Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Side 103
— 101 —
1955
arfj., Sauðárkróks, Eyrarbakka, Hvera-
gerðis og Keflavíkur), einstakra til-
fella án sýnilegs samhengis og er nú
hvarvetna talinn litilfjörlegur og auð-
læknaður kvilli.
Hafnarfí. Mjög væg.
Sauðárkróks. 2 sjúklingar skráðir,
og varð ekki rakið samband á milli
þeirra, enda ekki á sama tíma. Var
veikin mjög væg.
Akureyrar. Sjúkdómurinn læknaðist
auðveldlega með pensilíngjöf. Engir
fylgikvillar og engum sóttvarnarráð-
stöfunum beitt.
Eyrarbakka. 2 tilfelli með tveggja
mánaða millibili. Ekki vitað um sam-
hengi þeirra i milli.
20. Munnangur
(stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 20.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 387 529 570 500 357
°ánir
Með venjulegum hætti.
Hafnarfí. Varð lítils háttar vart.
Akranes. Gerir nokkuð vart við sig
flesta mánuði ársins.
Blönduós. Kom fyrir nokkrum sinn-
um, þ. á m. í 1 skipti á manni á
fertugsaldri.
Sauðárkróks. Stingur sér niður við
og við.
Hofsós. Nokkur dreifð tilfelli, en
ekki faraldur.
Akureyrar. Vafalaust verið fleiri til-
felli en skráð eru.
Húsavikur. Þó nokkur tilfelli yfir
sumarmánuðina og fram á haust.
Seyðisfí. Enginn sjúklingur skrúður.
Munnangurs mun þó eitthvað hafa
gætt í börnum.
Búða. Sum tilfelli langvinn og leið.
Vestmannaeyja. Nokkur dreifð til-
felli, eins og vant er.
21. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 21.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 2967 1595 1162 2076 321
Dánir 4 4 „ 2
Hinum hæggenga faraldri siðast lið-
inna 5—6 ára slotar á þessu ári, og
er ekkert tilfelli skráð siðustu 4 mán-
uði ársins.
Hafnarfí. Eftirlegukindur frá fyrra
árs faraldri.
Akranes. Vægur faraldur og virðist
hafa breiðzt litið út.
Iivammstanga. Veikin væg.
Sauðárkróks. Barst inn i héraðið í
ársbyrjun, en breiddist litið út og
verður svo aðeins vart um sumarið.
Var mjög vægur.
Hofsós. Sennilega mun hafa verið
um að ræða 5 tilfelli af kikhósta í
Hólahreppi. Sá engan sjúklinganna
sjálfur. Eru ekki á mánaðarskrá.
Akureyrar. Sjúkdómurinn yfirleitt
vægur, enda höfðu flest barnanna ver-
ið sprautuð (immuniseruð) áður og
sjúkdómurinn þvi vægari af þeim
sökum. Aureomycín virtist verka vel,
þegar um þyngri tilfelli var að ræða.
Seyðisfí. Flest börn fengu kikhósta
veturinn 1954, siðan ekkert tilfelli.
Nes. Væg tilfelli.
22. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 22.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 1309 750 1061 1201 873
Dánir „ „ „ „ „
Akranes. Stingur sér niður flesta
mánuði ársins.
Búðardals. Nokkur dreifð tilfelli.
Flateyrar. Fór hægt yfir og var
fylgikvillalaus.
Sauðárkróks. Stingur sér rétt niður.
Hofsós. Nokkur tilfelli á Hofsósi.
Maður milli þrítugs og fertugs all-
mikið veikur. Lá í vikutíma, þar af
2 daga með 40° hita. Annars væg.
Akureyrar. Flest tilfellin fremur
væg, en einstöku tilfelli þó nokkru
þyngri.
Breiðumýrar. í desember 7 tilfelli,
öll á sama bæ, börn og unglingar á
afskekktum bæ í Laxárdal, þar sem
fáir koma. Veiktust öll sömu 2—3 dag-
ana. En húsmóðirin á þessum bæ hafði
fengið ristil i nóvember. í fámenni er
oft góð aðstaða til að rekja feril far-