Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn 136 jÖkulár Og hlauP Jökulár geta flæmst um á flatlendi í vatnavöxtum, ekki síst í hlaupum. Þannig hagar til meðfram Skaftá þar sem hlaup hafa skilað af sér fínkornóttu seti á stórum svæðum.34 Framburður Skaftár við Sveinstind, um 25 km frá upptökunum, hefur verið metinn um 5,5 milljónir tonna á ári og eru þá Skaftárhlaup ekki með- talin.34 Þetta gefur til kynna hið gríðar- lega efnismagn sem berst með jökulám og getur sest til á flatlendi. Talið er að árlega beri jökulár 60–70 milljónir tonna af framburði til sjávar.35 Hvert Skaftárhlaup getur síðan borið með sér 2,5–7 milljónir tonna (miðað við Sveinstind).34 Hlaupin í Skaftá hafa vaxið á undanförnum árum og því er líklegt að rykmengun aukist þar í framtíðinni. Hlaup í Kötlu og Skeiðarár- hlaup skila miklu efni sem oft er óstöðugt lengi eftir hlaup, svo sem eftir Gjálp- arhlaupið 1996 niður Skeiðarársand.36 4. mynd. Flæður á Mælifellssandi norðan Mýrdalsjökuls. Horft af Mælifelli suður til jökulsins. Lænur renna vítt um sandinn en vatnið hverf- ur að hluta ofan í gljúpt yfirborðið. Framburðurinn verður eftir. Nýlega þornuð svæði eru grá á myndinni og þar er kornastærðin ákaflega fín (silt). Sandfok hefur jafnað út dökkleitu svæðin. Ekki þarf nema örlítinn vind til að sandfok hefjist. – Mælifellssandur, north of Mýrdalsjökull glacier. Glacio-fluvial plains that are dust hot-spots. Gray areas show/are recent (days) deposits primarily made of silt. Darker areas re- worked by aeolian processes. Threshold velocities are exceedingly low (4–5 m/s at 2 m height) when dry. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. aðrir Virkir uPPfOksstaðir Hér hefur verið lögð áhersla á mik- ilvirkustu uppfoksstaðina, sem eru níu talsins að minnsta kosti (sjá 1. mynd). Að auki geta fjölmörg önnur svæði orðið mikilvirkar rykuppsprettur í þurrum stormum. Áður var minnst á suður- ströndina og Skaftársvæðið, allt frá upptökum niður að sjó. Sandkluftavatn norðaustan Ármannsfells er sömuleiðis einn þessara staða, og var mjög virkt uppfokssvæði sumarið 2019. Að auki má nefna Kreppulón og hið nýja manngerða Hálslón. Gervihnattamyndir staðfesta að á Íslandi er fjöldi annarra uppfoks- staða,19 enda þótt þeir séu ekki eins mik- ilvirkir og meginuppspretturnar. Þeim þarf að gefa meiri gaum í framtíðinni. eðli fOkefNaNNa Áfoksefni má flokka á marga mismunandi vegu, svo sem eftir efna- samsetningu, kristöllun, kornastærð og kornalögun. Basísk efnasamsetning meginhluta íslenskra fokefna veldur því að járninnihald er yfirleitt mikið (um 10%), en auk þess eru þau rík af katjónum (m.a. Ca++, Mg++, K+ og Na+) sem losna við efnaveðrun á kornunum. Kornin eru að stórum hluta illa krist- allað glerkennt efni; misvel kristall- aðar pýroxen-, plagíóklas- og ólivín- steindir eru oft ráðandi en segja má að margvíslegt gler sé fjórði megin- þátturinn í samsetningunni.37 Ólivín veðrast yfirleitt hratt en bæði léleg kristöllun og mikið holrými í efninu eykur á veðrunarhraða steindanna og glersins.35 Sandur á Hagavatnssvæðinu er allajafna betur kristallaður en sandur og ryk á öðrum helstu uppfokssvæðum landsins,37 því þar er um að ræða efni úr hraunum sem hafa rofist við framrás jökla á miðöldum. Illa kristallað gosgler
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.