Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 88

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 88
Náttúrufræðingurinn 160 Þrætuna leysti sérfræðingurinn Jörgen Kristiansen með raf- sjá um miðjan tíunda áratuginn7 og fann 16 nýjar tegundir af gagnsæjum gullþörungum í Þingvallavatni um hásumarið. Þegar umhverfisráðherra ákvað í ársbyrjun 1994 að flytja Veiðistjóraembættið til Akureyrar var stofnað prófessors- embætti við Háskóla Íslands í vistfræði spendýra, sem Páll gegndi til dauðadags. Hann samdi áfram fjölda greina um íslenska refinn, en nemendur hans tóku að sér önnur spen- dýraverkefni, svo sem rannsóknir á mink og hagamús. Ég átti því láni að fagna þegar ég hóf næstu atrennu, sem var að kynna íslenskri þjóð rannsóknir okkar á Þingvallavatni og vatnasviði þess á íslenskri tungu, að Páll var þá tilbúinn sem kjörinn meðritstjóri. Páll var vel undirbúinn að takast á við þetta starf með mér því hann kom að Mývatnsrann- sóknum þegar árið 1972 sem stúdent og aðstoðarmaður Jóns Ólafssonar prófessors, sem stóð fyrir efna- og eðlisfræði- mælingum okkar á Mývatni. Þær leiddu til hinnar frægu rannsóknarferðar að Öskjuvatni 1975 og árangurinn var kynntur á alþjóðafundi Societas Internationalis Limnologiae (SIL) í Kaupmannahöfn 1977. Við þetta bættist að Páll var óvenju vel ritfær á íslenska tungu sem skáld og rithöfundur. Það var því mikill sigur þegar forstjóri Máls og menningar, Halldór Guðmundsson, tók að sér að gefa út bók okkar um náttúrugersemarnar Þingvelli og Þingvallavatn undir stjórn Ólafar heitinnar Eldjárn.2 Tíu ár liðu þar til við gáfum út á íslensku bók um Þing- vallavatn og vatnasvið þess, þjóðargersemina sem myndar að hluta rammann um hið forna alþingi, elsta þjóðþing Evrópu. Bókin er sérstæð fyrir þá sök að hún lýsir öllu vistkerfinu í heild frá hitageislun, efnafræði, þörungum og fjölbreyttu dýralífi allt upp í refi sem rándýr vatnasvæðisins. Páll rit- stýrði þessari bók með mér af mikilli snilld, og hlutum við viðurkenningu þjóðarinnar fyrir með Íslensku bókmennta- verðlaununum 2002. Árið 2004 var allt vatnið friðað fyrir alheim af menn- ingardeild Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, ásamt meirihluta vatnasvæðisins. Þá viðurkenningu hafa aðeins hlotið þrjú vötn heims. Hin eru Bajkal í Síberíu og Malaví í Afríku. Í kjölfarið voru samþykkt lög á Alþingi um verndun Þing- vallavatns og vatnasviðs þess. Árið 2007 kom út ný útgáfa af íslensku Þingvallabókinni, lítið breytt, því að fyrsta útgáfan var uppseld. Árið 2011 réðumst við í nýja útgáfu á enskri tungu.8 Uppi- staðan var svipuð og áður en friðanir og áframhaldandi rann- sóknir höfðu gerbreytt stöðu Þingvallavatns af eftirfarandi ástæðum: Í Þingvallavatni eru fundin tvö elstu dýr Íslands, tvær 40 milljóna ára gamlar lindaflóartegundir (marflóar- tegundir) sem hafa lifað af allar ísaldir á uppsprettusvæðinu í Vellankötlu og víðar. Þá er Þingvallavatn eina þekkta vatn heimsins sem hýsir fjögur bleikjuafbrigði og tvö afbrigði hornsíla. Ennfremur hýsir vatnið tvær tegundir rykmýs, sem aðeins hafa fundist á Íslandi og eru því einlendar. Alls hafa fundist tíu einlendar tegundir í vatninu. Urriðinn er stærsti upprunalegi stofn Evrópu og ef til vill sá eini sem eftir er. Hann lokaðist inni í vatninu í lok ísaldar. Auk þess fundust níu jurta- og dýrategundir, sem Evrópubúar hafa aldrei séð. Sumar þeirra, svo sem konungur vatnsins, himbriminn, koma alla leið vestan af Kyrrahafsströnd, og bitmýið frá Norður- -Ameríku. Með þessum fundum tókst að gera Þingvallavatn að „Galapagos Atlantshafsins“, því klofningsbelti Íslands er eini staðurinn á Atlantshafshryggnum sem rís úr sæ á flekaskilum. Hugmyndin með útgáfum okkar Páls var að breyta áliti Páll í Heiðmörk þar sem hann merkti líka refi. Ljósm. Ástríður Pálsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.