Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Qupperneq 216
1955
— 214 —
lært til (íþróttakennslu). Slasaði á
erfitt með að ganga og ómögulegt með
hlaup, kvartar um stirðleika í v. ökla
og verki og máttleysi í v. ganglim.
Slasaða finnst ástand sitt hafa verið
óbreytt nú i alllangan tíma.
Skoðun: Vinstri ganglimur er 3 cm
styttri en hægri og 6 cm rýrari að
ummáli, bæði læri og kálfi. Vinstri
fótleggur er beygður óeðlilega út á
við, að innanverðu eru mikil ör og
talsverð laut inn í liminn. Örin eru
vel gróin. Tnnan og utan á v. ökla eru
gróin ör. Öklaliðurinn getur aðeins
hreyfzt fáeinar gráður upp og niður,
en er annars stifur í ca. 100° horni.
Slasaði gengur talsvert haltur.
Röntgenmyndir, teknar í Landspit-
alanum 29/9 1955, sýna, að brotin eru
gróin, en stilling ekki góð. Einnig sést
beinsamruni í öklalið.
Ekki telst líklegt, að slasaði mum
hljóta öllu meiri bata en orðið er, og
verður því að álíta tímabært að meta
varanlega örorku hans af völduni
nefnds slyss, og telst hún hæfilega
metin 35%.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
1. Hvort ætla megi, að G. V. H-son
hafi hlotið varanlega örorku, sem
telja megi eðlilega afleiðingu af
slysi því, er hann varð fyrir hinn
6. maí 1954.
2. Verði svo talið, hver sé þá örorka
stefnanda, þar með talin framtíð-
arörorka, af fyrrgreindu slysi.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Já.
Ad 2: Læknaráð fellst á örorkumat
... [sérfræðings í lyflækningum] frá
22. október 1955, að varanleg örorka
verði metin 35%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 28. marz 1957,
staðfest af forseta og ritara 4. apríl
s. á., sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Hafnar-
fjarðar, kveðnum upp 14. nóvember 1957, var
stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr.
205289.00 með 6% ársvöxtum frá 6. mai 1954
til greiðsludags og kr. 18000.00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð á stefnda að % hlut-
um.
Auk áður nefndrar fjárhæðar hafði stefn-
andi, áður en dómur gekk, fengið greiddar
kr. 50178.00 frá Tryggingastofnun ríkisins.
3/1957.
Borgardómari í Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 18. marz 1957, sam-
kvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæj-
arþingi Reykjavíkur 14. s. m., leitað
umsagnar læknaráðs í málinu nr.
241/1950: S. M-son gegn H. J-syni og
A. T-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 11. ágúst 1948 varð stefnandi
máls þessa, S. M-son, ..., Reykjavik,
fyrir hreyfli flugvélarinnar TF-FOX,
eign stefndra, þar sem hún stóð á
Keflavíkurflugvelli, með þeim afleið-
ingum, að hann hlaut meiðsli.
í málinu liggja fyrir þessi læknis-
vottorð:
1. Frá sjúkrahúsi varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli, undirritað af
Everett G. Fausel, M. D., svohljóð-
andi:
„The following information is
issued to S. M-son, ..., Reykjavik,
Iceland, a former patient in this
hospital, for the purpose of filing
his Icelandic Insurance forms in con-
nection with his recent injury.
He was admitted to this hospital
on 11 August 1948, as an emergency
admission from the airfield here,
where he had been struck on the head
by the moving propeller of a small
„cub“ airplane. He sustained a frac-
ture, compound, comminuted, of the
left frontal area of the skull, and
abrasions of the skin of the left
shoulder. A debridement type opera-
tion was done under local anesthesia
at this hospital on the evening of ad-
mission. Convalescence was uneventful.
He was discharged from this hospital
on 4 september 1948, leaving for his
home at Reykjavik, Iceland. He was
instructed to report to Dr. ... of
Reykjavik, to whom a report of the
case was submitted, for further care.