Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 89

Náttúrufræðingurinn - 2019, Page 89
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 161 Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson með bókina Þingvallavatn – undraheimur í mótun, sem færði þeim Íslensku bókmenntaverðlaun- in í flokki fræðirita og rita almenns efnis árið 2002. Ljósm. Morgunblaðið. þjóðarinnar á hinu hraunkögraða Þingvallavatni og vatnasviði þess. Áður var það álitið „ískalt og ófrjótt“. Það hefur nú verið hrakið með því að sýna fram á hið auðuga líf í vatninu, sem er orðið frægasta vatn á flekaskilum Evrópu og Ameríku. Þingvallavatn er jafnfrjótt og Mývatn samkvæmt geisla- kolsmælingum og viðkvæmt fyrir niturmengun. Þessi vötn eru frjórri en önnur vötn á svipaðri breiddargráðu norður undir heimskautsbaug á sjálfum meginlandsplötunum. Nátt- úrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir vöktun vatnsins og starfsmenn hennar hafa sýnt að vatnið hefur stórmengast af nitri; niturmengun hefur 25-faldast á aldarfjórðungi!9,10 Sorglegt, en allt að tíu mismunandi opinberar stofnanir álíta sig hafa vald til þess að breyta þjóðgarðinum eftir nýjustu tísku í stað þess að vernda hina upprunalegu hugsjón þegar Grímur geitskór valdi fegursta og upprunalegasta stað á Íslandi fyrir elsta þjóðþing Evrópu. Áberandi er gróðursetn- ing níu tegunda barrtrjáa, sem sýnilega eru að breyta ásýnd þjóðgarðsins og vatnsins, og ofbeldi Vegagerðarinnar að tæta upp og ætla að loka hinum friðaða Kóngsvegi. Sorglegt er að Páll skyldi falla frá þegar við stóðum í miðri baráttu okkar. Erlendis var Páll mikilsvirtur sem fræðimaður og má nefna að hann var kosinn félagi í „Det Kongelige Danske Videnska- bernes Selskab“ einn af örfáum vísindamönnum. Vaxandi hróður hans sem kennara og leiðbeinanda leiddi til stöðugt vaxandi hóps nemenda sem sýndi hæfileika hans á því sviði. Ég sakna hinnar jákvæðu gagnrýni hans, sem ávallt leiddi til þess að vandamálin voru leyst á heilladrjúgan hátt. Megi hróður hans vaxa meðal íslensku þjóðarinnar. Ég votta Ástu konu hans og fjölskyldu innilega samúð mína. Pétur M. Jónasson 1. Páll Hersteinsson, Nyström, V., Jón Hallur Jóhannsson, Björk Guðjónsdóttir & Margrét Hallsdóttir 2007. Elstu þekktu leifar melrakka á Íslandi. Náttúru- fræðingurinn 76(1–2). 13–21. 2. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson (ritstj.) 2002. Þingvallavatn – Undraheimur í mótun. Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. 3. Pétur M. Jónasson (ritstj.) 1979. Ecology of eutrophic, subarctic Lake Mývatn and the River Laxá. Oikos 32. 1–308. 4. Pétur M. Jónasson (ritstj.) 1992. Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvalla- vatn. Oikos 64. 1–437. 5. Árni Friðriksson 1939. Um murtuna í Þingvallavatni með hliðsjón af öðrum silungstegundum í vatninu. Náttúrufræðingurinn 9. 1–30. 6. Sigurður S. Snorrason, Pétur M. Jónasson, Jonsson, B., Lindem, T., Hilmar J. Malmquist, Sandlund , O.T. & Skúli Skúlason 1992. Population dynamics of the planktivorous arctic charr Salvelinus alpinus (“murta”) in Thingvallavatn. HEIMILDIR Oikos 64. 352–364. 7. Kristiansen, J. (1995). Silica-scaled chrysophytes from Lake Thingvallavatn, Iceland. Algological Studies 79. 67–76. 8. Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson (ritstj.) 2011. Thingvallavatn – A unique world evolving. A world heritage site. 2. útg. Opna, Reykjavík. 326 bls. 9. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson & Þóra Hrafnsdóttir 2012. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þing- vallavatns. Yfirlit yfir fimm fyrstu vöktunarárin 2007–2011 og samanburður við eldri gögn. Náttúrufræðistofa Kópavogs (Fjölrit nr. 3-2012). 67 bls. 10. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson & Kristín Harðardóttir 2017. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Gagna- skýrsla fyrir árið 2017. Verkþáttur nr. 2: Lífríki og efna- og eðlisþættir í vatnsbol. Náttúrufræðistofa Kópavogs (Fjölrit nr. 3-2018). 19 bls.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.