Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 189
— 187 —
1955
sakazt af magainnihaldi, sem
hrokkið hafði ofan i lungu, hefur
valdið dauða konunnar.
13. 7. marz. H. G. G-son, 31 árs loft-
skeytamaður. Hafði komið seint
heim um nótt, drukkinn. Um há-
degi daginn eftir fannst hann lát-
inn í rúmi sínu. Ályktun: Við
krufningu fannst mjög mikill
bjúgur í lungum og berkjur stífl-
aðar af blóðugri froðu og slími
beggja megin. Maðurinn hefur
haft mjög svæsna berkjubólgu, svo
að berkjur voru stíflaðar i stórum
stíl og vottur bólgu í báðum lung-
um. Hafa þessar breytingar í sam-
einingu, einkum bjúgurinn og
berkjustíflan, gert út af við mann-
inn, sem hefur verið dálítið ölv-
aður (í blóði 0,92%c alkóhól).
14. 12. apríl. E. B-son, 56 ára raf-
virki. Veiktist skyndilega af verk
fyrir brjósti og lézt innan stund-
ar. Ályktun: Við krufningu fannst
mikil kölkun í vinstri kransæð
hjarta, sem var næstum lokuð á
allstóru svæði. Enn fremur fannst
nokkur kölkun og þrengsli á parti
í hægri kransæð og fersk blóð-
storka á þvi svæði. Sýnilegt er,
að vinstri helmingur hjarta hefur
nærzt í gegnum hægri æðina, og
við það, að hún hefur stíflazt,
hefur hjartað orðið blóðlaust á
stóru svæði, svo að dregið hefur
til bana. Enn fremur fannst mikið
þyltkildi i vegg hægri arteria fe-
moralis og nokkur kölkun i heila-
æðum. Loks fannst mjög mikil
kölkun í neðanverðri meginæð
(aorta). Mikill bjúgur fannst í
báðum lungum, og hefur lokunin
á hægri kransæð ásamt lungna-
bjúgnum valdið dauða mannsins.
15. 14. apríl. S. A-son, 70 ára. Hné
niður á götu í Reykjavík og var
örendur, er að var komið. Álykt-
un: Við krufningu fannst svo til
alger lokun á vinstri kransæð,
sem var mjög kölkuð. Enn frem-
ur miklar breytingar i hjarta-
vöðva, sem sýnilega hafa allar
stafað af langvinnu blóðleysi,
vegna þess hve vinstri kransæð
var þröng. Mikill hluti hjarta-
vöðva var orðinn eyðilagður af
þessum sökum. Enn fremur fannst
töluverður bjúgur í báðum lung-
um og kölkun í heilaæðum, en
minni í hryggæð.
16. 23. april. Sveinbarn, 4 mánaða.
Dó skyndilega i barnavagni i
svefnherbergi hjónanna, án þess
að veikinda hefði orðið vart,
nema nokkurra öndunarerfiðleika
á köflum. Ályktun: Við krufningu
fannst mjög stórt hálsbris (35 g),
sem lá framan á barka, niður í
brjósthol og upp á háls; virðist
sem það hafi þrýst töluvert að
barka, og hafa öndunarerfðileikar
barnsins sennilega stafað af því.
Ekki fundust greinileg köfnunar-
einkenni og ekki sennilegt, að
barnið hafi kafnað, því að mikið
af storknuðu blóði fannst i hjarta,
en slíkt er ekki vanalegt við köfn-
unardauða. Miklu frekar virðist
dauðinn hafa stafað af hinu stóra
hálsbrisi, sem valdið getur skyndi-
legum dauða, einkum ef eitthvað
þrýstir á það, og þarf stundum
lítið tilefni til.
17. 3. mai. E. H. G-dóttir, 5 ára. Varð
fyrir vörubíl og dó samstundis.
Ályktun: Við líkskoðun og krufn-
ingu fannst mjög mikið brot á
höfuðkúpu, þannig að höfuðbein-
in höfðu fletzt í sundur allt frá
hnakka og niður að höku, svo að
skein í heila. Litli heili var aliur
sundurtættur og heilabrú og me-
dulla oblongata höfðu kubbazt í
sundur, svo að sýnilegt er, að
barnið hefur dáið á sama augna-
bliki og slysið varð.
18. 5. mai. S. Á-dóttir, 64 ára. Lézt í
bíl á leið til Reykjavíkur. Hafði
verið eitthvað lasin fyrir hjarta
fyrir mörgum árum, en annars
ekki borið á lasleika. Ályktun:
Konan hefur haft bráða nýrna-
bólgu (glomerulonephritis acuta)
og fengið heilabjúg, sem hefur
orðið henni að bana (hægra nýra
vó 265 g og vinstra 320 g, en vana-
legur þungi hvors nýra er um
160 g).
19. 6. mai. E. M. G-dóttir, 4 mánaða.
Lézt i barnavagni, sem stóð fyrir