Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 107
105 —
1955
ókeypis læknishjálp og rannsóknir
öllum, sem lækningar leita við húð-
og kynsjúkdómum. Lögð hefur verið
sérstök áherzla á að komast fyrir upp-
tök kynsjúkdóma og að taka smitbera
í lækningu, þegar þeir hafa fundizt.
Á deildina komu alls 262 sjúklingar.
Af þeim höfðu 13 lues (S. secundaria:
1 karlm., 9 konur. S. congenita: 3
börn). Helmingur sjúklinga þessara
höfðu fengið lækningu, áður en þeir
komu nú til eftirlits, en hinir fundust
við blóðrannsóknir þær, sem gerðar
eru að staðaldri á fæðingardeild
Landsspítala og mæðradeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur. Enginn
sjúklingur var með s. primaria. 122
sjúklingar komu með gonorrhoea á
árinu, 49 karlar og 75 konur. 4 sjúk-
lingar komu með pediculosis, 9 með
scabies, 2 karlar, 2 konur og 5 börn,
60 með aðra húðsjúkdóma. Smásjár-
rannsóknir voru gerðar 266 sinnum.
Heimsóknir sjúklinga á deildina voru
samtals 1284.
Hafnarfj. Sennilega nokkru fleiri
sjúklingar en skráðir eru.
Búðardals. 2 sjúklingar með gonorr-
hoea (3 á mánaðarskrá), og er það
óvenjulegt hér um slóðir. Báðir sjúk-
lingarnir sýktust utan héraðs.
Þingeyrar. 1 tilfelli, sjómaður, smit-
aður á Akureyri.
ísafj. Öll lekandatilfelli aðfengin, og
mun enginn innanhéraðsmaður hafa
haft kynsjúkdóm á árinu.
Súðavíkur. Seinast í október barst
mér bréf frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur varðandi stúlku, er hafði
ráðið sig ... Var gonorrhoeasmitun
rakin til hennar. Varð ég þess brátt
visari, að stúlkan hafði svo til strax
verið látin fara úr vistinni. Fyrirmæl-
um um, að hún gæfi sig tafarlaust
fram til rannsóknar, var komið áleið-
is. Að öðru leyti hef ég ekki orðið
kynsjúkdóma var í héraðinu.
Blönduós. 2 ungir menn með lek-
anda, báðir nýkomnir úr Reykjavík
og smitaðir þar. Annar innanhéraðs-
maður.
Sauðúrkróks. Kynsjúkdómar engir.
Ólafsfj. Ekkert tilfelli.
Akureyrar. Kornungt fólk í lang-
flestum tilfellum. Svo virðist sem fólk
sé alveg hætt að hræðast nokkuð kyn-
sjúkdóma nú orðið, enda er syphilis
að hverfa og svo þægilegt orðið að
lækna lekanda í flestum tilfellum, að
þessi sjúkdómur er hættur að hræða.
Engin tilfelli skráð af öðrum kynsjúk-
dómum en lekanda.
Grenivíkur. Engir i héraðinu, svo
að ég viti.
Húsavíkur. Varð ekki vart.
Vopnafj. 1 íslenzkur sjómaður með
lekanda.
Búða. 1 lekandatilfelli, íslenzkur
sjómaður á íslenzku farskipi. Á sama
skipi voru 3 sjómenn með ulcus vene-
reum. Skip þetta kom frá Póllandi.
Vestmannaeyja. Með meira móti á
árinu. Lekandi: Skráðir voru 14 inn-
lendir og 3 útlendingar. Sárasótt: 1
tilfelli kom fram (ekki skráð), 3. stigs,
með slagæðagúlp (aneurysma aortae).
Nýrra sárasóttartilfella hefur ekki
orðið vart hér um árabil.
Keflavíkur. Um kynsjúkdóma er
ekki neins sérstaks að geta, nema
heldur mega þeir teljast fátíðir, og
fer það vel, þar sem meiri og minni
ólifnaður fylgir hersetunni, sem vænta
má.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
1. Eftir mánaðaskrám:
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
1951 1952 1953 1954 1955
Tbc. pulm. 136 141 102 112 90
Tbc. al. loc. 29 45 37 24 18
Alls 165 186 139 136 108
Dánir 31 20 14 10 4
2. Eftir berklabókum (sjúkl. í árs-
lok): 1951 1952 1953 1954 1955
Tbc. pulm. 810 853 836 752 735
Tbc. al. loc. 146 159 162 130 104
Alls 956 1012 998 882 839
Úr berkladauða dregur enn svo að
um munar, en reyndar er dánartalan
orðin svo lág, að lítið er orðið að
marka hlutföll frá ári til árs, og getur
fyrst um sinn oltið á ýmsu um þær
lágu tölur. Úr heilaberklum deyr eng-
14