Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Síða 182
1955
— 180 —
endur upplýstu um, að fengju lýsi
heima.
Ólafsvíkur. Tekið var í notkun nýtt
og veglegt skólahús í Ólafsvík (þar
sem þó vantar leikfimistofu). Húsa-
kynni annars staðar hin sömu og áður
og aðstæður allar óbreyttar.
Hvammstanga. Skólaeftirliti hagað
sem fyrr. Reykjaskóli tók nú aftur til
starfa eftir eins árs kennsluhlé.
Blönduós. Farskólar enn i 6 hrepp-
um héraðsins, en húsakynni og að-
búnaður farskólanna hefur stórum
batnað í seinni tíð, loftrými viðunan-
legt og vatnssalerni á öllum skólastöð-
unum.
Ólafsfj. Um 40 börn nutu ljósbaða.
Grenivíkur. Börnin fá lýsi í skólan-
um.
IJúsavíkur. Barnaskólahúsið í Húsa-
vílt er orðið gamalt og ófullnægjandi,
enda byggt 1908. Byrjað er að byggja
nýtt og vandað skólahús, sem senni-
lega mun fullnægja þörfum vaxandi
kauptúns í næstu framtið.
Seyðisfí. Skólaskoðun framkvæmd í
byrjun skólaárs, eins og venjulega.
Engin breyting á skólahaldi. Olíu-
kyndingartækjum var komið fyrir í
barnaskólanum og ýmsar lagfæringar
gerðar, aðallega i kjallara.
Djúpavogs. Sendi hráka til ræktun-
ar frá skólastjóranum, af því að hann
var Pirquet +. Ræktun neikvæð.
Vestmannaeyja. Aðalskólaskoðun fer
fram að haustinu, en eftirlit yfir vet-
urinn eftir ástæðum. Börnin fá lýsi og
ljósböð. Húsnæði barnaskólans er ó-
breytt frá því, sem verið hefur, en
Gagnfræðaskólinn býr nú við batn-
andi húsakost, og er fyrirhugað að
Ijúka alveg gagnfræðaskólabygging-
unni á árinu 1956.
12. Barnauppeldi.
Rvik. Hjúkrunarkona barnaverndar-
nefndar liafði eftirlit með 133 heimil-
um á árinu. Barnaverndarnefnd út-
vegaði 218 börnum og unglingum dval-
arstaði. Hjá nefndinni voru bókuð af-
brot 309 barna og unglinga.
Grenivikur. Sæmilegt yfirleitt. Ekki
hefur borið á óknyttum barna.
Djúpavogs. Misjafnt eins og annars
staðar.
Vestmannaeyja. Misjafnt eins og
gengur.
13. Meðferð þurfalinga.
Akureyrar. Tel meðferð þurfalinga
yfirleitt góða, enda aldarandinn mann-
úðlegur og sæmilega tillitssamur.
Grenivíkur. Góð. Ein roskin kona
þarfnast styrks frá hreppnum, þar sem
ellistyrkur hrekkur ekki. 2 þurfalingar
eru á elliheimili, 1 á sjúkrahúsi.
Vestmannaeyja. Er góð, enda fáir,
sem sjá þarf fyrir.
14. Ferðalög héraðslækna og læknis-
aðgerðir utan sjúkrahúsa.
Ólafsvikur. Aðgerðir auk fæðingar-
aðgerða: Incisiones 29, sárum lokað
21, lagðar á gipsumbúðir 11, plástur
(inmobilisatio) 11, zinklím 4.
Akureyrar. Sumarferðalög um lækn-
ishéraðið mjög auðveld, þar eð vega-
kerfi hér er orðið fremur gott og bíl-
fært að flestum bæjum að sumrinu.
Vetrarferðir hafa á þessum vetri, eins
og áður, að heita má eingöngu komið
í hlut héraðslæknis, og hafa verið
venju fremur auðveldar, þar eð svo
snjólétt hefur verið, að varla eru dæmi
um snjóléttari haust og vetur. Oft hægt
að losna við sveitaferðir, síðan hin
nýju sýklalyf, pensilín o. fl., komu til
sögunnar.
Grenivíkur. Flestar ferðir farnar i
bifreið, síðan vegir bötnuðu. Þó er
sama að segja um vetrarferðir og áð-
ur, að ekki er um annað að gera en
að fara á skíðum, er vegir teppast
vegna snjóa, eins og hér er algengt
að vetrinum.
Djúpavogs. Ég fékk jeppa i nóvem-
ber. Gat lítið sem ekkert notað hann
til áramóta vegna ófærðar. Ferðir
mest á bátum eins og áður. Alltaf farið
landveg suður í Álftafjörð.
Kirkjubæjar. Ferðalög talsverð. Um
12000 km eknir innan héraðs á árinu.
Allar ferðir farnar í bíl. Vegir batna
með hverju ári, sem líður. Má heita,
að erfið ferðalög séu hér úr sögunni.
Beynir æ minna á karlmennsku og