Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1955, Blaðsíða 220
1955
— 218 —
voru mölbrotin í miðju, og lá stór
beinflís á milli beinanna. Sömuleiðis
var annað framhandleggsbeinið ulna
aftur brotið ca. 3 cm ofan til við úln-
liðinn. í svæfingu var brotið sett sam-
an, og skurðurinn, sem var yfir brot-
inu, saumaður saman og settur í gips-
umbúðir.
Þann 13.G. 1955 fór sjúkl. af spítal-
anum til Reykjavikur. Var þá skurð-
urinn yfir brotstaðnum gróinn, en
Rö-mynd sýndi, að brotið var ekki
orðið fast, og beinflís sú, sem lá milli
beinanna, hafði myndað brúarcallus,
eins og búast mátti við.
Sjúkl. var sendur til deildarlæknis
..., Landspítalanum, til frekari að-
gerða.“
í málinu liggur fyrir læknisvottorð
prófessors Snorra Hallgrímssonar,
yfirlæknis handlæknisdeildar Land-
spítalans, dags. 29. september 1956, en
það hljóðar svo að loknum inngangs-
oi'ðum:
„Hann vistaðist á þessu sjúkrahúsi
(þ. e. á sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis-
héraðs) í 2 mánuði. Brotin vildu ekki
gróa saman, og var S. þvi tekinn á
IV. deild Landspítalans hinn 4. júlí
1955 og þar gert að brotunum með
skurðaðgerð. Brotin voru spengd með
beini, sem tekið var úr vinstra mjaðm-
arkambi, og auk þess voru þau fest
með málmspöng. Málmspöngin var
síðan telcin i desember s. 1.
S. hefur enn allmikil óþægindi i v.
handlegg og hendi. Höndin er stirð og
kraftlítil. Sérstaklega er þumalfingur-
inn kraftlítill, þannig að hann getur
ekki rétt úr honum og spennt upp
greipina. Vöðvi sá, sem framkallar
þessa hreyfingu, eyðilagðist alveg við
slysið, og var reynt að bæta úr þvi
með sinaflutningi á IV. deild Land-
spítalans í marz s. 1. með nokkrum
árangri.
Þá er S. mjög bagaður af stirðleika
i v. framhandlegg, þannig að hann
getur ekki snúið hendinni út á við
eða inn á við.
Er brotin voru talin gróin í nóv-
ember s. 1., var S. látinn fara að æfa
höndina og handlegginn, og hefur
hann stundað slíkar æfingar alltaf
síðan.
Hann var alveg óvinnufær þar til
20. maí s. 1., að hann byrjaði að vinna
léttari störf.
Við skoðun i dag kemur eftirfar-
andi í ljós:
Á v. framhandlegg ofan- og aftan-
verðum er 11 cm langt, vel gróið ðr.
Örið er breitt og fastvaxið við beinið
um miðjuna, og nokkur dæld er í
holdið á þessu svæði. Þá er 10 cm
langt ör eftir skurðaðgerð utan og
ofan til á framhandleggnum. Örið er
vel gróið og mjög lítið áberandi. Þá
er um 8 cm langt, bogadregið ör eftir
skurðaðgerð utan og aftan til á v.
úlnlið. Það ör er vel gróið, en rautt
og þrútið.
Allmikla missmiði er að finna á úln-
arbeininu og litils háttar sveigju.
Allmikill stirðleiki er i olnboga og
úlnlið. Beygja i v. olnbogalið mælist
110°, en 150° í þeim hægri. 40° vantar
upp á fulla réttingu i v. olnboga.
I v. úlnlið eru hreyfingar takmark-
aðar, þannig að um 15° vantar upp á
fulla beygingu fram á við, um 25°
upp á fulla beygingu aftur á við,
miðað við h. úlnlið. Þá eru hliðar-
hreyfingar í vinstra úlnlið alveg upp-
hafnar.
Snúningshreyfing á v. hendi og
framhandlegg er alveg upphafin. Stell-
ingin á framhandleggnum er þannig,
að lófinn veit hálfskakkt inn á við og
niður á við og haggast ekkert frá
þeirri stellingu.
Þá er allmikill stirðleiki í fingrum.
Þegar hnefinn er krepptur, nema góm-
ar aðeins við lófann ofan til.
Vinstri þumalfingur er mjög kraft-
litill, hvað réttingu út á við snertir
(abduktion-extension), og greipin
spennist þvi ekki upp að fullu. V.
greip mælist 11 cm milli fingurgóma
þumal- og visifingurs, en sú hægri 17
cm.
Kraftur upphandleggsvöðva v. meg-
in er minnkaður um það bil um þriðj-
ung miðað við hægri handlegg, og
kraftur handar og framhandleggs-
vöðva vinstra megin er um það bil
einn fimmti hluti af krafti h. handar.
V. upphandleggur mælist 2 cni
grennri en sá hægri, mælt efst. Þá
mælist v. framhandleggur 3 Ys cm