Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Síða 174
19S5
172 —
4. Húsakynni og þrifnaður.
Rvík. í Reykjavik var lokið bygg-
ingu 200 íbúðarhúsa og aukning gerð
á 44 eldri húsum. Samanlögð aukning
á húsnæði nemur á árinu 22987,42 m2
og 198246 m3. 1 húsum þessum eru
alls 564 ibúðir, og er skipting þeirra
eftir herbergjafjölda, auk eldhúss, sem
hér segir: 1 herbergi: 10, 2 herbergi:
59, 3 herbergi: 150, 4 herbergi: 170,
5 herbergi: 115, 6 herbergi: 37, 7 her-
bergi: 19, 8 herbergi: 2, 9 herbergi: 2.
Auk þess eru 59 einstök herbergi. Vit-
að er, að allmörg hús og ibúðarskúrar
hafa verið reistir i úthverfum bæjar-
ins án samþykkis byggingarnefndar,
eins og undanfarin ár, og eru þau ekki
talin hér með. Á árinu var hafin skoð-
un og skráning á íbúðarhúsnæði i
Reykjavík, og var byrjað á að skoða
þær íbúðir, sem líklegt þykir, að séu
lélegustu íbúðirnar í bænum, þ. e. her-
skálaibúðir og íbúðarskúrar, en síðan
verður haldið áfram að skoða og skrá-
setja annað íbúðarhúsnæði. Á árinu
voru framkvæmdar 77 húsnæðisskoð-
anir samkvæmt beiðni íbúa. Flestar
eru beiðnir þessar um skoðun á íbúð-
um í herskálum og kjöllurum, og er
um þær beðið aðallega í sambandi við
umsóknir um ibúðir eða um lán til
ibúðabygginga. Að tilhlutan heilbrigð-
iseftirlitsins voru hreinsaðar 472 lóð-
ir, þar af hreinsuðu vinnuflokkar bæj-
arins 275. Rifnir voru 22 herskálar og
92 skúrar. Ekið var 1391 bíllilassi af
rusli á haugana á vegum lóðahreins-
unarinnar, þar af 566 úr herskála-
hverfum, en mikil vinna er lögð í að
halda þeim hreinum. Útisalerni við
íbúðarhús voru í árslok 89. í herskála-
hverfum og á vinnustöðvum voru úti-
salerni 189. Fjöldi útisalerna alls er
þvi 278, og hefur þeim fækkað um 27
á árinu. Svæði það, er sorphreinsun
Reykjavíkur nær til, hefur verið
stækkað. Fer hreinsun nú fram á öllu
bæjarlandinu vestan Elliðaáa, erfða-
festulöndum og þéttbýli. í noktun
voru í árslok 13575 sorpílát. Eru þau
hreinsuð vikulega, eða því sem næst.
Ekið var á sorphaugana 18964 bíl-
förmum af sorpi. Magnið var um
109187 m3 og í smálestum um 19200.
Sorpmagn á hvern íbúa var þannig
um 280 kg. 1 lok ársins var gengið frá
samningum um byggingu sorpeyðing-
arstöðvar. Er það ekki vonum fyrr,
því að mikil óþægindi og margs konar
óhollusta stafar af sorphaugunum á
Eiðsgranda.
Hafnarfj. Vatnsveita bæjarins er nú í
góðu lagi eftir nýafstaðna stækkun og
fullnægir þörfum bæjarbúa eins og er.
Vatnið er gott, tekið úr uppsprettum
í hrauninu fyrir norðaustan Kaldársel.
Skolpveitukerfi bæjarins er ófullkom-
ið, enda gamalt, en bærinn ört vax-
andi. Ræjarstæðið er að mestu hraun
og því dýrt og erfitt að endurbæta
kerfið. Flestar leiðslur liggja út i fjöru-
borðið við höfnina, sem er alveg ó-
hæft. Varð því að setja i heilbrigðis-
samþykktina bann við þvi, að fiski-
bátar noti sjó til þvotta á lestum og
þilfari, hvernig sem gengur að fram-
fylgja því. Sorphreinsunina er verið
að endurbæta. Fengin hafa verið góð
sorpilát með loki og vagnar fyrir
hreinsunarmenn að aka sorptunnununi
að bílunum. Erfðist hefur reynzt að
koma sorpinu, sem er ört vaxandi,
fyrir. Hefur því verið ekið suður í
hraun og þar sett í gjótur. Gjóturnar
fyllast fljótt; rottur og mávar safnast
þar saman, þótt reynt sé að brenna
það af sorpinu, sem brennanlegt er,
og hylja hrauni það, sem eftir verður.
Fiskúrgangur fer allur i fiskimjöls-
verksmiðjuna, sem vinnur úr honum
verðmæta vöru. Ekki verður hjá því
komizt, að vatn, mengað blóði og
slori, renni frá fiskvinnslustöðvunum,
og veldur það óhreinindum innan
hafnarinnar, eins og skiljanlegt er.
Akranes. Mikið hefur verið byggt á
Akranesi á þessu ári. Á árinu voru í
byggingu 95 íbúðarhús úr steinsteypu
og eitt timburhús á steyptum kjallara
með samtals 154 íbúðum. Þar af voru
tekin i notkun 42 hús með 62 íbúðuni.
Auk þess voru í byggingu 2 sölubúð-
ir, 1 skreiðargeymsla, 1 vörugeymsla,
slökkvistöð, 1 vélsmiðja, 1 kæli-
geymsla og 1 fiskhús. Þá voru í bygg-
ingu 15 bifreiðaskýli, 5 byggð úr
steinsteypu og 10 úr timbri og járni-
Tekinn var i notkun á Akranesi nýr
sorphreinsunarbill, sérstaklega yfir*