Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 189

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Page 189
— 187 — 1955 sakazt af magainnihaldi, sem hrokkið hafði ofan i lungu, hefur valdið dauða konunnar. 13. 7. marz. H. G. G-son, 31 árs loft- skeytamaður. Hafði komið seint heim um nótt, drukkinn. Um há- degi daginn eftir fannst hann lát- inn í rúmi sínu. Ályktun: Við krufningu fannst mjög mikill bjúgur í lungum og berkjur stífl- aðar af blóðugri froðu og slími beggja megin. Maðurinn hefur haft mjög svæsna berkjubólgu, svo að berkjur voru stíflaðar i stórum stíl og vottur bólgu í báðum lung- um. Hafa þessar breytingar í sam- einingu, einkum bjúgurinn og berkjustíflan, gert út af við mann- inn, sem hefur verið dálítið ölv- aður (í blóði 0,92%c alkóhól). 14. 12. apríl. E. B-son, 56 ára raf- virki. Veiktist skyndilega af verk fyrir brjósti og lézt innan stund- ar. Ályktun: Við krufningu fannst mikil kölkun í vinstri kransæð hjarta, sem var næstum lokuð á allstóru svæði. Enn fremur fannst nokkur kölkun og þrengsli á parti í hægri kransæð og fersk blóð- storka á þvi svæði. Sýnilegt er, að vinstri helmingur hjarta hefur nærzt í gegnum hægri æðina, og við það, að hún hefur stíflazt, hefur hjartað orðið blóðlaust á stóru svæði, svo að dregið hefur til bana. Enn fremur fannst mikið þyltkildi i vegg hægri arteria fe- moralis og nokkur kölkun i heila- æðum. Loks fannst mjög mikil kölkun í neðanverðri meginæð (aorta). Mikill bjúgur fannst í báðum lungum, og hefur lokunin á hægri kransæð ásamt lungna- bjúgnum valdið dauða mannsins. 15. 14. apríl. S. A-son, 70 ára. Hné niður á götu í Reykjavík og var örendur, er að var komið. Álykt- un: Við krufningu fannst svo til alger lokun á vinstri kransæð, sem var mjög kölkuð. Enn frem- ur miklar breytingar i hjarta- vöðva, sem sýnilega hafa allar stafað af langvinnu blóðleysi, vegna þess hve vinstri kransæð var þröng. Mikill hluti hjarta- vöðva var orðinn eyðilagður af þessum sökum. Enn fremur fannst töluverður bjúgur í báðum lung- um og kölkun í heilaæðum, en minni í hryggæð. 16. 23. april. Sveinbarn, 4 mánaða. Dó skyndilega i barnavagni i svefnherbergi hjónanna, án þess að veikinda hefði orðið vart, nema nokkurra öndunarerfiðleika á köflum. Ályktun: Við krufningu fannst mjög stórt hálsbris (35 g), sem lá framan á barka, niður í brjósthol og upp á háls; virðist sem það hafi þrýst töluvert að barka, og hafa öndunarerfðileikar barnsins sennilega stafað af því. Ekki fundust greinileg köfnunar- einkenni og ekki sennilegt, að barnið hafi kafnað, því að mikið af storknuðu blóði fannst i hjarta, en slíkt er ekki vanalegt við köfn- unardauða. Miklu frekar virðist dauðinn hafa stafað af hinu stóra hálsbrisi, sem valdið getur skyndi- legum dauða, einkum ef eitthvað þrýstir á það, og þarf stundum lítið tilefni til. 17. 3. mai. E. H. G-dóttir, 5 ára. Varð fyrir vörubíl og dó samstundis. Ályktun: Við líkskoðun og krufn- ingu fannst mjög mikið brot á höfuðkúpu, þannig að höfuðbein- in höfðu fletzt í sundur allt frá hnakka og niður að höku, svo að skein í heila. Litli heili var aliur sundurtættur og heilabrú og me- dulla oblongata höfðu kubbazt í sundur, svo að sýnilegt er, að barnið hefur dáið á sama augna- bliki og slysið varð. 18. 5. mai. S. Á-dóttir, 64 ára. Lézt í bíl á leið til Reykjavíkur. Hafði verið eitthvað lasin fyrir hjarta fyrir mörgum árum, en annars ekki borið á lasleika. Ályktun: Konan hefur haft bráða nýrna- bólgu (glomerulonephritis acuta) og fengið heilabjúg, sem hefur orðið henni að bana (hægra nýra vó 265 g og vinstra 320 g, en vana- legur þungi hvors nýra er um 160 g). 19. 6. mai. E. M. G-dóttir, 4 mánaða. Lézt i barnavagni, sem stóð fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.