Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 83

Náttúrufræðingurinn - 2019, Side 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 155 Á tíunda áratug síðustu aldar fóru fram rannsóknir og til- raunir til að leggja mat á heilsu íslenskra refa. Kannað var hvort mögulegt væri að nýta villta refi til feldræktar, í hag- ræðingarskyni vegna mikils kostnaðar við innflutning dýra að utan. Var þetta liður í viðamiklu verkefni, „Íslenska mel- rakkanum,“ sem Páll Hersteinsson, Eggert Gunnarsson og Stefán Aðalsteinsson stóðu að. Í þessum rannsóknum komu meðal annars í ljós ýmsir sjúkdómar í villtum íslenskum refum og birtu þeir greinar um það efni (sjá t.d.: Eggert, Páll & Stefán 19937). Jafnframt kom í ljós eyrnamítill (Otodectes cynotis) í villtum refum, þó aðeins á Vestfjörðum.9 Um er að ræða blóðsjúgandi mítil sem einnig finnst í hundum og köttum en hafði ekki áður verið staðfestur í villtum refum hérlendis.8 Þeir fjölluðu einnig um landlægt fyrirbæri sem þeir kölluðu snoðdýr. Það eru refir sem missa feldinn að ein- hverju eða öllu leyti. Gerðu þeir ýmsar tilraunir til að greina ástæður þessa og var afraksturinn birtur í vísindagrein árið 2007.9 Samstarf þessa hóps um heilsufar íslenska refsins stóð mörg ár. Karl Skírnisson gekk snemma til liðs við Pál og vann einkar náið með honum fram á dánardag hans. Ég var viðstödd þegar Eggert, Karl, Matthías Eydal og Páll tóku lítinn yrðling með snoðdýrseinkenni til skoðunar, og minn- ist þess hvað mér þóttu það mikil forréttindi að fá að hlýða á samtöl þeirra og vangaveltur, enda voru þeir félagarnir nán- ast í guðatölu hjá mér á námsárunum. Ég kynntist Páli fyrst sem nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Páll var einkar góður kennari og ávallt þolinmóður og áhugasamur um hugmyndir og spurningar nemenda. Hann hafði umsjón með námskeiðinu Vistfræði spendýra og átti þátttakan í því námskeiði eftir að marka mína framtíð. Á námskeiðinu voru meðal annars verklegar æfingar við að veiða hagamýs á Kjalarnesi. Fannst nemendum mikið ævin- týri að veiða mýsnar, merkja, sleppa og endurveiða til að safna gögnum og læra aðferðafræði við að meta stofnþéttleika. Veturinn 1998 auglýsti Páll í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða eftir tveimur aðstoðarmönnum til að starfa við rannsóknir á refum á Hornströndum. Umhverfisráðuneytið hafði veitt styrk til að rannsaka ferðir ungra refa að haustlagi. Við Hólmfríður Sigþórsdóttir vorum valdar úr fjölmennum hópi umsækjenda. Ég var starfsmaður Náttúrustofunnar en Hólmfríður var ráðin hjá háskólanum og strax í byrjun júní fórum við stöllur norður í Hlöðuvík og dvöldumst þar allt sumarið. Páll var hjá okkur af og til og í ágústlok voru háls- bönd sett á ungu dýrin. Árið eftir stjórnaði Páll leiðangri um Hornstrandir með Náttúrustofu Vestfjarða, Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun þar sem farið var um allt friðland Hornstranda og öll þekkt greni staðsett með GPS-hnitum, sem var tiltölulega ný tækni á þeim tíma. Meðal þátttak- enda voru Guðmundur Jakobsson skipstjóri sem sigldi með okkur á eikarbátnum Neista, Eiríkur Gíslason, verkfræðingur, Anna Heiða Ólafsdóttir líffræðingur og Þorvaldur Björnsson hamskeri. Jón (Rebbi) Oddsson var staðkunnug refaskytta og þekkti öll greni á Hornstöndum. Hann kom með í hluta ferðarinnar, þrátt fyrir háan aldur, og lýsti legu grenjanna svo Heimilið undirlagt. Refahauskúpur til rannsóknar 1990. Ljósm. Ástríður Pálsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.