Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 72

Náttúrufræðingurinn - 2019, Qupperneq 72
Náttúrufræðingurinn 144 Stefán Stefánsson, f. 1863. LITIÐ YFIR FARINN VEG Á 130 ÁRA AFMÆLI HÍN Árni Hjartarson hið ÍsleNska Náttúrufræðifélag (HÍN) varð 130 ára hinn 16. júlí í sumar. Þann dag árið 1889 var stofnfundur þess haldinn í leikfimihúsi Barnaskóla Reykja- víkur, sem þá stóð í Pósthússtræti. Veður var gott og mánuðurinn hafði verið hlýr. Fundarboðendur voru Stefán Stefánsson, grasafræðingur og kennari í Möðruvallaskóla, Benedikt Gröndal, náttúrufræðingur og skáld, Þorvaldur Thoroddsen og Björn Jensson, báðir kennarar við Lærða skólann, og Jónas Jónassen, læknir. Stefán Stefánsson mun hafa verið aðalhvatamaður að stofnun félagsins. Hann hafði tveimur árum áður stofnað með fleirum íslenskt náttúrufræðifélag í Kaupmannahöfn. Sá félagsskapur varð skammlífur en reyndist boðberi þess sem koma skyldi. Stofnfélagar HÍN voru 58 talsins. Á stofnfundinum var Benedikt Gröndal kjörinn formaður félagsins og hann stýrði því fram til aldamótanna. Benedikt rak einnig náttúrugripasafn félagsins eins og fræðast má um í Gröndalshúsi sem enn stendur sem minnisvarði um árdaga félagsins og fyrsta formann þess. Stofnun HÍN var merki um nýja tíma í náttúrufræðum og náttúrurannsóknum á Íslandi. Áður höfðu örfáir menn haldið merkinu á lofti, Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson, Sveinn Pálsson, Björn Gunnlaugsson og Jónas Hallgrímsson, og þeir voru allir löngu liðnir. Nú var komin fram ný kynslóð og henni auðnaðist að gera náttúrufræði að ævistarfi og náttúrufræðinga að starfsstétt. Þetta voru áðurnefndir stofnendur HÍN og að auki má nefna Bjarna Sæmundsson dýrafræðing, Helga Pjeturss jarð- fræðing og Helga Jónsson grasafræðing. Allir þessir menn unnu brautryðj- endastörf, hver í sinni fræðagrein, við að skrá og skilgreina náttúru landsins og leggja grunn að þeirri þekkingu sem við búum að nú. NÁTTÚRUMINJASAFN Einn aðaltilgangurinn með stofnun HÍN var að koma upp sem fullkomn- ustu náttúrugripasafni á Íslandi. Raunar hafði Kaupmannahafnarfélagið keypt nokkra gripi til slíks safns. Safn- inu var ætlað að vera landssafn sem hefði setur sitt í höfuðborg landsins og stæði jafnfætis öðrum söfnum, svo sem hinu nýstofnaða Þjóðminjasafni og Listasafni. HÍN kom litlu náttúru- gripasafni strax á laggirnar og rak það í 58 ár, á tímabilinu 1889–1947, þangað til það var afhent ríkinu til eignar og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingar- sjóði sem félagið hafði safnað í tímans rás. Náttúrugripasafnið þróaðist síðan í Náttúrufræðistofnun Íslands. Það var lengi hluti af stofnuninni og hafði sýn- ingaraðstöðu á Hlemmi. Árið 2007 voru sett ný lög um Náttúruminjasafn Íslands. Hægt hefur gengið að skapa því viðunandi sess og koma upp varanlegri sýningaraðstöðu en nú hillir undir betri tíð og góða lausn. Af þessu sést að bæði Náttúrufræðistofnunin og Náttúru- minjasafnið eru afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Náttúrufræðingurinn hefur ekki alltaf verið tímarit HÍN. Stofnendur hans voru Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur og Árni Friðriksson fiski- fræðingur, og hóf tímaritið göngu sína árið 1931. HÍN keypti ritið árið 1941 og síðan hefur það verið flaggskip félags- ins. Tímaritið birtir greinar um nátt- úrufræði, jafnt fræðilegar greinar og almennan fróðleik. Lögð er áhersla á að gera íslenskum náttúrurannsóknum sem best skil og hafa efnistök sem aðgengilegust þannig að bæði fræði- menn og áhugasamir leikmenn hafi gagn af. Náttúrufræðingurinn er í hópi elstu tímarita sem gefin eru út á Íslandi. MANNÖLD ER GENGIN Í GARÐ HÍN er einng meðal elstu starfandi félagasamtaka í landinu, en margt hefur breyst síðan félagið var stofnað fyrir 130 Náttúrufræðingurinn 89 (3–4), bls. 144–146, 2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.