Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 66
Náttúrufræðingurinn
138
6. mynd. Umhverfi Dyngjusands, virk-
ustu sanduppsprettu landsins. Rauðu örv-
arnar eru á Flæðum, meginuppsprettu
ryksins. Þaðan berst ryk (gular örvar)
einkum til norðurs. Hinn eiginlegi Dyngju-
sandur er norðan við Flæður en sandleið
(svartar örvar) liggur á milli Vaðöldu og
Dyngjufjalla. Flutningar með vatni (bláar
örvar), einkum í leysingum, eru mikilvægur
hluti af færslu efna á svæðinu. – The Dyngju-
sandur dust-hotspot area. Much of the dust
is blown from the glacio-fluvial deposition
area next to the glacier (Flæður, red arrows),
coarser grained materials accumulate at
Dyngjusandur. The dust (yellow arrows)
is blown from NW to SE directions, with N
and NE most common. A >25 km path of
sand drift is indicated by black arrows. Blue
arrows highlight the importance of water
erosion in the dynamic of the area.
Dagsson-Waldhauserovu o.fl. Notað var
efnismagnið 0,1 milljón tonn fyrir lítil
rykveður, 0,3 fyrir meðalstóra atburði
og 1 milljón tonna fyrir öflug rykveður.45
Í þriðja lagi hafa verið gerðir líkan-
reikningar fyrir landið þar sem veður-
upplýsingar fyrir heilu árin og gögn sem
sýna sandyfirborð landsins eru notuð
til að herma uppfokið.17 Þessar aðferðir
gefa nokkuð mismunandi niðurstöður
um magn uppfoksefna, en draga þó upp
sannfærandi mynd af magni uppfoksins.
Aðferðin þar sem stuðst var við jarð-
vegssnið gaf heildaruppfok upp á 40
milljónir tonna á ári. Í þeirri tölu eru
þunnar gjóskudreifar fjarri gosstöðvum,
virk foktímabil í kjölfar gjóskugosa,
endurfok ösku sem fellur á illa gróið
land og að hluta mikið áfok sem fylgdi
uppblæstri í kjölfar hruns vistkerfa á
miðöldum (sjá umfjöllun um uppruna
áfoks). Því má ætla að hér sé upp-
fokið ofmetið miðað við aðstæður nú á
tímum, en hve mikið er óljóst. Aðferðin
sem byggðist á meðalfjölda rykatburða
sem mælast á veðurstöðvum og stærð
þessara storma gaf 30 milljónir tonna
á ári. Samkvæmt nýlegum rannsóknum
okkar (óbirt gögn) kunna stormar að
vera mun fleiri en gert er ráð fyrir í þeim
útreikningum en magn ryks í stormum
er afar gróft meðaltal byggt á mældum
stormum. Þriðja leiðin er líkangerð sem
Christine Groot Zwaaftink og félagar17
beittu. Hún gaf til kynna mun minna
1. tafla. Kornastærðir á Flæðum á Dyngjusandi, á sandsvæði við Vaðöldu og á sandleiðinni frá
Flæðum til Herðubreiðar. – Particle-size for the Flæður (area of glacio-fluvial deposition; main
dust contribution area), Vaðalda sand area downwind from the Flæður, and near Mount Herðu-
breið, at 20 km from the source area where the materials are deposited.
Staður / Location km frá Flæðum /
km from Flæður
Tölur í mm / Particle size (mm)
% >1 % < 0,045 % 0,045 – 1 Meðal / Mean
Flæður 0 0 20 80 0,039
Vaðalda 9,5 0,3 98 1,5 0,16
Nærri / near Herðubreið 20,5 11 85 4,0 0,32
árlegt heildarfok eða sem nam um 5
milljónum tonna. Ekki hefur enn tek-
ist að laga uppfokslíkön að hinum sér-
stöku aðstæðum á helstu rykuppsprett-
unum, sem myndi leiða til hærri gilda.
Tilraunir (óbirt gögn) í samvinnu við
Alþjóða-veðurfræðistofnunina (WMO),
sem meðal annars sér um að mæla ryk-
mengun og vara við henni, gefa til kynna
mun hærri tölur. Þegar allar þessar
aðferðir eru lagðar saman fæst mynd af
uppfoksmagninu: 5–40 milljónir tonna
á ári. Vitaskuld er fokið mjög misjafnt
á milli ára og öðru hverju koma afar
virk tímabil í kjölfar eldgosa og jökul-
hlaupa, svo sem fokið eftir Eyjafjalla-
gosið 2010 og eftir jökulhlaupið í kjölfar
Gjálpargossins í Vatnajökli 1996. Þá
eykst rykmengun þegar veður er mjög
þurrkasamt á ákveðnum svæðum, svo
sem á Vesturlandi sumarið 2019.
ÁHRIF SVIFRYKS
heilsufar, lOftslag Og sNjór
Svifryk hefur neikvæð áhrif á heilsu-
far og því neikvæðari sem agnirnar eru
smærri (t.d. <1 µm).2,46 Rannsóknir sýna
að svifryk getur haft áhrif á dánartíðni
manna mörg hundruð km frá uppruna-
stað ryksins.47 Gerð korna, stærð og
lögun hefur einnig áhrif. Lögun korna
í svifryki frá helstu uppfokssvæðum á
Íslandi er iðulega mjög óregluleg, með
hvössum hornum, sem er skaðlegt
starfsemi lungnanna.48 Þá sýna rann-
sóknir okkar að hlutfall smárra korna
í svifrykinu er óvenju hátt hérlendis
og gerir það heilsufarsáhrif enn nei-
kvæðari2 (sjá kafla um rykveður frá
suðurströndinni). Áhersla á rannsóknir
á tengslum svifryksmengunar og
heilsufars í heiminum hefur vaxið hratt
á síðustu árum.2 Rannsóknir sýna að