Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Side 92
1955
— 90 —
hennar verið síðan 1943. Eflaust eiga
ónæmisaðgerðir sinn þátt i því, og
mó þvi viðnámi ekki linna.
Rvík. Varð ekki vart á árinu.
Kleppjárnsreykja. Allt of lítið leitað
eftir ónæmisaðgerðum enn þá.
Búðardals. Aðeins örfá börn bólu-
sett gegn veikinni.
Vestmannaeyja. Varð ekki vart.
Bólusett voru öll ung- og smábörn,
sem til náðist.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 4 1 6 4 26
Dánir „ „ „ „ „
Á ísafirði skráður allmikill faraldur
i börnum í júlímánuði, skjótt um garð
genginn. Ef til vill vafasöm greining.
Annars aðeins skráð 1 tilfelli, í Rvík,
og er talið dysenteria amoebica, án
þess að nánari grein sé gerð fyrir.
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 9 8 11 16 20
Dánir „ „ „ 3
Skráðum heilablásturstilfellum fjölg-
ar ört, en sundurleitur er sá flokkur,
og fellur eflaust margt svipaðs eðlis
undan. Flest skráð heilablásturstilfelli
þessa árs teljast fylgikvilli hettusóttar,
en lítið hafa læknar haft slíkt á orði
fyrr.
Rvík. Karlmaður á fertugsaldri
skráður með encephalitis post paroti-
tim, og auk þess eru 3 sjúklingar
skráðir með ekki nánara greindan
heilablástur.
ísafj. Heilabólgan mun stafa af
parotitisvirus, öll tilfellin í sambandi
við hettusóttina.
Súðavíkur. Encephalitis post paroti-
tim: 11 ára drengur fékk slæman höf-
uðverk, svirastirðleika, svima, uppsölu
og sjóntruflanir, nokkrum dögum eftir
að hann veiktist af hettusótt. Virtist
þó jafna sig, en þegar frá leið, fór að
bera á höfuðverk við lestur. Við skoð-
un fann ég convergens-insufficiens
(ekki skráður með heilablástur).
6. Barnsfararsótt
(febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 6.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 8 6 6 4 4
Dánir „ 1
Á farsóttaskrám eru skráðar 4 kon-
ur með barnsfararsótt í jafnmörgum
héruðum (ísafj., Þórshafnar, Búða og
Keflavikur). Á ársyfirliti er getið
þriggja slíkra sjúklinga til viðbótar,
einnig i jafnmörgum héruðum (Klepp-
járnsreykja, Patreksfj. og Hvamms-
tanga). Flestir þessara sjúklinga verða
skjótt heilir fyrir tilverknað hinna
mikilvirku ígerðarvarnarlyfja. Jafnvel
úr æðabólgu i fótlimum sængur-
kvenna, sem áður var svo viðbjóðsleg
og seinbætt (phlegmasia alba dolens),
verður nú ekkert sem heitir og grær
um heilt í báðum fótlimum á hálfum
mánuði.
Kleppjárnsreykja. Thrombophlebitis
extremitatum inferiorum utriusque.
Strax heparín og dicumarol. Send á
Akranesspítala og jafnaði sig að mestu
á hálfum mánuði.
Hvammstanga. 1 tilfelli á sjúkra-
skýlinu. Batnaði fljótt. Ekki skráð.
Búða. 1 tilfelli i október, kona um
þrítugt. Fæðingin eðlileg, gekk fljótt
og vel, og þvi ekki þörf neinna að-
gerða, utan að saumað var eitt nál-
spor vegna litils háttar spangar-
sprungu. Gefið var pensilín með fljót-
um og góðum árangri.
7. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 7.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 34 32 31 45 52
Dánir 2 1 „ „ „
Virðist aftur fara í vöxt, eftir að
mjög hafði strjálazt skráning þessa
kvilla, að þvi er ætlað var fyrir
minnkandi berklasmitun, sem eflaust