Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Side 158
195S
— 156 —
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XIX.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á
þessu ári samkvæmt töflu XVII 49
alls og eru einu fleiri en á si'ðast liðnu
ári. Sjúkrahúsið, sem við hefur bætzt,
er bráðabirgðasjúkrahús, sem rekið var
fyrir mænusóttarsjúklinga i Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur, en átti fyrir
sér að verða breytt á næsta ári i
almenna lyflæknisdeild, sem siðan er
ætlað að ganga inn í hið almenna
Bæjarsjúkrahús Reykjavíkur, sem í
smiðum er i Fossvogi.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst
1615. Koma þá 10,4 rúm á hverja 1000
íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 43
með 1029 rúmum samtals, eða 6,6%c.
Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða
l,6%c.
Kleppjárnsreykja. Sjúkraskýlið ekki
rekið á árinu.
Rvík. Byggingu Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavikur var að mestu lokið i
árslok. I byrjun október var opnuð
þar ný sjúkradeild. Mikill mænusótt-
arfaraldur var þá í uppsiglingu, og
var deildin það sem eftir var ársins
aðeins notuð fyrir mænusóttarsjúk-
linga. Deildinni er ætlað að vera lyf-
læknis- og farsóttadeild og hefur hlot-
ið heitið Bæjarspítali Reykjavikur.
Gert er ráð fyrir, að deildin flytjist í
Bæjarsjúkrahúsið i Fossvogi, þegar
bygging þessi verður fullgerð. í hinni
nýju deild, Bæjarspitalanum, eru nú
(1956) 60 sjúkrarúm. Yfirlæknir var
ráðinn dr. med. Óskar Þ. Þórðarson,
en aðstoðarlæknar þeir Björn Guð-
brandsson og Guðmundur Benedikts-
son. Jafnframt þvi að Bæjarspitalinn
er tekinn i notkun, hættir Farsótta-
húsið við Þingholtsstræti að gegna
hlutverki sinu sem farsóttahús. Mörg
undanfarin ár hefur þörfin verið lítil
fyrir sérstakt sjúkrahús eða deild í
þessu skyni, og hefur Farsóttahúsið
því síðustu árin að mestu leyti verið
notað í öðru skyni. Hafa þar aðallega
legið tauga- og geðsjúklingar. Sjúkra-
húsið er áfram ætlað þessum sjúk-
lingum, svo og áfengissjúklingum og
langlegusjúklingum. Um miðjan sept-
ember var Slysavarðstofa Reykjavikur
flutt i nýtt húsnæði i Heilsuverndar-
stöðinni, og var ráðinn yfirlæknir
Haukur Kristjánsson, en í veikindafor-
föllum hans gegndi prófessor Guðmund-
ur Thoroddsen yfirlæknisstörfum. Að-
stoðarlæknir var ráðinn Hjalti Þórar-
insson. Auk þeirra unnu 3 læknakandi-
datar á föstum vöktum. Læknavörður
er nú allan sólarhringinn á Slysavarð-
stofunni, en það hefur ekki verið áð-
ur. Með stofnun slysavarðstofu hætti
handlæknisdeild Landsspitalans að
taka á móti slysum, og var þá bætt
úr aumu ástandi, sem staðið hafði i
mörg ár. Enn fremur hefur þessi ráð-
stöfun létt mikið á Landakotsspitala.
Læknavarðstofan er áfram rekin í
sambandi við Slysavarðstofuna. Fyrir
tilverknað borgarlæknisembættisins og
með fjárhagslegum stuðningi bæjar-
stjórnar Reykjavíkur var samtimis
flutningi læknavarðstofunnar í Heilsu-
verndarstöðina tekið upp það nýmæli,
að Landsspítalinn, Landakotsspítalinn
og' Sjúkrahús Hvítabandsins skiptu
með sér mótttöku bráðra sjúkdómstil-
fella úr Reykjavík. Hefur þessi ráð-
stöfun orðið til mikils gagns og hag-
ræðis fyrir sjúklinga og lækna, er á
aðstoð sjúkrahúsa hafa þurft að halda.
Landsspitalinn tekur, hér eftir sem
hingað til, við bráðum sjúkdómstil-
fellum utan af landi. Sjúkrahúsbygg-
ingum miðaði nokkuð áleiðis á árinu.
Byrjað var á stækkun Landsspítalans,
og um áramótin var lokið við að
steypa % hluta kjallara þeirrar bygg-
ingar. Byggingu Hjúkrunarkvenna-
skólans miðaði vel. Búizt er við, að
hann verði tilbúinn til íbúðar á næsta
ári, en við það losnar þriðja hæð
Landsspítalans, og verður þá komið á
fót nýrri spitaladeild þar. Byggingu
Bæjarsjúkrahússins var haldið áfram,
og var í árslok lokið við að steypa
kjallara og fyrstu hæð.
Hafnarfí. Þetta ár var fyrsta heila
starfsárið hjá hjúkrunarheimilinu Sól-
vangi. Aðsókn hefur verið mikil og
oftast fullskipað. Aðsókn að fæðingar-
deildinni hefur verið heldur minni,
en þó hefur verið þar fullskipað á
köflum. Allmargar utanhéraðskonur