Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2019, Síða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 131 Þessi greiN er síðari grein tveggja sem fjalla um sandfok, ryk og áfok á Íslandi. Myndun ryks á Íslandi er með því mesta sem þekkist í heiminum og er um milljónir eða milljónatugi tonna ryks að ræða ár hvert. Tíðni rykveðra á Ís- landi er yfir 135 á ári að meðaltali og eru þá margir minniháttar „rykatburðir“ ekki taldir með. Rykið mótar öll vistkerfi landsins með því að leggja til áfokið, sem er móðurefni jarðvegs á Íslandi. Helsta uppspretta ryks var áður uppfok moldar þegar vistkerfi hrundu en nú eru aðaluppspretturnar nokkrar afmark- aðar fínkorna sandauðnir. Auk þess berst fok frá öðrum sandauðnum lands- ins, meðal annars sem endurfok ösku og rykefna sem þangað berast. Fínefni setjast til í miklum mæli á flæðum framan við jökla, þar sem gætir flóða í jökulám, við jökulhlaup, þar sem breytingar verða á hæð í jökullónum og með ströndum við árósa við mikinn framburð jökulvatna. Dyngjusandur, Mælifells- sandur, Hagavatnsaurar, Mýrdalssandur, Skeiðarársandur og sandar beggja vegna ósa Markarfljóts og Kúðafljóts eru einar helstu uppsprettur áfoks á Íslandi. Þaðan berst svifryk um allt land en í mismiklum mæli. Dyngjusandur er meðal virkustu rykuppsprettna jarðar og ryk þaðan berst langt norður í heimskautshöfin. Styrkur svifryks mælist oft langt umfram heilsuverndar- mörk, jafnvel í mikilli fjarlægð frá upprunastað. Áfokið er basískt að samsetn- ingu, yfirleitt illa kristallað og veðrast hratt í jarðvegi, sem hefur jákvæð áhrif á frjósemi vistkerfa. Rykið er ennfremur járnríkt og kann að auka frjósemi hafsvæða umhverfis Ísland. Rykið hefur áhrif á ýmsa loftslagsþætti, hindrar endurkast sólarljóss og getur aukið bráðnun á yfirborði snævar, sem hvort tveggja hraðar loftslagsbreytingum á norðurslóðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.