 years ago, shortly after the last deglaciation. Until now, the northernmost part of the Svein- ahraun has been assumed to be Eyjan in Vesturdalur. Here it is suggested that Sveinahraun flowed 5 km further to the north, and formed Hljóðaklet- tar and Rauðhólar in conjunction with the Jökulsá á Fjöllum river. This could explain why lava platforms in Vestur- dalur (which have been assumed to be a Sveinahraun lava) and lava platforms that have been assumed to originate in Hljóðaklettar or Rauðhólar have the same elevation. We assume that they are the remnants of the same ponded lava. The Stóravíti lava formed shortly before Hljóðaklettar and Rauðhólar. The Stóravíti lava crossed the Jökulsár- gljúfur canyon north of Hljóðaklettar and most likely dammed the canyon. That facilitated conditions for the for- mation of a ponded lava, when the Sveinahraun lava flowed. Where the lava met water (the Jökulsá river) and sediments in the area, pseudocraters formed, i.e. Rauðhólar and Hljóðaklet- tar. Later, the river eroded scoria off Hljóðaklettar, and eroded the lava, leav- ing only patches. 11. mynd. Horft til norðurs að Hljóðaklettum. Austurendi Langavatnshöfða sést til vinstri á myndinni. – Hljóðaklettar, a view towards the north. The eastern end of Langavatnshöfði is seen on the left in the figure. Ljósm./Photo: Ásta Rut Hjartardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.