Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Side 194
1955
— 192 —
fannst blæðing i kviðarholi út frá
sprungum í milti. Dánarorsökin
hefur verið heilablæðing ásamt
losti frá hinum miklu beinbrot-
um og blæðingu i kviðarholi.
41. 25. október. Ó. H-son, 64 ára.
Fannst látinn á götu í Reykjavík.
Ályktun: Við krufningu fannst al-
ger lokun á hægri kransæð og
einnig útbreidd kölkun og mikil
þrengsli í báðum aðalgreinum
vinstri kransæðar. Mun æðakölk-
un þessi og þrengsli hafa valdið
því, að hjartað hefur gefizt
skyndilega upp.
42. 28. október. U. K. F. H-son, 32
ára. Varð fyrir bíl og lézt innan
sólarhrings. Ályktun: Við krufn-
ingu fundust brot á höfuðkúpu og
vinstri fótlegg. Umhverfis kúpu-
brotin miklar blæðingar, og munu
þær, ásamt mari á neðanverðum
heila, hafa valdið dauða manns-
ins.
43. 31. október. J. J-son, 44 ára sjó-
maður. Fannst örendur í báti, sem
kviknaði i. Ályktun: Við líkskoð-
un og krufningu fannst litils hátt-
ar 2. stigs bruni (blöðrur) á
höndum og í andliti. Auk þess
greinileg einkenni um, að maður-
inn hefði látizt úr kolsýrlingseitr-
un. í blóði fannst allmikið áfeng-
ismagn (1,93%»).
44. 1. nóvember. M. P-son, 36 ára.
Lézt, þrem dögum eftir að planki
féll i höfuð honum. Ályktun: Við
krufningu fannst mikið höfuð-
kúpubrot og stórt mar á ofan-
verðum heila. Auk þess útbreidd-
ar smáblæðingar i heila neðan-
verðum. Loks fannst byrjandi
lungnabólga neðanvert í báðum
lungum. Heilamar cfg blæðingar
ásamt lungnabólgu hafa valdið
dauða mannsins.
45. 2. nóvember. Ó. L-son, 50 ára.
Stal áttavita úr tveim bátum og
drakk upp úr þeim. Dó rúmum
sólarhring seinna. Ályktun: Af
upplýsingum rannsóknarlögreglu,
ásamt því, sem fannst við krufn-
ingu, þykir augljóst, að maðurinn
hafi látizt úr methylalkóhóleitrun.
46. 3. nóvember. S. H. S-son, 8 mán-
aða. Fannst látinn í rúmi sínu að
morgni. Ályktun: Við krufningu
fannst mikið, mjólkurlitað maga-
innihald í barkakýli, barka og út
í smæstu berkjur. Auk þess út-
breiddar blæðingar á yfirborði
lungna, hjarta og thymus. Virðist
augljóst, að barnið hafi kastað
upp og kafnað í spýju sinni.
47. 7. nóvember. H. S-dóttir, 63 ára.
Hné niður örend á götu í Reykja-
vík. Ályktun: Við krufningu
fannst útbreidd kölkun i krans-
æðum. í öðrum aðalstofni vinstri
kransæðar leifar af gömlum blóð-
kekki, en hægri kransæð lokaði
ferskur thrombus algerlega
skammt frá upptökum. Kransæða-
stífla þessi mun hafa valdið
skyndidauða konunnar.
48. 18. nóvember. G. S. P-dóttir, 77
ára. Varð fyrir bíl og lézt sam-
stundis. Ályktun: Við krufningu
fannst höfuðkúpa mölbrotin, höf-
uðleður sundurtætt og heili að
mestu horfinn úr heilabúi. Auk
þess upphandleggsbrot, lærleggs-
brot og opið fótleggsbrot á hægri
útlimum. Loks var brot á vinstra
viðbeini og 9 efstu rifjum vinstra
megin. Mun konan hafa látizt sam-
stundis af áverkum þessum. Aug-
ljóst þykir, að bílhjól hafi farið
yfir höfuð konunnar.
49. 3. desember. K. E-dóttir, 25 ára.
Veiktist skyndilega með uppköst-
um, niðurgangi og þrautum í
kvið. Þar sem konan bjó í rúm-
lega 100 km fjarlægð frá Reykja-
vík, var lagt af stað með hana til
Reykjavikur, en hún dó á miðri
leið. Ályktun: Við krufningu
fannst samvaxtastrengur í kviðar-
holi, og hafði mjógirnislykkja
smokkazt undir hann, en af því
hlotizt garnastífla, sem hefur
valdið dauða konunnar.
50. 19. desember. S. J. Á-son, 66 ára.
Varð lasinn við vinnu sína, lagði
af stað gangandi heim til sín, en
lézt á leiðinni. Ályktun: Við
krufningu fannst mikil stækkun
á hjarta (560 g) og bæði nýru
þétt og föst, sem bendir til þess,
að viðkomandi hafi haft byrjandi