Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Qupperneq 111
— 109
1955
en önnur merki um smit fundust ekki
hjá sjúklingunum, hvorki hér, á Líkn
í Reykjavík né á Reykjalundi, en á
síðar nefnda staðnum dvaldist sjúk-
lingurinn um tima og fékk góSan bata.
Enginn annar smitandi sjúklingur
dvaldist í héraSinu á árinu, og eng-
inn dó á árinu úr berklum.
Eyrarbakka. Ekki vart nýrra smit-
ana.
Keflavíkur. í rénun í héraðinu.
3. Geislasveppsbólga
(actinomycosis).
Töflur V—VI.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 1 „ „ „ 1
Ránir „ „ ,, „ ,,
Einn sjúklingur skráður, og var það
í EgilsstaðahéraSi vestra, karlmaSur
40—60 ára, en af honum segir ekki
frekara.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
1951 1952 1953 1954 1955
Á spítala 9 7 7 6 5
I héruðum 3 2 2 2 2
Samtals 12 9 9 8 7
Utan hælisins í Kópavogi er enn
kunnugt um 2 holdsveika sjúklinga í
þessum héruðum: Rvik : 1 (karl, 57
ára), Húsavik: 1 (kona, 80 ára).
Læknir Holdsveikraspítalans i Kópa-
vogi lætur þessa getið:
í ársbyrjun voru á spitalanum 6
sjúklingar, 3 konur og 3 karlar. Eng-
inn bættist við á árinu, en 1 karlmað-
ur dó. Var það gamall sjúklingur, sem
hafði verið heimsendur frá Laugar-
nesspítala árið 1929. Hann átti heima
hér i Reykjavik, og bar ekki á neinu
í mörg ár. En eftir 18 ár frá heim-
sendingunni varð hann á ný yfirfall-
inn af holdsveikinni og kom þá á
Kópavog, 1947. Þar var hann síðan,
blindur, oftast þungt haldinn, þangað
til hann dó, 76 ára gamall. Voru þá
5 eftir í árslok, 2 karlar og 3 konur,
nllt gamalmenni á sjötugs- og áttræðis-
uldri. Öll hafa þau fótavist að jafnaði.
Húsavíkur. Sama kona og áður,
heilbrigð í mörg ár.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
1951 1952 1953 1954 1955
Sjúkl. 6 13 4 4
Dánir 3 2 3 „ 1
Á mánaðarskrám eru 4 skráðir
sullaveikir, en einum varð sullaveiki
að bana á árinu, auk þess sem sulla-
veiki er getið a. m. k. á tveimur öðr-
um dánarvottorðum, sbr. ummæli
borgarlæknis i Reykjavík hér á eftir
(e. t. v. fyrst fundin við krufningu).
Á ársyfirliti, sem borizt hefur úr
öllum héruðum, eru greindir 7 sulla-
veikir, allt roskið fólk og margt fjör-
gamalt. Allt þetta fólk virðist hafa eða
hafa haft lifrar- eða kviðarholssulli.
Flestir sjúklinganna eru ekki sulla-
veikir að öðru leyti en þvi, að þeir
ganga með fistil eftir sullskurð, eða
óvirkir kalkaðir sullir hafi fundizt í
þeim af tilviljun við röntgenmyndun.
Hér fer á eftir skrá yfir sullaveikis-
sjúklinga þá, sem greindir eru i árs-
yfirlitinu: Búðardals: 1 (kona,
84 ára); Flateyrar: 1 (kona, 71
árs); H o f s ó s : 1 (kona, 57 ára);
Þórshafnar: 1 (kona, 63 ára);
Hafnar: 1 (kona, 41 árs); Stór-
ólfshvols: 2 (konur, 71 og 77
ára).
Rvík. Á 3 dánarvottorðum er getið
um sulli; var um að ræða 2 karlmenn
og 1 konu, öll yfir sjötugt. Sullirnir
voru i lifur, nýra og grindarbeinum.
Búðardals. Rúmlega áttræð kona á
Fellsströnd áður skráð með e. hepatis.
Við operatio á Landsspítalanum mun
hafa komið í Ijós echinococcus hepa-
tis í 44 ára gamalli konu, en um sull
í þeirri konu mun ekki hafa verið
vitað áður.
Hofsós. Kona með kalkaðan sull i
lifur á farsóttaskrá. Hafði hún haft
einkenni frá maga og látiö rannsaka
sjúkdóm sinn, og kom þá áður nefnd-
ur sullur fram á röntgenmynd.
Grenivíkur. Hundar hreinsaðir ár-
lega. Þó varð nú siðast liðið haust