Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 133 þau stöðvast aftur á grónu landi. Það magnar áfoksgildi (mælt í g/m2) á þeim stöðum þar sem land er gróið og áfokið stöðvast varanlega. Sömuleiðis fýkur gosaska sem fellur á illa gróin svæði upp aftur og þar sem auðnir hafa stækkað í aldanna rás er gula örin á 2. mynd stærri í nútímanum en á miðöldum. Öskufok í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli 2010 er dæmi um slíkt endurfok sem olli ryk- mistri yfir stórum svæðum.21 Þessar breytingar hafa vitaskuld áhrif á túlkun gagna um þykknunarhraða jarðvegs. Áfokið gefur ekki endilega til kynna fok á mold frá grónum vistkerfum, heldur er það frekar efni frá auðnum og sérstaklega frá fáum mjög virkum uppfoksstöðum. Myndin ber með sér að langstærsti hluti ryksins á sér nú uppruna á megin- uppsprettunum. Einkenni þessara upp- sprettna er gríðarlegt magn uppfoks- efna á hverja flatareiningu og að ekki þarf mikinn vind til að koma rykinu af stað. Telja má að minnsta kosti níu meginsvæði uppfoks (grænir punktar á 1. mynd) en að auki er mikið uppfok frá mörgum minni svæðum og mikið en tímabundið uppfok frá enn öðrum svæðum.14,18 Þá getur orðið uppfok á öllum sandauðnum en þar er uppfokið mun minna á hverja flatarmálseiningu og heildarmagn ryks mun minna en í uppfoki frá meginuppsprettunum. Hafa ber í huga að gosaska og ryk sem sest á auðnir festist ekki nema að hluta, heldur fjúka kornin upp aftur næst þegar hvessir í þurrki. Agnir frá meginupp- sprettunum geta því valdið endurteknu rykmistri. Endurfok frá auðnum, ekki síst í kjölfar flóða og öskugosa, getur haft afar neikvæð áhrif á vistkerfi og lýð- heilsu. Því er mikilvægt að minnka fokið með því að efla gróðurhulu á svæðum sem óhjákvæmilega verða fyrir gjósku- falli eða miklu foki.22 Í ofanálag brotna agnir úr stærri kornum við síendurtekið sandfok, og þannig bætast við nýjar agnir sem fjúka síðan upp sem ryk. Vísbendingar eru um að slíkt fokmagn geti verið verulegt á Íslandi23 og er það verðugt rannsóknarefni. Ætla má að ryk sem berst um landið frá auðnum nú á tímum sé svipað að magni til og fok sem barst vegna uppblásturs á fyrr á öldum því að hraði jarðvegsþykknunar er svipaður nú og þá. 2. mynd. Tilgáta um uppruna áfoks fyrr á öldum (til vinstri) og nú á tímum (hægri). Uppfok moldar frá grónum vistkerfum (brún ör) var stærsti hluti uppfoks á miðöldum, en nú hafa „meginupp- sprettur“, – (dökkar örvar) og fok af sandsvæðum (gráar örvar) tekið við.12 – Changing sources of dust in Iceland from earlier centuries to present. Destruction of vegetated systems was the major source of wind-blown materials while more confined dust hotspots are the major sources today.12 From left to right: Light brown: soils, dark gray: dust from dust hot-spots, yellowish: re-suspension from deserts, light gray: deserts other than hotspots. Hinar „ofurvirku“ meginuppsprettur svifryks sjást vel á gervihnattamyndum sem teknar eru í björtu rykveðri. Gervi- hnattarmynd sem sýnir vel uppfok frá Dyngjusandi er 3. mynd. Myndir af þessu tagi hafa meðal annars verið notaðar til að meta tíðni rykstorma og athuga hvert rykið berst.14,19,24 jÖkuljaðrar Og flæður Á flæðum framan við jökla flæmast jökullænur í síbreytilegum farvegum um hallalítið land og skilja eftir ógrynni af framburði (4. mynd). Þetta er alþjóðlegt fyrirbrigði; svipað landslag má til dæmis sjá framan við jökla í Alaska og á Grænlandi.25 Margar flæður eru einstaklega fínkorna með meðalkorna- stærð innan við 0,05 mm samkvæmt okkar mælingum; efnið tilheyrir þá að megninu til kornastærðarflokknum silt. Mjög lítinn vind þarf til að hreyfa við þessum kornum, jafnvel innan við 4 m/s. Flæður eru m.a. á Dyngjusandi, Mælifellssandi, Mýrdalssandi og fleiri svæðum suðaustan og austan Mýrdals- jökuls, á Skeiðarársandi, í Vonarskarði, á Hagavatnsaurum og í nágrenni Eiríks- jökuls. Aðstæður á Mælifellssandi eru sýndar á 4. mynd. Vatnið flæm- ist um flatlendið en hripar að hluta ofan í gljúpan sandinn. Síðan minnkar rennslið þegar kólnar í veðri og jafn- framt færast farvegirnir til. Fínkorna framburðurinn situr eftir, þornar fljótt og fýkur við minnsta vind (grá svæði á myndinni). Enda þótt mikið fjúki frá flæðunum, jafnvel milljónir tonna ár hvert, sjá jökullænurnar til þess að sífellt bætist við nýtt efni svo að birgð- irnar ganga ekki til þurrðar. Mikill fram- burður kemur undan jöklunum, ekki síst þar sem undir jökli eru virkar eldstöðvar og fremur auðrjúfanlegt berg. Þannig er talið að aurburður Jökulkvíslar undan austurhluta Mýrdalsjökuls (á áhrifasvæði Kötlu) sé um 1,4 milljónir tonna á ári auk efnis sem sest til ofan við staðina þar sem mælingar voru gerðar.26 Það myndi nægja til að þekja einn ferkílómetra lands með metraþykku setlagi. Dökkleitt yfirborðið hitnar greiðlega í sól, sem ýtir undir uppfok við lítinn vindstyrk,27 enda sjást skýstrokkar mettaðir ryki (e. dust devils) iðulega á söndunum. Á Mýrdalssandi eru það flæður Blautukvíslar og fleiri vatnsfalla sem valda uppfokinu (5. mynd). Einnig eru virkar uppsprettur beggja vegna útfalls Kúðafljóts, sem að hluta stafa af hinum miklu hlaupum í Skaftá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.