Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 136
1955
— 134 —
ið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar:
Kristján Sveinsson, augnlæknir i
Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúla-
son, augnlæknir á Akureyri, um Norð-
urland, Bergsveinn Ólafsson, augn-
læknir i Reykjavík, um Austfirði, og
Sveinn Pétursson, augnlæknir i
P.eykjavík, um SuSurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um
ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Ferðunum hagað svipað og undan-
farin ár, byrjað á Akranesi og endað
í Bjarkarlundi, siðar farið um Vest-
firði. Skipting eftir stöðum og helztu
sjúkdómum sést á meðfylgjandi töflu.
Eins og áður notar fólk sér mikið
ferðalög þessi. í þetta skipti fann ég
7 nýja glákusjúklinga, og margir eldri
glákusjúklingar komu til eftirlits.
Flestir sjúklinganna komu vegna sjón-
breytinga, sjóngalla, conjunctivitis,
keratitis og dacryocystitis, gamalt fólk
vegna breytinga í lens (cataracta) og
skemmda í sjónhimnu (maculadege-
neratio). í Súðavík skoðaði ég konu,
sem átti að hafa fengið skyndilega
sjón á blint auga á yfirnáttúrlegan
hátt, á meðan hún var stödd i kirkju
við guðsþjónustu. 8 ára gömul hafði
hún veikzt, skekktist þá vinstra auga,
síðan rangeygð, og frá þeim tíma hef-
ur sjón verið litil á auganu. Við skoð-
un fannst: Augnlok eðlileg. V. auga:
Strabismus convergens, hreyfir augað
lítið út á við, abducensparese; augað
að öðru leyti eðlilegt. Sjón á hægra
auga % — og á vinstra auga ^ eðli-
legrar sjónar með gleraugum. Svarar
það nokkurn veginn til sjónar þeirrar,
er fólk hefur, sem orðið hefur tileygt
á unga aldri og notar ekki skakka
augað að fullu. Fyrst ég get um þetta,
langar mig til að minnast á gamlan
sjúkling, sem ég hitti á ísafirði fyrir
nokkrum árum og mér finnst ganga
kraftaverki næst, að halda skyldi sjón
sinni. Ég var beðinn að koma i hús
til gamailar konu, 96 ára, sem vantaði
gleraugu. Við skoðun kom í Ijós, að
báða augasteina vantaði, en þó hafði
aldrei verið gerð læknisaðgerð á aug-
unum. Á unga aldri hafði kýr stangað
hana í hægra auga, augað sprungið og
lens þrýst út úr auganu, sást nú að-
eins fyrir örinu á auganu ofanverðu,
leit út eins og það hefði verið skorið
upp og augasteinninn tekinn; með
réttum gleraugum hafði hún góða sjón
.a
o Cð *o a
eð a Cð | cð M V » 2 Ö .2 3 a 1
o 3 JB o s Cð o Iritis q a •9 a « M Pí '5, 2 ’> o < a Ptosis u <55 i Q ■> 3
Akranes 5 2 2 3 2 55
Borgarnes 1 1 - 1 _ - - 1 _ 30
Ólafsvík 3 2 - 1 - - 1 1 1 43
Stykkishólmur 5 3 í 1 - i - 1 _ 90
Grafarnes 1 - - - - - - _ _ 14
Búðardalur 3 2 - 1 - - - - _ 28
Bjarkarlundur 1 3 - 1 - i - - - 30
Patreksfjörður 6 5 - - 1 - 1 - 1 70
Bíldudalur 1 2 - - - - - 1 - 35
Þingeyri 1 1 - - - - - 1 1 44
2 1 34
Suðureyri 3 2 _ - - - - 2 1 45
ísafjörður 7 4 - - - - - 6 3 180
Bolungarvík 5 2 - 2 - - - 1 2 70
Súðavík 1 - - 1 - - - 1 3 15
Samtals 45 30 í 10 1 2 2 18 14 783