Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Qupperneq 181
— 179 —
1955
mánuðina október—nóveniber, en þá
varö að loka henni vegna mænusóttar-
faraldursins. Sýnishorn af vatninu
hafa verið send til atvinnudeildar Há-
skólans til athugunar á klórmagni og
gerlagróðri, og hefur það reynzt inn-
an hæfilegra takmarka í öll skiptin.
ísafj. íþróttahúsið ónothæft á síð-
asta kennsluári vegna skemmda á
þaki, er fram komu vegna leka og ó-
fullkominnar einangrunar, en unnið
er að endurbótum á húsinu, og standa
vonir til, að það verði orðið nothæft
i haust.
Höfða. Ekki iðkaðar hér, enda engin
aðstaða til þess.
Ólafsfj. Litið stundaðar. Sundiðkun
minnkandi vegna kaldara vatns í sund-
lauginni. Laugin þvi aðeins opin nú
orðið tvo daga i viku að vetrarlagi.
Akureyrar. Íþróttalíf með blóma og
unnið af kappi að því að fullgera
sundhöllina, sem vonandi getur tekið
til starfa á næsta ári og aukið áhuga
á og bætt alla aðstöðu til sundiðkana.
Grenivíkur. Mjög dauft yfir öllu í-
Þróttalífi hér, enda ekki óeðlilegt, þar
sem yngra fólkið hér er mikið að
heiman, annað hvort i atvinnu eða í
skólum. Sundlaugin er mikið notuð,
hæði af skólabörnum og unglingum
vor- og sumarmánuðina. Nokkuð fara
einnig börn og unglingar á skíði, þeg-
ar skiðafæri er.
Seyðisfj. Leikfimi og sund kennt
skólabörnum. Auk þess nokkuð stund-
aðar ýmsar íþróttir af áhugafólki, aðal-
iega að sumrinu.
Djúpavogs. Ekkert íþróttafélag. Eng-
ai skipulagðar íþróttaæfingar.
Vestmannaeyja. íþróttaáhugi hefur
yerið lítill undanfarið. Bygging nýs
^þróttavallar stendur yfir, en enn er
beðið eftir framkvæmdum við sund-
höll.
10. Alþýðufræðsla um
heilbrigðismál.
Höfða. Engin önnur en sú að brýna
fyrir fólki í viðtölum heilbrigða lifn-
aðarháttu.
Seyðisfj. Engin i fyrirlestrarformi.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðun hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og taka
til 18380 barnaskólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X),
sem gerð hefur verið upp úr slcóla-
skoðunarskýrslum héraðslæknanna,
hafa 16544 börn, eða 90,0% allra
barnanna, notið kennslu í sérstökum
skólahúsum öðrum en heimavistar-
skólum, 549 börn, eða 3,0%, hafa not-
ið kennslu í heimavistarskólum, en
þau hafa þó hvergi nærri öll verið
vistuð í skólunum. 868 börn, eða
4,7%, hafa notið kennslu í sérstökum
herbergjum í ibúðarhúsum og 419, eða
2,3%, í íbúðarherbergjum innan um
heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými
eru ófullkomnar, en það virðist vera
mjög mismunandi: í hinum almennu
skólahúsum er loftrými minnst 1,4 m3
og mest 8,4 m3 á barn, en jafnar sig
upp með 3,5 m3. í heimavistarskólum
1,3—13,2 m3, meðaltal 4,6 m3. í hin-
um sérstöku kennsluherbergjum í í-
búðarhúsum 2,1-—9,0 m3, meðaltal 4,0
m3. í ibúðarherbergjum 1,3—7,2 m3,
meðaltal 4,4 m3, sem heimilisfólkið
notar jafnframt. í hinum sérstöku
skólahúsum, þar sem loftrýmið er
minnst, er það oft drýgt með því að
kenna börnum til skiptis í stofunum.
Vatnssalerni eru til afnota í skólunum
fyrir 17812 þessara barna, eða 96,9%,
forar- og kaggasalerni fyrir 562 börn,
eða 3,06%, og ekkert salerni fyrir 6
börn, eða 0,03%. Leikfimishús hafa
13310 barnanna, eða 72,4%, og bað
13376 börn, eða 72,8%. Sérstakir
skólaleikvellir eru taldir fyrir 14109
börn, eða 76,8%. Læknar telja skóla
og skólastaði góða fyrir 14997 þessara
barna, eða 81,6%, viðunandi fyrir
2854, eða 15,5%, og óviðunandi fyrir
529, eða 2,9%.
Rvik. Nýr skóli, Háagerðisskóli, tók
til starfa, og var hann í sambandi við
Laugarnesskólann. Nemendafjöldi þar
var 218, og voru það aðeins 7—9 ára
börn. Ljósböð fengu 1532 börn. Lýsi
fengu öll börn, nema þau, er aðstand-