Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 67

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 139 7. mynd. Svifryk upprunnið á Landeyjasandi og Fornusöndum, sem eru beggja vegna Markar- fljótsósa, mælt á nokkrum stöðum milli Ölfuss og Reykjavíkur. Rykatburður 15. júní 2015, gildin mæld síðdegis. Gildi fyrir sex mælistaði eru gefin uppi í fremri dálki fyrir PM15 og aftari dálki fyrir PM1. 32 – Dust concentrations (mea- sured PM15 and PM1) at six locations during a dust storm (June 15, 2015) originating from the Landeyjasandur dust source. Concentrations are quite high in Reykjavik, >100 km from the source.32 PM15 (µg/m 3) PM1 (µg/m 3) 1 405 108 2 162 97 3 168 99 4 169 102 5 414 181 6 1260 241 svifryksmengun hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu hérlendis.49–51 Rétt er að geta þess að mikil svifryksmengun á sér stað í þéttbýli á borð við Reykjavík af marg- víslegum öðrum orsökum en hér eru til umfjöllunar, meðal annars vegna sót- mengunar, efna sem nagladekk losa o.fl.20 Hátt hlutfall malbiks, þakefna og fleiri sléttra yfirborðsgerða magnar líkast til upp mengun af þessum völdum – efnin fjúka upp aftur og aftur. Þannig er yfir 95% yfirborðs í Skeifunni í Reykjavík slétt, en þar hefur svifryksmengun einmitt mælst mikil. Við þessa mengun bætist ryk frá sandsvæðum landsins. Meiri gróðurþekja nærri umferðarmann- virkjum og aukinn yfirborðshrjúfleiki með trjám og runnum geta dregið veru- lega úr rykmengun í þéttbýli. Mikilvægt er að auka rannsóknir á áhrifum ryk- mengunar á lýðheilsu hérlendis. áfOk Og Vistkerfi Áfok rykefna hefur áhrif á vistkerfið þar sem rykið fellur, jafnvel þótt það sé órafjarri upprunastaðnum. Þannig hefur ryk frá Sahara áhrif á mold á Amason-svæðinu í Suður-Ameríku, sem og í Evrópu.52–55 Áhrif áfoks á vist- kerfi eru líklega meiri á Íslandi en annars staðar á jörðinni. Yfirborð gró- ins lands rís smám saman – mishratt eftir því hve mikið áfokið er. Áfoksefnin veðrast í jarðveginum, örast efst, þar sem ný áfoksefni bætast í sífellu ofan á kerfið. Samsetning áfoksins á Íslandi gefur jarðveginum jafnframt afar sér- stæða eiginleika. Sem fyrr segir er efnið basískt, illa kristallað og veðrast hratt. Raunar er það svo að efnaveðrun í jarðvegi hérlendis er með því örasta sem þekkist,35,56 öfugt við það sem ætla mætti vegna kuldans. Veðrunin losar katjónir á borð við Ca++, K+, Na+ og Mg++. Þær viðhalda hagstæðu sýrustigi í moldinni og nýtast sem næringarefni fyrir lífríkið. Við efnaveðrun á basískum áfokskornum myndast nýjar steindir á borð við allófan, ferrihýdrít og imógólít, sem eru einkennissteindir jarðvegs á eldfjallasvæðum. Slíkur jarðvegur nefn- ist eldfjallajörð eða sortujörð á íslensku (e. Andosol).57 Þar sem áfokið er mikið verður hlutdeild lífræns innihalds í jarðveginum minni, meðal annars í votlendi. Íslensk votlendi eru að þessu leyti nokkuð sérstök. Þó er heildarmagn kolefnis í hverjum rúmmetra þar sem áfok er mikið svipað því sem þekkist til dæmis í mómýrum Fennóskandinavíu, þar sem lífræna hlutdeildin er meiri. Því veldur meiri rúmþyngd jarðvegsins þar sem áfokið er mikið (lægra kolefnishlutfall en þyngri mold). Mjög lífrænn votlendis- jarðvegur, mójörð, finnst einkum þar sem áfokið er minnst. Segja má að áfokið og eðli þess sé ráðandi þáttur við mótun íslenskra vistkerfa, en vitaskuld hafa jarðvatnsstaða og fleiri þættir áhrif. Fuglar sitja efst í fæðukeðjunni og eru um margt næmur mælikvarði á frjó- semi og stöðu vistkerfa, meðal annars með tilliti til frjósemi þeirra, ástands og hnignunar. Tómas Grétar Gunnars- son og samstarfsmenn55 lögðu saman gögn um þéttleika varpfugla og magn áfoks á grónu landi. Íslandi var þar deilt upp í sjö flokka eftir áfoki. Þá kom fram ákaflega athyglisvert mynstur: Þéttleiki 8. mynd. Tengsl áfoks og þéttleika vaðfugla á þurrlendi. Áfoksmagni er skipt í sjö flokka, frá litlu áfoki (1) til mjög mikils áfoks (7), í þurrlendi annars vegar og votlendi hins vegar.55 – The relationship between number of waders and average dust deposition category, from low (1) to high rates (7) in both drylands (left) and wetlands (right).55 Landeyjasandur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.