Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Síða 149
147 —
1955
húsgólfinu heima hjá sér; send til Ak-
ureyrar. Fract. radii 3: 2 typica, kon-
ur 71 og 40 ára, hitt grænviðjarbrot
á 5 ára dreng. Fract. malleoli 2: Sami
maðurinn brotnaði hægra megin í júní,
vinstra megin í desember. Auk þess
smásár, distorsiones, rifbrot 1 og com-
motio cerebri 1.
Vopnafj. Engin stórslys urðu i hér-
aðinu. Ungir menn þreyttu fótbolta-
kappleik 17. júni. Vildi þá svo slysa-
lega til, að einn keppendanna stökk á
fótlegg öðrum, er lá hálffallinn, með
þeim afleiðingum, að fótleggur hins
siðar nefnda brotnaði rétt ofan við v.
öklalið. Bóndi var að færa grjót inn
i súrheystóft. Var hann sjálfur úti, en
stálpaður sonur hans raðaði steinun-
um inni. Varð þá það slys, að einn
steinninn lenti á höfði drengsins, sem
hlaut 8 sm langan skurð gengnum höf-
uðleður. Áverkar og meiðsli annars
þessi skráð: Fract. femoris •— osteo-
psatyrosis — 1, cruris 1, claviculae 1,
costae 4, ossis metacarpi 1, metatarsi
!• Lux. brachii 1. Derangement inter-
ne 1. Contusio 12. Distorsio 18. Vulnus
incisivum 11, contusum 47, punctum
7. Corpus alienum corneae & conjunc-
tivae 8, aliis locis 4. Ambustio 11. Con-
gelatio 4. Enginn brenndist stórvægi-
lega. Smávægilegt kal i andliti og á
hálsi á ungum börnum. Intoxicatio
CO(?) 2.
Egilsstaða eystra. Talsvert um smá-
slys að vanda. Minna háttar brunar,
vulnera incisa, contusa og fracturae.
Auk þess eitt dauðaslys. Ungur maður
gekk fram af hömrum og beið bana.
Bakkagerðis. Fract. malleoli 1, anti-
brachii 1, radii 2, costarum 2.
Seyðisfí. Ungur maður, til heimilis
á Þórarinsstaðaeyrum, drukknaði af
togara i Reykjavíkurhöfn. 60 ára karl-
maður, sem bjó einn í húsi, brann
inni, er kviknaði i húsinu. Annars
engin alvarleg slys á árinu.
Nes. 3 bæjarbúar fórust við strand
Egils rauða í janúar, feðgar, nýfluttir
hingað úr Mjóafirði, og ungur maður,
uppalinn hér. Telpa um 5 ára að aldri
tannst að kvöldlagi á floti við bryggj-
una í Neskaupstað, án lífsmarks. Mun
hafa verið að leik við höfnina og fall-
ið i sjóinn. Langvarandi lifgunartil-
raunir reyndust árangurslausar. Frac-
turae: costarum 5, claviculae 1, digiti
3, humeri 2, Collesi 2, fibulae 1, nasi
I. Luxationes: humeri 2. Distorsio:
talocruralis 11, aliis locis 6. Commo-
tio cerebri 7. Contusiones 35. Vulnera
incisa 59, abrasa 23, contusa 19, sticta
II. Combustiones: 10. Corpus alienum
oculi 15, sub cute 8, nasi 2. Ungur
maður hengdi sig í húsi sínu. Mun
bafa verið veill á geðsmunum.
Búða. Með togaranum Agli rauða,
sem strandaði fyrir Vestfjörðum, fórst
einn maður héðan úr héraðinu. Var
hann kvæntur og átti fyrir börnum að
sjá. Lux. humeri dextri: Maður var
að fara um borð í bát; lágsjávað var
og bryggjan sleip eftir regn. Skrikaði
manninum fótur, og féll hann niður á
þilfar ca. 1,5 m og kom niður á hægri
öxl. Perforatio bulbi oculi sinistri:
Bræður tveir, 10 og 13 ára, voru að
kasta nöglum á milli sín i dimmum
kjallara; tókst þá svo illa til, að yngri
bróðirinn fékk naglaodd í vinstra
auga, og eyðilagðist það. Fjöldi minna
háttar slysa, krókstungur, skurðsár og
mör.
Djúpavogs. 50 ára maður úr Álfta-
firði fannst liggjandi meðvitundarlaus
í fjósi sínu 13. mai 1955 og virtist
hafa dottið niður stiga þar inni. Ég
var á ferð í Breiðdal og frétti ekki um
slysið fyrr en daginn eftir. Við skoð-
un var hann enn meðvitundarlaus.
Enginn áverki, nema talsvert mar bak
við hægra eyra. Engar lamanir. Flug-
vél komst ekki þann dag vegna óveð-
urs. Sjúklingnum hrakaði um nóttina,
þrátt fyrir 50% glucosu i. v., 1000 cc
af 10% glucosu i. v., gefið í tvennu
lagi og pensilín í stórum skömmtum.
Daginn eftir var hægt að senda hann
með sjúkraflugvélinni til Reykjavíkur
á Landsspítalann. Þar lá hann frá
15/5 til 26/7 1955 og komst ekki til
meðvitundar fyrri en 20. júní. Sjúk-
dómsgreining Landsspítalans var:
Fract. cranii, haemorrhagia intra-
cranialis. Siðan hefur hann verið
sæmilega hraustur. Hann fær örstutt,
en mjög tíð „absens“-köst, sem hann
gerir sér ekki grein fyrir sjálfur. Svar-
ar þá ekki í 1—2 mínútur, ef yrt er
á hann. Einnig lítils háttar incon-