Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 186

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 186
19SS 184 — Stafar þetta af ókunnugleika fólksins um gildandi lög i þessu efni og hirðu- leysi að nokkru leyti. Sömu sögu er að segja um bólusetningu gegn barna- veiki; sárafáir koma ótilkvaddir með börn sin til þeirrar bólusetningar. Það þykir víst óraunhæft að bólusetja börn gegn þeim sjúkdómi, sem er orðinn svo sjaldgæfur. Eins og kunnugt er, var efnt til bólusetningar gegn mænu- sótt með Salk-bóluefni á s. 1. vori. Kostaði það mikið umstang og fyrir- höfn að skrásetja börnin, sem urðu nokkur hundruð, en svo varð að hætta við allt á siðustu stundu vegna válegra frétta frá Bandarikjunum af bólusetn- ingu þar. Búðardals. Kúabólusetning ekki framkvæmd vegna mænusóttar, nema í Laxárdals- og Haukadalshreppi, þar sem ljósmóðir hafði bólusett fyrr um sumarið allmörg börn í 1. sinn. Aðrar ónæmisaðgerðir mjög fáar. Reykhóla. Kúabólusetningu frestað vegna mænuveilcifaraldursins. Bolungarvíkur. Vegna mikilla veik- inda í börnum, auk þess sem mænu- sóttarbólusetning var fyrirhuguð og óheppilegt talið, að ekki liðu a. m. k. 2—3 mánuðir á milli kúabólusetning- ar og mænusóttarbólusetningar, féll kúabólusetning niður. Árnes. Bóla kom ekki út á neinu bólusettu barni. Væntanlega óheppi- legur modus operandi eða lélegt bólu- efni. Hallast ég fremur að hinu siðar nefnda. Ólafsfí. Féllu alveg niður vegna far- sótta. Akureyrar. Kúa-, berkla- og barna- veikisbólusetning var framkvæmd á beilsuverndarstöð Akureyrar á árinu, en vegna mænusóttarfaraldursins í Reykjavík var þó minna um þessar ónæmisaðgerðir en annars mundi ver- ið hafa, þar eð ekki þótti ráðlegt að gera hér neinar ónæmisaðgerðir, eftir að mænusóttarfaraldurinn hófst i Reykjavík. Grenivíkur. Bólusett voru bæði yngri og eldri börn. Kom bólan ó- venjulega illa út á frumbólusettum börnum. Ekkert barnanna veiktist al- varlega. Breiðumýrar. Frumbólusetning féli að mildu leyti niður á árinu. Var henni fyrst frestað vegna fyrirhug- aðrar bólusetningar gegn mænuveiki, en siðan vegna farsótta, mislinga og inflúenzu. Húsavíkur. Frumbólusetning féll niður að þessu sinni vegna óvenjulega mikilla farsótta fyrra part sumars. Endurbólusetti þó öll fermingarbörnin. Seyðisfí. Kúabólusetning hefur fall- ið niður síðast liðin 2 ár vegna far- aldra, sem gengið hafa að vorinu og fram á sumar. Foreldrum hefur verið gefinn kostur á að fá börn sínu bólu- sett gegn barnaveiki, en engir hafa notað sér það árið 1955. Djúpavogs. Fermingarbörn bólusett. Annars engar ónæmisaðgerðir fram- kvæmdar (sjá þó um mislinga). Ástæð- an var viðloðandi smitafaraldur og möguleiki á mænusóttarfaraldri. Vestmannaeyja. Bólusetningar fóru fram lögum samkvæmt. 21. Mannskaðarannsóknir og önnur réttarlæknisstörf. Frá Rannsóknarstofu Háskólans hef- ur borizt eftirfarandi skýrsla um rétt- arkrufningar, sem þar voru frani- kvæmdar á árinu 1955: 1. 6. janúar. Sólarhringsgamalt mey- barn. Við krufningu fannst rúm- lega kríueggsstór cysta, allt að 5 sm á lengd, full af tærum vökva; gekk hún út frá framanverðu vinstra heilahveli og þrýstist inn á milli hvelanna. Bjúgur var i heilanum. Ályktun: Þrýstingur fra heilablöðrunni hefur sennilega valdið dauða barnsins. 2. 8. janúar. H. K-dóttir, 6 ára. Varð fyrir bil og dó að kalla sam- stundis. Ályktun: Við krufningu fannst mikið brot á höfuðkúpU, beggja megin á kúpubotninum- Enn fremur mikil sprunga í efra blaði hægra lunga, og hafði blætt mikið úr þvi inn i brjósthol. Hvort tveggja, brotið á höfðinu og blæðingin úr lunganu, hefur fljótt valdið bana. 3. 13. janúar. I. S. G-son, 39 ára kaupmaður. Datt niður, er hann var að ná i strætisvagn og hneig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.